Ferill 110. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 110 . mál.


128. Frumvarp til laga



um kaup á björgunarþyrlu.

Flm.: Ingi Björn Albertsson, Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsso

n,

Kristín Ástgeirsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Guðrún Helgadóttir,


Anna Ólafsdóttir Björnsson.



1. gr.


    Ríkisstjórnin skal á árinu 1993 gera saming við framleiðendur eða seljendur um kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna.

2. gr.


    Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að taka lán á árinu 1993 að fjárhæð allt að 150 millj. kr. eða jafnvirði þeirrar upphæðar í erlendri mynt.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


     Eftirfarandi þingsályktun um björgunarþyrlu var samþykkt á Alþingi 12. mars 1991:
     Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að á árinu 1991 verði gerður samningur um kaup á fullkominni björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna.
     Frumvarp þetta þarf ekki frekari skýringa við.