Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 210 . mál.


256. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um greiðslur bænda í Atvinnuleysistryggingasjóð.

Frá Elínu R. Líndal.



    Hvers vegna hefur verið frestað að skipa nefnd til að endurskoða lög um atvinnuleysistryggingar, sbr. bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til Stéttarsambands bænda 7. október. sl.?
    Verður staðið við það fyrirheit sem bændum var gefið fyrir ári síðan er þeir hófu að greiða til Atvinnuleysistryggingasjóðs að þeim verði tryggð bótaréttindi til jafns við aðra úr þeim sjóði?
    Hafa verið settar fram tillögur þar sem skilgreind eru réttindi þeirra nýju aðila sem skyldaðir voru til að greiða í Atvinnuleysistryggingasjóð með lögunum um tryggingagjald?