Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 109 . mál.


127. Tillaga til þingsályktunar



um verðlagningu á raforku.

Flm.: Sturla Böðvarsson, Guðjón Guðmundsson.



    Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra að láta fara fram athugun á verðlagningu á raforku til almenningsrafveitna.

Greinargerð.


    Tillaga þessi var flutt á 115. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu og er nú flutt að nýju.
    Á undanförnum árum hefur raforka stöðugt orðið stærri þáttur í útgjöldum fyrirtækja jafnt sem heimila. Það er því mikilvægt að verðlagning á raforku lúti reglum sem eru sanngjarnar gagnvart notendum jafnframt því sem þær tryggja eðlilega endurgreiðslu til Landsvirkjunar vegna virkjana.
    Verðlagning Landsvirkjunar hefur sætt nokkurri gagnrýni og hafa forsvarsmenn almenningsveitna, sem kaupa raforku af Landsvirkjun, leitað eftir samningum um hámarksverð er lækki í þrepum fram til aldamóta að tilteknu marki.
    Ekki hafa náðst samningar og er því eðlilegt að Alþingi álykti um að iðnaðarráðherra beiti sér fyrir athugun og verðlagningu á raforku og hlutist til um að samningar náist.
    Með greinargerð fylgja bréf sem gengið hafa milli fyrsta flutningsmanns og Rafmagnsveitna ríkisins.

    Um samhljóða fylgiskjöl vísast til þskj. 615 bls. 3488–3498 í A-deild Alþt. 1991–92.