Atvinnuleysistryggingar

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 16:11:03 (8385)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
    Virðulegi forseti. Eins og málum háttar til í dag þá búum við við mjög gallaða löggjöf í atvinnuleysismálum sem er afurð þeirra tíma þegar skortur var á vinnuafli fremur en hitt. Í þeirri löggjöf eru miklar takmarkanir og refsigleði ríkjandi og þrátt fyrir að tillögur okkar til þess að víkka út svið atvinnuleysisbóta, m.a. til námsmanna, hafi nú verið felldar, þá tel ég að í 1. gr. felist réttarbót fyrir ákveðinn hóp fólks í þjóðfélaginu. Það er opnað fyrir aðra en þá sem hingað til hafa notið bóta og þrátt fyrir ýmsa annmarka þá segi ég já.