Rannsóknarnefnd til að rannsaka ráðningu framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins

159. fundur
Mánudaginn 19. apríl 1993, kl. 19:03:35 (7189)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Enginn hefur lagt til að stjórnarandstaðan ein skipaði nefndina. En hvað er hæstv. ráðherra að segja með þessu? Hann er að segja það að hann treysti ekki þingmönnum stjórnarflokkanna til að fara í nefndina. Hann er að segja það að hann treysti ekki hv. þm. Gunnlaugi Stefánssyni til að fara í nefnd af þessu tagi. Hann er að segja það að hann treysti ekki hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur að fara nefnd af þessu tagi. ( Utanrrh: Hann er að segja að þetta sé ekki pólitísk . . .  ) Hann er að segja það að hann treysti ekki hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að fara í nefnd af þessu tagi. Hann er að lýsa því yfir og ég skil það vel, að hann treysti ekki þingmönnum stjórnarflokkanna til þess að fella réttan dóm að mati þessa leiðtoga Alþfl. sem hefur gleymt því að jafnaðarstefnan hvílir á siðrænum forsendum líka. ( Utanrrh.: Stjórnmálamenn eru ekki dómarar.)