Skattamál

86. fundur
Laugardaginn 19. desember 1992, kl. 00:57:49 (3859)

     Forseti (Pálmi Jónsson) :
    Vegna þeirra athugasemda sem hér hafa komið fram um fundahaldið, þá vill forseti taka fram að ætlunin er að ljúka þeirri umræðu sem nú stendur og eins og upplýst hefur verið eru tveir hv. þm. á mælendaskrá og það er vandalaust að ljúka þeim ræðum.
    Varðandi þinghaldið á morgun þá er ætlunin að taka fyrir í fyrsta lagi atkvæðagreiðslur og síðan 3. umr. um fjárlög en atkvæðagreiðslu um fjárlagafrv. verði síðan frestað. Þetta eru þær upplýsingar sem forseti hefur varðandi morgundaginn.