Ferill 185. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 185 . mál.


212. Tillaga til þingsályktunar



um aukna hlutdeild raforku í orkubúskap þjóðarinnar.

Flm.: Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon, Jóhann Ársælsson,


Ragnar Arnalds, Margrét Frímannsdóttir, Hjörleifur Guttormsson.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera framkvæmdaáætlun um aukna hlutdeild innlendrar orku í orkubúskap landsmanna.
    Grundvallaratriði áætlunarinnar verði:
     1 .     að draga úr viðskiptahalla og draga úr gjaldeyriseyðslu við innflutning á orku,
     2 .     að fjölga atvinnutækifærum,
     3 .     að orkunotkun með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi jafnan forgang fram yfir þá orkugjafa sem valda mengun.
    Ríkisstjórnin skal við undirbúning málsins hafa samráð við hlutaðeigandi aðila, svo sem Orkustofnun, Landsvirkjun, Samband íslenskra rafveitna, Samband íslenskra hitaveitna og stærstu notendur.
    Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 1993 gefa Alþingi skýrslu um áætlunina og árangur þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.

Greinargerð.


    Þrátt fyrir stórfellda framleiðslu raforku umfram þarfir markaðarins á síðustu missirum hafa engar ráðstafanir verið gerðar til þess að auka notkun raforku sem framleidd er hér á landi. Þvert á móti er það svo að notkun á innfluttu eldsneyti fer vaxandi. Augljóst er að ávinningurinn af slíkum aðgerðum er þó margþættur:
    Í fyrsta lagi er verulegt orkumagn framleitt hér á landi en ekki notað. Í öðru lagi mundi aukin notkun raforku spara gjaldeyri og draga úr viðskiptahallanum. Í þriðja lagi mundi skipulegt átak í þessum efnum auka hagvöxt og fjölga atvinnutækifærum. Í fjórða lagi er hér um umhverfisaðgerð að ræða þar sem veruleg mengun fylgir keyrslu olíustöðva til orkuframleiðslu.

    Í blaðagrein, sem birtist í Morgunblaðinu 13. ágúst sl., rakti einn flutningsmanna þetta mál ítar lega. M.a. var bent á nokkur svið þar sem auka mætti notkun innlendrar raforku í stað innflutts elds neytis:
     1 .     Það heyrir nú sögunni til að skip notist við rafmagn úr landi þegar þau eru látin liggja í höfn. Í staðinn keyra skipin ljósavélarnar þegar þau liggja í höfnum. Þarna liggur umtalsverður markaður fyrir íslenska raforku, auk þess sem það er ólíkt þrifalegra að nota rafmagn en olíu frá dísilvélum. Þeim fylgir leiðinlegur hávaði auk mengunar í andrúmslofti. Nú hefur verið skipuð nefnd til að kanna þessi mál sérstaklega.
     2 .     Það mun færast í vöxt að bakarí taki í notkun ofna sem brenna gasi í stað rafmagns.
     3 .     Þá hafa mjólkursamlögin og matvælaiðnaðurinn í heild ekki nýtt sér þá möguleika sem innlend orkuframleiðsla skapar, t.d. við gufuframleiðslu. Fyrirtæki hafa jafnvel lagt niður rafskaut skatla og hafa í staðinn tekið í notkun svartolíukatla.
     4 .     Flestar ef ekki allar loðnubræðslur landsins brenna innfluttri olíu til framleiðslu á gufu og fullnægja margar allri sinni orkuþörf með innfluttu eldsneyti. Oft er raforkuþörfinni fullnægt með raforkuframleiðslu inni í verksmiðjunum.
     5 .     Fjöldi fyrirtækja í sjávarútvegi og iðnaði hefur komið sér upp varaafli í þeim tilgangi einum að keyra niður toppa í hámarksnotkun fyrirtækjanna á raforku í því skyni að lækka raforku reikninginn.
     6 .     Fjöldi veitingastaða hefur tekið upp notkun á gasi í stað raforku, ekki einungis vegna þess að gasið sé stundum heppilegra til eldamennsku, heldur líka vegna þess að það er ódýrara en raf magnið.
     7 .     Með skynsamlegri gjaldskrárstefnu mætti einnig stórauka raforkunotkun í gróðurhúsum og ylrækt hvers konar bæði til upphitunar og lýsingar.
    Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi og ávinningurinn er augljós eins og áður segir:
     1 .     Hluta núverandi umframorku yrði komið í verð.
     2 .     Gjaldeyrir sparaðist og viðskiptahalli minnkaði.
     3 .     Í slíku átaki fælist að umhverfisvæn orka útrýmir mengandi orkunotkun.
     4 .     Með átaki af þessu tagi má hugsa sér að almenn atvinnustarfsemi aukist og með skipulegu átaki mætti þannig blása lífi í annars staðnað atvinnulíf þar sem svartsýnin ræður ríkjum.
    Í lok greinarinnar segir:
    „Hér vantar kjark og pólitíska forustu til þess að ákveða að gera nú meiri háttar átak til að stórauka nýtingu innlendrar orku bæði í atvinnurekstri sem fyrir er og til hvers kyns nýsköpunar og nýrra möguleika á þessu sviði með hagstæðum tilboðum, t.d. í takmarkaðan árafjölda, til nýrra not enda eða til viðbótarkaupa núverandi orkunotenda . . .

Orkuspáin.


    Í Orkuspá 1992–2020 birtist afar margt fróðlegt um þessi efni og upplýsingar um væntanlega þróun á komandi árum, svo og um orkunotkun og þróun hennar á undanförnum árum. Ekki verður reynt að endursegja það hér utan nokkra þætti sem koma þessari þingsályktunartillögu beinlínis við.
    Um 3% af húsakosti landsmanna, íbúðum, eru nú hituð með olíu. Notkun olíu til hitunar og þurrkunar í heild nemur tæpum 80.000 tonnum á ári og er notkun fiskimjölsverksmiðja þar lang mest.
    Raforkunotkun alls í iðnaði er um 20% af almenna markaðinum og nam hún um 400 gígavatt stundum á árinu 1990. Í skjölum orkuspárnefndar er viðurkennt að raforka eða jarðvarmi gæti leyst olíuna alveg af hólmi í fiskimjölsiðnaðinum. Skýrt er frá því (bls. 135) að ein slík verksmiðja hefur hafið kaup á ótryggu rafmagni og var notkunin í þessari einu verksmiðju um 8 gígavattstundir. Í skýrslu sinni gerir orkuspárnefnd ráð fyrir því að aukning raforkunotkunar í fiskimjölsiðnaði geti aukist um 20 gígavattstundir fram til aldamóta og um 50 gígavattstundir út spátímabilið, þ.e. til 2020.
    Mjólkuriðnaðurinn notar nú 26 gígavattstundir af raforku á ári, brauð- og kökugerð notar 14 gígavattstundir af raforku. Þá má benda á að þjónustugreinar af margvíslegu tagi notuðu 420 gíga vattstundir af raforku árið 1990 sem er um 21% af almennri raforkunotkun í landinu. Því er spáð að allar þessar greinar muni bæta við sig verulegri orkunotkun á næstu árum. Spurningin er sú hvort ekki er unnt að flýta þeim áætlunum með skipulegu átaki.
    Nú er talsvert um það að sundlaugar séu hitaðar með olíuvélum og hið sama er að segja um skólahúsnæði. Alls gæti hér verið um að ræða markað sem er 15 gígavattstundir á ári, segir orku spárnefnd, þótt ekki sé við því að búast að öll sú notkun færist yfir á raforku. Raforka til garðyrkju og ylræktar, sem nefnd var hér að framan, tvöfaldaðist frá 1985 til 1991, á aðeins sex árum. Enn gæti orðið og mætti verða framhald á þeirri þróun.
    Í spá orkuspárnefndar er gert ráð fyrir að almenn notkun raforku aukist nokkuð en á árinu 1991 nam hún 1.977 gígavattstundum. Spáð er eftirfarandi orkunotkun:
    Árið 1995     2.101 gígavattstund.
    Árið 2000     2.295 gígavattstundir.
    Árið 2010     2.736 gígavattstundir.
    Árið 2020     3.269 gígavattstundir.
    Hér er með öðrum orðum gert ráð fyrir aukningu sem nemur 130 gígavattstundum út árið 1995. Hér verður sett fram sú fullyrðing að þessari orku megi allri koma út til arðbærra verkefna á allra næstu missirum. Þessi orka er til reiðu, ónotuð, og skapar engan hagvöxt né atvinnutækifæri eins og sakir standa.
    Samband íslenskra rafveitna hefur vakið athygli á þessum málum og hefur m.a. framkvæmt könnun vegna hugmynda sem uppi hafa verið um að auka hlutdeild raforku í orkubúskap þjóðarinn ar. Tafla, sem starfsmaður sambandsins hefur tekið saman, fylgir þessari greinargerð sem fylgiskjal auk þess sem greint verður nánar frá efni málsins í framsöguræðu.



Fylgiskjal.


Eiríkur Þorbjörnsson,
Sambandi íslenskra rafveitna:


Markaðskönnun fyrir iðnaðarráðuneyti.


(10. mars 1992.)



(Tafla mynduð.)





Rétt er að taka fram að hér er um lauslega úttekt á málinu að ræða og að hjá
þeim veitum, sem engar tölur birtast um, er ekki sjáanleg aukning.