Ferill 6. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 6 . mál.


185. Nefndarálit



um frv. til l. um innflutning.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Á fund hennar komu frá viðskiptaráðuneytinu Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri, Finnur Sveinbjörnsson skrifstofustjóri, Kjartan Gunnarsson deildarstjóri og Páll Ásgrímsson lögfræðingur. Enn fremur komu Ögmundur Jónasson og Björn Arnórsson frá BSRB, Jóhann Þorvarðarson frá Verslunarráði Íslands, Már Guðmundsson frá Seðlabanka Íslands, Sigurður Hafstein frá Sambandi íslenskra sparisjóða, Þorleifur Jónsson frá Landssambandi iðnaðarmanna, Sveinn Hannesson frá Félagi íslenskra iðnrekenda, Halldór Magnússon frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Hrafn Magnússon frá Sambandi almennra lífeyrissjóða og Þorgeir Eyjólfsson frá Landssambandi lífeyrissjóða. Þá studdist nefndin við umsagnir er bárust á 115. löggjafarþingi frá Félagi íslenskra iðnrekenda og Landssambandi iðnaðarmanna, Íslenskri verslun, ASÍ, BSRB, BHMR, Neytendasamtökunum og Félagi rækju- og hörpudiskframleiðenda.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.

Alþingi, 26. okt. 1992.



Vilhjálmur Egilsson,

Jóhannes Geir Sigurgeirsson.

Guðjón Guðmundsson.


form., frsm.



Kristín Ástgeirsdóttir.

Össur Skarphéðinsson.

Steingrímur J. Sigfússon.



Halldór Ásgrímsson.

Ingi Björn Albertsson.

Sólveig Pétursdóttir.