Evrópskt efnahagssvæði

170. fundur
Miðvikudaginn 05. maí 1993, kl. 17:31:58 (7919)

     Eggert Haukdal :
    Virðulegi forseti. Fyrir áratugum var svo kveðið um þjóðhetju okkar Íslendinga, Jón forseta:
          Sjá! óskmögur Íslands var borinn
          á Íslands vorgróðurstund.

          Hans von er í blænum á vorin
          hans vilji' og starf er í gróandi lund.
          Hann kom, er þrautin þunga
          stóð þjóðlífs fyrir vori,
          hann varð þess vorið unga
          með vöxt í hverju spori.
    Ef við hv. alþm. samþykkjum aðild að EES hér í þessari atkvæðagreiðslu, þá er sú ákvörðun hvorki í ætt við vorið né vonina sem er í blænum á vorin.
    Virðulegi forseti. Ég segi nei.