Ferill 342. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 342 . mál.


551. Tillaga til þingsályktunar



um tvöföldun Reykjanesbrautar.

Flm.: Árni R. Árnason, Salome Þorkelsdóttir, Árni M. Mathiesen,


Sigríður A. Þórðardóttir, Ingi Björn Albertsson.



    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að láta nú þegar hefja undirbúning að tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögð verði ný akbraut við hlið hinnar gömlu þannig að Reykjanesbraut verði fullkomin hraðbraut með aðskildum akstursstefnum og tveimur akreinum til hvorrar áttar.

Greinargerð.


    Á fjórum undangengnum þingum fram að vorþingi 1991 hafa verið fluttar þingsályktunartillögur um tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði að Flugstöð Leifs Eiríkssonar við Keflavíkurflugvöll. Fyrst var tillaga flutt af Kolbrúnu Jónsdóttur og Júlíusi Sólnes á 110. löggjafarþingi 1987–1988, þá af Júlíusi Sólnes og Hreggviði Jónssyni 1988–1989, síðan af Hreggviði Jónssyni og Inga Birni Albertssyni 1989–1990 og enn af Hreggviði Jónssyni, Inga Birni Albertssyni og Ellert Eiríkssyni 1990–1991. Tillagan er nú flutt í fimmta sinn, enda er það mat flutningsmanna að mjög brýnt sé að bæta öryggi umferðar og vegfarenda um Reykjanesbraut.
    Reykjanesbraut, allt frá Reykjavík til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, er sérstæð meðal þjóðvega landsins. Hún tengir höfuðborgina við eina alþjóðaflugvöllinn í áætlunarflugi milli landa, liggur gegnum þrjá af fjölmennustu kaupstöðum landsins og er notuð af því sem næst öllum ferðalöngum sem koma til landsins og fara frá því, innlendum sem erlendum.
    Reykjanesbraut frá Hafnarfirði til Keflavíkur er fyrsti vegur í þjóðvegakerfi landsins með bundnu slitlagi. Lagning hennar á árunum 1963 og 1965 markaði tímamót í sögu vegagerðar á Íslandi. Sú framkvæmd var svar við mjög brýnni þörf því að umferð milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins var þá þegar orðin svo mikil að gamli malarvegurinn var með öllu ófullnægjandi.
    Með tilkomu brautarinnar varð mikil breyting til batnaðar. Flutningsgeta jókst gífurlega og öll umferð varð miklu greiðfærari. Þetta olli straumhvörfum í öllum samskiptum íbúa Suðurnesja við höfuðborgarsvæðið og átti sinn þátt í því að efla atvinnulíf á Suðurnesjum. Um svipað leyti og brautin var tekin í notkun var öllu millilandaflugi beint til Keflavíkurflugvallar sem var þá og er enn meðal best búnu og öruggustu flugvalla við norðanvert Atlantshaf. Allar götur síðan hafa allir flugfarþegar til og frá Íslandi átt leið um Reykjanesbraut. Hún er því þjóðvegur allra landsmanna og um leið fyrsti og síðasti áfangi í ferð langflestra erlendra ferðamanna um Ísland. Öryggi vegfarenda á Reykjanesbraut ræður því miklu um hvernig þeir minnast dvalar sinnar hér á landi og hvort þeir hyggjast koma hingað aftur eða ekki.
    Bættar samgöngur eru höfuðforsenda þess að tengja saman atvinnulíf á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu sem er eftirsóknarvert af efnahagslegum ástæðum og enn fremur frá sjónarmiði vinnumarkaðarins. Mikilvægi þessa má marka af því að ríkisstofnun, sem fjallar um atvinnuástand og leiðir til úrbóta, hefur nýlega ályktað að ekki sé ástæða til aðgerða þó að atvinnuástand á Suðurnesjum sé langverst á landinu og langvarandi atvinnuleysi miklu meira þar en í öðrum landshlutum því að Suðurnesjabúar geti sótt vinnu til Reykjavíkur. Nú er talið að nærfellt 1.000 manns aki brautina daglega til og frá vinnu milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins, langmest til vinnu á Keflavíkurflugvelli. Ef þessi fjöldi tvöfaldast vegna atvinnusóknar Suðurnesjabúa til höfuðborgarsvæðisins má búast við gríðarlegri aukningu umferðar um Reykjanesbraut því að ekki er að vænta mikillar samnýtingar ökutækja þess fólks.
    Bættar samgöngur skipta höfuðmáli fyrir byggðaþróun á Suðurnesjum og möguleika til þess að nýta til fullnustu þá kosti sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur upp á að bjóða. Lengi hefur verið talað um tollfrjáls atvinnusvæði, fríiðnaðarsvæði, í námunda við flugstöðina og virðist nú loks hilla undir að úr verði. Einnig hefur komið til tals að skapa miðstöð fyrir erlend viðskipti sem raunar má telja nauðsynlega í tengslum við fríiðnaðarsvæði. Flugleiðir byggja þar nú geysistórt flugskýli og munu flytja þangað viðhald flugflota félagsins og ráðgera að annast þar viðhaldsverkefni fyrir önnur fyrirtæki í alþjóðlegri flugstarfsemi. Vænta má aukningar á umsvifum Íslendinga í ferðaþjónustu og ráðgera Suðurnesjabúar að taka vaxandi þátt í henni. Atvinnulíf á Suðurnesjum hefur átt erfitt uppdráttar seinni árin. Mikill samdráttur hefur verið í útgerð og iðnaður og verslun hafa engan veginn styrkst þar á móti. Á Suðurnesjum er þó einstæð aðstaða til útflutnings því að hvergi annars staðar á landinu er jafnstutt milli hafna sem liggja vel að fiskimiðum og flugvallar sem getur annast vöruflug hvert sem þarf. Með byggingu og starfrækslu stóriðjuvers á Keilisnesi verður mikilvægi Reykjanesbrautar enn meira og umferð og flutningar um hana munu stóraukast. Því er nú ástæða til að huga að ástandi brautarinnar, öryggi vegfarenda um hana og getu hennar til að annast aukna umferð og flutninga. Tvöföldun Reykjanesbrautar mundi gjörbreyta allri aðstöðu fyrir Suðurnesjamenn og bæta stórum möguleika þjóðarinnar til að ná umtalsverðri aukningu arðvænlegra starfa og er það næg réttlæting fyrir því að hraða þessari framkvæmd.     
    Umferð um Reykjanesbraut hefur aukist jafnt og þétt, einkum vegna aukinna vöruflutninga í flugi, einnig vegna aukins samstarfs fyrirtækja og með aukinni atvinnusókn milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. Umferðaróhöppum og slysum á brautinni hefur fjölgað að sama skapi. Áhyggjur af öryggi vegfarenda um Reykjanesbraut hafa komið fram í vaxandi mæli í hlustendaþáttum og lesendadálkum fjölmiðla, svo og í ályktunum sveitarstjórna. Hinn 25. janúar sl. var samgönguráðherra afhent áskorun um 4.000 einstaklinga um nákvæma athugun á hugmynd nokkurra aðila um tvöföldun Reykjanesbrautar.
    Reykjanesbraut í núverandi mynd fullnægir hvergi nærri þeim kröfum sem gera verður til einu samgönguæðar Suðurnesja og eina alþjóðaflugvallar þjóðarinnar við höfuðborgarsvæðið. Einkenni umferðar um Reykjanesbraut er hin mikla næturumferð allan ársins hring, svo og tímatakmörk sem næturferðirnar eru bundnar við, þ.e. upphaf vinnudags eða morgunvaktar og brottfarartíma áætlunarflugs. Vaxandi atvinnusókn um Reykjanesbraut mundi auka næturumferðina. Akstursskilyrði á brautinni eru oft mjög slæm og versna oft mjög skyndilega vegna tíðra og snöggra umhleypinga með miklum sveiflum í hita og úrkomu. Í rigningu og þoku eru umferðaróhöpp tíð. Á veturna myndast oft mikil hálka á örskammri stund. Umferðarslys má oft rekja til þessara skyndibreytinga á akstursskilyrðum, svo og orsakast þau af framúrakstri og útafakstri vegna þess að á veginum er umferð í báðar áttir. Með vaxandi umferð hefur slysum farið mjög fjölgandi. Á þessum 50 km af 8.300 km þjóðvegakerfi Íslands, þ.e. á 0,6% allra þjóðvega landsins, verða 12,3% allra umferðarslysa, enda hefur Reykjanesbrautin verið nefnd svartasti vegarkaflinn á Íslandi. Því er deginum ljósara hve brýnt er að bæta öryggi umferðar og vegfarenda um Reykjanesbraut. Einnig það er næg réttlæting fyrir því að hraða framkvæmd þessari.
    Sérfræðingar Vegagerðar ríkisins hafa talið að þegar mesta umferð nemi um 8.000– 10.000 bifreiðum á sólarhring þurfi að aðskilja akstursstefnur. Ljóst er að óðfluga dregur að því að umferðarþunginn nái þessum mörkum. Þá er ekki tekið tillit til þess hvert er hlutfall þungra bifreiða í umferð um Reykjanesbraut. Aðalfundur Sambands sveitarstjórna á Suðurnesjum 1991 benti á í ályktun um olíuflutninga um Reykjanesbraut að um hana eru árlega flutt um 80.000 tonn af flugvélabensíni auk annarra bensín- og olíuflutninga. Greining Vegagerðar ríkisins leiðir í ljós að hlutfall þungra bifreiða á Reykjanesbraut muni vera 10–11% á virkum dögum og 4–5% um helgar. Þetta er hærra hlutfall en almennt á þjóðvegum landsins. Hærra hlutfall þungaflutninga en almennt gerist er skýr ábending um að almennir arðsemisútreikningar vegaframkvæmda eru ófullnægjandi til að meta arðsemi og þörf á að tvöfalda Reykjanesbraut.
    Á fyrsta umferðarþingi í nóvember 1990 flutti Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðingur hjá Ríkisspítölunum, erindi um kostnað þjóðfélagsins af völdum umferðarslysa 1989 á verðlagi í nóvember 1990. Forsendur hennar eru birtar í skýrslu um störf þingsins. Þar kemur fram að telja megi að um 4.000 manns hafi slasast í umferðinni 1989 en 28 létust. Niðurstöður hennar, einnig birtar í skýrslunni, eru að samtals hafi kostnaður þjóðfélagsins numið 5.239 millj. kr. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar ríkisins voru umferðarslys á Reykjanesbraut 12,3% allra umferðarslysa á árinu 1987, síðasta heila árið sem lögregluskýrslur voru gerðar um öll umferðaróhöpp. 12,3% af fyrrgreindri fjárhæð framreiknaðri til verðlags ársins 1991 (meðaltal) eru um 695 millj. kr. Sú fjárhæð er óyggjandi vísbending um kostnað þjóðfélagsins af umferðarslysum á Reykjanesbraut á ári hverju meðan ekki er bætt öryggi umferðar og vegfarenda um hana og um þann ávinning sem þjóðfélagið getur vænst af þeirri framkvæmd. Þessi vísbending er enn sem komið er ekki viðhöfð við athuganir Vegagerðar ríkisins á arðsemi vegaframkvæmda.
    Af fylgiskjölum með greinargerðinni má sjá að íbúar á Suðurnesjum voru 1. desember sl. 15.355 auk um 5.000 íbúa í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Einnig að um Keflavíkurflugvöll fara alls um 700 þúsund farþegar árlega og nærfellt 20 þúsund tonn af vörum og pósti. Þessir flutningar eru jafnmiklir og um alla aðra flugvelli á Íslandi.
    Kostnaður við tvöföldun Reykjanesbrautar er í janúar 1992 gróflega áætlaður um 1,5 milljarðar króna. Íbúar á Suðurnesjum að meðtöldum íbúum Keflavíkurflugvallar eru um 19.000. Daglegir notendur Reykjanesbrautar eru auk þeirra fyrrnefndu þeir nærfellt 1.000 íbúar höfuðborgarsvæðisins sem stunda atvinnu á Keflavíkurflugvelli. Þá er Reykjanesbraut þjóðvegur allra landsmanna sem ferðast til og frá landinu, svo og allra erlendra ferðamanna sem hingað koma og um hana eru miklir þungaflutningar. Til samanburðar má nefna: Íbúar Ólafsfjarðar eru um 1.150. Kostnaður við gerð ganga um Ólafsfjarðarmúla var síðast áætlaður um 1,3 milljarðar króna. Íbúar vestan Ísafjarðar allt til Patreksfjarðar eru samtals um 3.000 og kostnaður við gerð jarðganga undir Breiðadalsheiði milli Ísafjarðar, Suðureyrar og Flateyrar er talinn munu nema um 1,3 milljörðum króna.
    Fylgiskjal I sýnir hvar slys hafa orðið á Reykjanesbraut á árunum 1980–1989.
    Fylgiskjal II sýnir upplýsingar um banaslys á Reykjanesbraut.
    Fylgiskjal III sýnir upplýsingar um umferðarþunga og umferðarslys á Reykjanesbraut frá því að brautin var fullgerð eins og hún er nú, en án þeirra lagfæringa sem verið er að gera við vegamót að henni og við vegaraxlir.
    Fylgiskjal IV sýnir samanburð umferðarslysa á Reykjanesbraut og Suðurlandsvegi og ályktanir um ástæður mismunar.
    Fylgiskjal V sýnir íbúafjölda á Suðurnesjum.
    Fylgiskjal VI sýnir umferð um Keflavíkurflugvöll.

Fylgiskjal I.






Repró


kort















Fylgiskjal II.



Umferðarráð:


Banaslys á Reykjanesbraut.


(13. febrúar 1992.)


    Á árunum 1968 til ársloka 1991 hafa orðið 33 umferðarslys á Reykjanesbraut sem leitt hafa til dauða eins eða fleiri vegfarenda.
    Alls hafa 40 manns látist í þessum slysum. Í árekstrum hafa farist 21, í bílveltum 4, í útafkeyrslum 7, fyrir bíl hafa orðið 5. Samtals eru látnir 40, þ.e. 25 karlmenn, 12 konur og 3 börn. Tvö urðu fyrir bíl sem gangandi vegfarendur og kornabarn, sem var farþegi í bíl, lést.
    Þetta er eingöngu yfirlit yfir banaslysin sem orðið hafa á Reykjanesbraut. Þar við bætist mikill fjöldi annarra slysa og hafa sum þeirra verið mjög alvarleg.

Fylgiskjal III.



Umferð og umferðarslys á Reykjanesbraut.



Ár 1

MDU

ÁDU

SDU

VDU

Slys



1965          
1.340
1966          
1.530
1967          
1.500
1968          
1.540
1969          
1.630

1975          
2.820 3.220
1976          
3.310
1977          
3.250 3.540
1978          
3.240 3.710
1979          
3.240 3.460
1980          
3.120 3.530
1981          
3.130 3.550
1982          
4.000
3.070 3.590 90
1983          
3.900
3.010 3.670 110
1984          
4.100
3.180 3.930 107
1985          
5.300
3.610 4.170 100
1986          
5.547
3.663 4.308 124
1987          
7.802
4.663 5.428 172
1988 2
         
8.632
4.974 4.728 152
1989          
7.806
4.789 5.642 3.862 131
1990          
7.733
4.894 5.771 3.945 107
1991 3
         
7.850
5.226 6.029 4.468

Athugasemdir:
1     MDU táknar mesta fjölda bíla á sólarhring yfir árið, eða MestaDagsUmferð.
    ÁDU táknar meðalfjölda bíla á sólarhring yfir árið, eða ÁrsDagsUmferð.
    SDU táknar meðalfjölda bíla á sólarhring yfir sumarmánuðina, eða SumarDagsUmferð.
    VDU táknar meðalfjölda bíla á sólarhring yfir vetrarmánuðina, eða VetrarDagsUmferð.
2     Vegna breytinga á skráningu umferðarslysa eru tölur árið 1988 og síðar ekki sambærilegar við tölur fyrri ára sem eru allar úr lögregluskýrslum. Tölur ársins 1988 og síðar fela aðeins í sér þau tilvik þar sem lögregla er tilkvödd, en á fyrri hluta árs 1988 var tekinn upp nýr háttur á skýrslugerð um umferðaróhöpp og umferðarslys með tilkomu sérstakra eyðublaða tryggingafélaganna sjálfra.
3     Ekki eru fyrirliggjandi tölur úr lögregluskýrslum um slys á Reykjanesbraut á árinu 1991.

    Heimild: Vegagerð ríkisins.



Fylgiskjal IV.



Samanburður umferðaróhappa, slysa og dauðaslysa á Reykjanesbraut


og á Suðurlandsvegi árin 1984–1988, fjöldi og tíðni.



Öll óhöpp

Slys (meiðsl)

Dauðaslys



Fjöldi        Tíðni

Fjöldi        Tíðni



Vegur — Kafli

Meðaltal

Meðaltal

Alls



Suðurlandsvegur:
Árbær — Hafravatnsvegur     
9
1 ,07 2 0 ,24 0
Hafravatnsvegur — sýslumörk     
7
0 ,71 2 0 ,16 0
Sýslumörk — Þrengslavegur     
8
1 ,05 2 0 ,22 1
Þrengslavegur — Hveragerði     
20
1 ,18 5 0 ,30 3
Suðurlandsvegur     
44
1 ,00 11 0 ,23 4

Reykjanesbraut:
Krýsuvíkurvegur — Kúagerði     
23
1 ,31 7 0 ,39 2
Kúagerði — Grindavíkurvegur     
26
1 ,39 8 0 ,47 2
Grindavíkurvegur — Víknavegur     
10
1 ,32 3 0 ,38 0
Reykjanesbraut     
59
1 ,34 18 0 ,41 4


Öll óhöpp

Slys (meiðsl)



Fjöldi         %

Fjöldi         %



Suðurlandsvegur:
Útafakstur     
54
30 ,9 25 58 ,1
Ekið aftan á bifreið     
42
27 ,4 6 14 ,0
Ekið framan á bifreið     
22
12 ,6 6 14 ,0
Ekið á hlið á bifreiðar     
37
21 ,1 5 11 ,6
Ekið á kyrrstæðan hlut     
6
3 ,4 1 2 ,3
Ekið á gangandi vegfaranda     
0
0 ,0 0 0 ,0
Ekið á skepnu     
7
4 ,0 0 0 ,0
Rúðubrot     
1
0 ,6 0 0 ,0
Alls               
175
43

Reykjanesbraut:
Útafakstur     
112
37 ,8 60 65 ,9
Ekið aftan á bifreið     
52
17 ,7 10 11 ,0
Ekið framan á bifreið     
20
6 ,8 10 11 ,0
Ekið á hlið á bifreiðar     
46
15 ,6 11 12 ,1
Ekið á kyrrstæðan hlut     
17
5 ,8 0 0 ,0
Ekið á gangandi vegfaranda     
0
0 ,0 0 0 ,0
Ekið á skepnu     
41
13 ,9 0 0 ,0
Rúðubrot     
7
2 ,4 0 0 ,0
Alls               
294
91

Tíðni umferðaróhappa eftir árum.



Vegur

        1984

        1985

        1986

        1987

        1988

    Meðaltal



Suðurlandsvegur      0
,35 0 ,18 0 ,21 0 ,26 0 ,16
0 ,23
Reykjanesbraut      0
,47 0 ,55 0 ,31 0 ,26 0 ,48
0 ,41

    Óhöpp, sem verða þegar ekið er aftan á bifreið og á hlið bifreiðar, verða flest við gatnamót. Um 24% fleiri slík óhöpp verða á Reykjanesbraut og afleiðingarnar þar verða miklu verri því að um 90% fleiri slík óhöpp með slysum (meiðslum) verða á Reykjanesbraut en Suðurlandsvegi.
    Slys (meiðsl) verða í 70% fleiri tilvikum árekstra (ekið framan á bifreið) á Reykjanesbraut en á Suðurlandsvegi þó að slík óhöpp verði ívið fleiri á Suðurlandsvegi.
    Útafakstur er 100% tíðari á Reykjanesbraut og slys (meiðsl) í þeim verða 140% fleiri þar en á Suðurlandsvegi. Útafakstur af Reykjanesbraut er því miklu hættulegri vegfarendum, auk þess sem þar verða meiri skemmdir á ökutækjum. Mun skýringar að leita í næsta umhverfi brautarinnar ásamt hinni miklu næturumferð um hana.
    Suðurlandsvegi hefur verið betur við haldið, bæði slitlagi og vegaröxlum.
    Framúrakstur á Suðurlandsvegi er auðveldari en á Reykjanesbraut, bæði vegna betri legu og nokkurra framúrakstursreina á Suðurlandsvegi.

    Heimild: Vegagerð ríkisins: Október 1989 og 11. maí 1990.

Fylgiskjal V.



Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum:


Íbúafjöldi á Suðurnesjum:

Sveitarfélag

Íbúar

Íbúar

Íbúar

Íbúar

Íbúar

Íbúar


1.12.88

1.12.87

1.12.88

1.12.89

1.12.90

1.12.91*



Keflavík     
7.014
7.133 7.305 7.423 7.525 7.572
Njarðvík     
2.248
2.352 2.443 2.392 2.405 2.494
Grindavík     
2.005
2.047 2.132 2.161 2.172 2.170
Sandgerði     
1.256
1.253 1.273 1.257 1.253 1.278
Gerðahreppur     
1.064
1.060 1.065 1.066 1.074 1.076
Vatnleysustrandarhreppur     
628
644 624 653 646 651
Hafnahreppur     
119
114 107 130 127 114
Samtals     
14.334
14.603 14.949 15.082 15.202 15.355

Fjölgun milli ára (í prósentum)     
1,00
1,02 1,02 1,01 1,01 1,01

*Bráðabirgðatölur.


Íbúafjöldi 1990 og hlutfall:

Íbúar

       Hlutfall


Sveitarfélag

1.12.90

        %



Keflavík     
7.525
49 ,50
Njarðvík     
2.405
15 ,82
Grindavík     
2.172
14 ,29
Miðneshreppur     
1.253
8 ,24
Gerðahreppur     
1.074
7 ,06
Vatnleysustrandarhreppur     
127
0 ,84
Hafnahreppur     
646
4 ,25
Samtals     
15.202
100 ,00




Fylgiskjal VI.



Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hf.:


Umferð um Keflavíkurflugvöll.










Repró.































Heimild: Flugmálastjórn Keflavíkurflugvelli.