Ferill 486. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 486 . mál.


834. Frumvarp til laga



um samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1991.

(Lagt fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992–93.)




1. gr.


Ríkisreikningur fyrir árið 1991 samþykkist með eftirfarandi niðurstöðum í þús. kr.:



REKSTRARREIKNINGUR FYRIR ÁRIÐ 1991


A-HLUTI



Reikningur

1991


Tekjur
Beinir skattar     
20.992.703

Óbeinir skattar     
76.781.256

Aðrar tekjur     
755.908


          Tekjur samtals 98.529.867

Fjármunatekjur
7.449.585


          Tekjur alls 105.979.452


Gjöld

Launagjöld
33.764.246
Ýmis rekstrargjöld
22.092.761
Eignakaup
3.177.541
Tilfærslur og ósundurliðað rekstrarfé
56.216.258
Rekstrargjöld, ósundurliðuð í fjáraukalögum
-
Sértekjur stofnana
-8.782.710

          Gjöld samtals 106.468.096

Fjármagnskostnaður
12.961.616

          Gjöld alls 119.429.712


          TEKJUR UMFRAM GJÖLD -13.450.260
Reikningur

1991


Sundurliðun gjalda á ráðuneyti
00 Æðsta stjórn ríkisins
1.053.771
01 Forsætisráðuneyti
3.616.118
02 Menntamálaráðuneyti
16.894.909
03 Utanríkisráðuneyti
1.570.571
04 Landbúnaðarráðuneyti
5.654.283
05 Sjávarútvegsráðuneyti
999.923
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
5.008.534
07 Félagsmálaráðuneyti
4.947.362
08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
45.024.639
09 Fjármálaráðuneyti
19.889.871
10 Samgönguráðuneyti
7.799.025
11 Iðnaðarráðuneyti
1.279.033
12 Viðskiptaráðuneyti
5.017.142
13 Hagstofa Íslands
139.709
14 Umhverfisráðuneyti
534.823

          Samtals 119.429.712

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1991


A-HLUTI




Reikningur

EIGNIR:
1991


Veltufjármunir

Sjóður
282.516
Ríkisféhirðir
2.361
Aðrir ríkisaðilar
280.155

Bankainnstæður
1.966.451
Seðlabanki Íslands, hlaupareikningar
437.324
Innlendar innlánsstofnanir
1.049.092
Erlendar innlánsstofnanir
480.035

Skammtímakröfur
Óinnheimtar ríkistekjur og innheimtufé
26.750.327
Almennar ríkistekjur og skyldusparnaður
24.153.613
Markaðar ríkistekjur
2.295.542
Innheimtufé fyrir aðra
210.032
Fyrirframgreiddar geymdar markaðar tekjur
91.140

Skammtímakröfur, aðrar
10.071.008
Fyrirframgreidd gjöld
38.233
Áfallnar, ógreiddar vaxtatekjur
2.318.117
Viðskiptareikningar, bráðabirgðalán
7.277.409
Veitt stutt lán
437.249

          Sjóður og skammtímakröfur samtals 39.070.302

Vöru- og efnisbirgðir     
195.030


          Veltufjármunir samtals 39.265.332
Reikningur

1991


Langtímakröfur og áhættufjármunir

Langtímakröfur
Veitt löng lán, innlend ógengisbundin     
21.996.813

Stofnanir í A-hluta     
5.864

Fyrirtæki og sjóðir í B-hluta     
14.429.486

Fyrirtæki með eignaraðild ríkissjóðs     
3.729.971

Lánastofnanir     
515.103

Sveitarfélög     
154.864

Aðrir     
3.161.525


Veitt löng lán, innlend gengisbundin     
15.446.077

Fyrirtæki og sjóðir í B-hluta     
7.372.573

Fyrirtæki með eignaraðild ríkissjóðs     
3.311.025

Lánastofnanir     
2.821.774

Sveitarfélög     
209.732

Aðrir     
1.730.973


Veitt löng lán til erlendra aðila     
21.919


          Langtímakröfur samtals 37.464.809

Áhættufjármunir     
3.048.823

Innlend hlutabréf og stofnfjárframlög     
1.780.588

Erlend hlutabréf og stofnfjárframlög     
1.268.235


          Langtímakröfur og áhættufjármunir samtals 40.513.632


          EIGNIR ALLS 79.778.964

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1991


A-HLUTI




Reikningur

SKULDIR:
1991


Skammtímaskuldir

Bankareikningar, hlaupareikningsskuld     
6.831.745

Seðlabanki Íslands, aðalviðskiptareikningur     
5.848.966

Seðlabanki Íslands, hlaupareikningar     
936.380

Innlánsstofnanir     
46.399


Krafa á óinnheimtar ríkistekjur, innheimt fé o.fl.     
386.012

Markaðar ríkistekjur á teknaliði     
175.980

Innheimtufé fyrir aðra     
210.032


Geymdar markaðar ríkistekjur og innheimtufé     
119.531

Markaðar ríkistekjur á teknaliði     
67.227

Innheimtufé fyrir aðra     
52.304


Skammtímaskuldir, aðrar     
20.587.614

Ógreidd gjöld     
2.532.545

Ógreidd gjöld, sérstakar skuldbindingar     
3.648.701

Viðskiptareikningar, bráðabirgðaskuldir     
4.507.878

Tekin stutt lán, ríkisvíxlar     
9.501.447

Tekin stutt lán, innlend önnur     
397.043


          Skammtímaskuldir samtals 27.924.902



Reikningur

1991


Langtímaskuldir

Tekin löng lán, innlend ógengisbundin     
46.304.439

Stofnanir í A-hluta     
107.554

Seðlabanki Íslands     
19.421

Fyrirtæki og sjóðir í B-hluta     
84.549

Innlánsstofnanir     
6.037.853

Lánastofnanir, innlendar     
2.043.634

Sveitarfélög     
1.192.736

Aðrir     
36.818.692


Tekin löng lán, innlend gengisbundin     
3.499.759

Seðlabanki Íslands     
738.056

Fyrirtæki og sjóðir í B-hluta     
5.321

Innlánsstofnanir     
22.208

Lánastofnanir     
2.727.237

Aðrir     
6.937


Tekin löng lán, erlend     
67.953.125


          Tekin löng lán samtals 117.757.323

Ýmsar langtímaskuldbindingar     
10.490.966


          Langtímaskuldir samtals 128.248.289

Lífeyrissjóðsskuldbindingar     
55.014.791


          Skuldir alls 211.187.982

Höfuðstóll
Höfuðstóll í ársbyrjun     
-113.337.836

Endurmat veltufjármuna/skammtímaskulda     
474.081

Endurmat langtímakrafna/langtímaskulda     
-5.095.004

Tekjur umfram gjöld     
-13.450.259


          Höfuðstóll í árslok samtals -131.409.018


          SKULDIR OG HÖFUÐSTÓLL ALLS 79.778.964




2. gr.

Ríkisreikningur fyrir árið 1991 samþykkist með eftirfarandi niðurstöðum í þús. kr.:



REKSTRARREIKNINGUR FYRIR ÁRIÐ 1991


B-HLUTI



Reikningur

1991


Rekstrartekjur:
Seldar vörur og þjónusta     
35.638.148

Seldir happdrættismiðar     
1.483.367

Aðrar rekstrartekjur     
227.739


          Samtals 37.349.254

Rekstrargjöld:
Hráefni og vörur til endursölu     
9.013.187

Laun og launatengd gjöld     
8.483.038

Happdrættisvinningar     
929.104

Önnur rekstrargjöld     
10.993.129

Afskriftir     
3.279.780

Stofnkostnaðarviðfangsefni flutt á efnahag     
-1.240.597


          Samtals 31.457.641


Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda     
5.891.613


Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld:

Vaxtatekjur     
9.744.691

Vaxtagjöld     
-10.171.113

Arður af hlutabréfum     
1.127

Endurmat, tekjufært     
9.205.009

Endurmat, gjaldfært     
-5.624.121

Reiknaðar tekjur vegna verðbreytinga     
876.579

Reiknuð gjöld vegna verðbreytinga     
-3.436.576


          Samtals 595.596


Hagnaður af reglulegri starfsemi     
6.487.209


Óreglulegar tekjur     
248.492


Óregluleg gjöld     
-5.816.868


Framlög og tilfærslur     
6.903.681


          Hagnaður til ráðstöfunar 7.822.514

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1991


B-HLUTI




Reikningur

EIGNIR:
1991


Veltufjármunir

Sjóður og bankainnstæður     
5.159.959

Sjóður     
234.898

Banki     
4.925.061


Skammtímakröfur     
17.793.974

Fyrirframgreiddur kostnaður     
243.392

Viðskiptareikningur     
9.010.346

Veitt stutt lán     
8.540.236


Vöru- og efnisbirgðir     
2.580.084


          Veltufjármunir samtals 25.534.017


Fastafjármunir

Langtímakröfur og áhættufjármunir     
148.933.750

Langtímakröfur/veitt löng lán     
157.384.108

Hlutafé og stofnfjárframlög     
360.246

Afskriftareikningur útlána     
-8.810.604



Varanlegir rekstrarfjármunir     
43.160.133

Áhöld, húsgögn, skrifstofuvélar o.þ.h.     
1.116.476

Rannsóknartæki     
4.267

Farartæki og vélar     
9.292.714

Fasteignir     
23.028.020

Virkjanir, orku- og jarðvarmaveitur og jarðhitarannsóknir     
9.569.790

Aðrar eignir     
148.866


          Fastafjármunir samtals 192.093.883


          EIGNIR ALLS 217.627.900

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1991


B-HLUTI




Reikningur

SKULDIR:
1991


Skammtímaskuldir

Bankareikningar, hlaupareikningsskuld     
266.362


Aðrar skamtímaskuldir     
12.365.626

Ógreidd gjöld     
2.343.550

Viðskiptareikningar     
6.832.744

Tryggingastofnun ríkisins, viðskiptareikningar innbyrðis     
-

Tekin stutt lán     
3.189.332


          Skammtímaskuldir samtals 12.631.988

Langtímaskuldir

Langtímaskuldir/tekin löng lán samtals     
119.478.325


          Skuldir samtals 132.110.313

Eigið fé

Ýmsir eiginfjárreikningar     
523.520


Endurmatsreikningar     
54.951.302


Höfuðstóll     
30.042.765


          Eigið fé alls 85.517.587


          SKULDIR OG EIGIÐ FÉ ALLS 217.627.900





3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið eftir ríkisreikningi fyrir árið 1991 sem lagður var fyrir Alþingi með bréfi fjármálaráðherra til forseta Alþingis í janúar 1993.

1. Helstu niðurstöður.
    Niðurstöður ríkisreiknings sýna að rekstrarafkoma A-hluta ríkissjóðs á árinu er neikvæð um 13.450 m.kr., en var árið á undan neikvæð um 11.287 m.kr. Heildartekjur námu 105.980 m.kr. og hækka frá fyrra ári um 11.243 m.kr. eða 11,9%. Heildargjöld ríkissjóðs urðu 119.430 m.kr. á árinu, en voru árið áður 106.024 m.kr. Hækkun milli ára er 13.406 m.kr. eða 12,6%. Meðalhækkun verðlags milli áranna 1990 og 1991 á mælikvarða landsframleiðslu er 7,4%, þannig að raunhækkun gjalda nemur tæplega 5%.

Ríkis-

Ríkis-

Greiðslu-


reikningur

reikningur

uppgjör


1990

1991

1992

Mismunur1)


m.kr.

m.kr.

m.kr.

m.kr.




Tekjur          
94.737
105.980 99.953 6.027
Gjöld          
106.024
119.430 112.487 6.943
Gjöld umfram tekjur     
11.287
13.450 12.534 916

1) Í ríkisreikningi er tekið tillit til skuldbreytinga og krafna sem ekki hafa komið til greiðslu eða innheimtu.

    Ef niðurstöður ríkisreiknings eru bornar saman við uppgjör ríkissjóðs á greiðslum ársins er afkoman ívið betri samkvæmt greiðsluuppgjöri eins og taflan hér að ofan sýnir.
    Tekjur eru alls 6,0 milljörðum króna hærri í reikningsuppgjöri sem skýrist af því að álagðar tekjur ársins verða hærri en það sem innheimtist á árinu. Af þeirri fjárhæð eru 1,7 milljarðar króna hækkun beinna skatta og 1,6 milljarðar króna vegna óbeinna skatta. Þá eru áfallnar en óinnheimtar vaxtatekjur 1,7 milljarðar króna.
    Frávik frá gjöldum eru 6,9 milljarðar króna. Ef taldir eru upp helstu liðir þá er þar í fyrsta lagi um að ræða yfirteknar skuldbindingar vegna Framkvæmdasjóðs Íslands að fjárhæð rúmlega 1,6 milljarðar króna og vegna Byggðastofnunar 1,2 milljarðar króna. Í öðru lagi voru gefin út skuldabréf að fjárhæð 1,2 milljarðar króna til kaupa á fullvirðisrétti og greiðslu förgunarbóta vegna nýs búvörusamnings. Í þriðja lagi eru gjaldfærðar skuldbindingar vegna lífeyrissjóða 1,8 milljarðar króna umfram greiðslur. Loks eru áfallnir vextir, umfram greidda, 2,5 milljarðar króna. Á móti þessu vegur að í greiðsluuppgjöri eru færðar til gjalda greiðslur sem koma til lækkunar skuldbindingar fyrri ára. Er hér einkum um að ræða ýmsar greiðslur vegna landbúnaðarmála.
    Varðandi frekari greinargerð um niðurstöðu og framvindu ríkisfjármála á árinu vísast til endurskoðunarskýrslu yfirskoðunarmanna ríkisreiknings og Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning 1991 og skýrslu fjármálaráðherra frá því í febrúar á síðasta ári um ríkisfjármál 1991. Fjármálaráðherra vill gera tvö mál að umfjöllunarefni í þessum athugasemdum, annars vegar uppgjörsreglur ríkisreiknings og hins vegar innheimtu opinberra gjalda.


2. Uppgjörsreglur ríkisreiknings.
    Ríkisendurskoðun gerir í áritun sinni athugasemd við færslu á yfirteknum skuldbindingum Framkvæmdasjóðs Íslands. Þar sem þessi athugasemd er í mótsögn við þá stefnu sem mörkuð var með uppgjöri ríkisreiknings 1989 og Ríkisendurskoðun var aðili að þykir nauðsynlegt að gera grein fyrir þessari færslu og hver staða Framkvæmdasjóðs er gagnvart ríkissjóði.
    Með ríkisreikningi ársins 1989 var stigið veigamikið skref í þá átt að færa uppgjör ríkissjóðs nær almennum reikningsskilavenjum. Breytingarnar voru gerðar að tillögu ríkisreikningsnefndar og fela þær í sér að færa í ríkisreikningi allar áfallnar kröfur og skuldbindingar ríkissjóðs. Áður höfðu slíkar skuldbindingar komið til færslu þegar Alþingi samþykkti greiðsluheimild til verksins.
    Með þessum breytta færsluhætti fæst réttari mynd af efnahag ríkissjóðs og raunverulegt rekstrarumfang á árinu er sýnt þar sem gjalda- og tekjufærslur eru óháðar því hvenær greitt er eða innheimt. Tilgangurinn er að tryggja sem réttasta mynd af eigna- og skuldastöðu ríkissjóðs og koma í veg fyrir að upplýsingum sé misvísað milli ára.
    Það sem hér um ræðir er að Alþingi hefur jöfnum höndum með almennum lögum eða sérlögum lagt ýmsar fjárhagslegar skuldbindingar á ríkissjóð. Veigamestu dæmin um þetta eru ríkisábyrgðir, sameiginlegar framkvæmdir með sveitarfélögum og lífeyrisskuldbindingar. Þessar skuldbindingar falla til með ýmsu móti og án þess að Alþingi hafi bein áhrif á eða fái beinlínis við ráðið. Þegar slíkar skuldbindingar hafa fallið til hefur Alþingi hins vegar þurft að veita heimildir til greiðslu þeirra. Slíkar heimildir ráða tímasetningu greiðslna en breyta engu um skuldbindinguna sem þegar hefur myndast vegna fyrri lagasetningar.
    Í áritun Ríkisendurskoðunar með ríkisreikningi 1991 er gerð athugasemd við færslu á áföllnum skuldbindingum Framkvæmdasjóðs Íslands. Telur Ríkisendurskoðun að þessa skuldbindingu hafi átt að færa í ríkisreikningi 1992 þar sem þá fyrst hafi Alþingi með formlegum hætti heimilað yfirtöku á hluta af skuldum Framkvæmdasjóðs Íslands.
    Samkvæmt ákvæðum 1. gr. laga nr. 70/1985, um Framkvæmdasjóð Íslands, ber ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum hans. Ljóst var í árslok 1991 að eigið fé sjóðsins var þá orðið neikvætt um nær 1.700 m.kr. vegna tapa sem orðið höfðu á árinu 1991 eða fyrr. Enn fremur hafði Alþingi í byrjun árs 1992 heimilað yfirtöku á svipaðri fjárhæð, jafnframt því að leggja starfsemi sjóðsins niður og færa efnahag hans sem deild í Lánasýslu ríkisins. Á þessum forsendum var ákveðið að færa til gjalda tapaðar kröfur Framkvæmdasjóðs Íslands í ríkisreikning 1991 eins og gert var í reikningum sjóðsins. Var um þá niðurstöðu leitað álits endurskoðenda og sérfræðinga í reikningsskilum.
    Það leiðir af þeim breytingum, sem ákveðnar voru með uppgjöri ríkisreiknings 1989 að skuldbindingar, sem ríkissjóður stofnar til eða á hann falla á árinu, séu metnar og færðar í ríkisreikning eftir því sem þær eru best þekktar. Þannig er t.d. nú lagt mat á skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart sveitarfélögum eftir stöðu verkefna í vegagerð, hafnargerð og byggingarframkvæmdum og þær færðar til bókar óháð greiðslum. Þar ræður ekki samþykkt Alþingis á greiðsluheimild til verkefnisins heldur hvort ríkissjóður telst ábyrgur fyrir skuldbindingunni. Á það sama við um áfallnar ábyrgðir ríkissjóðs.
    Ágreiningur Ríkisendurskoðunar og fjármálaráðuneytis felst í því að Ríkisendurskoðun telur að ekki megi undir neinum kringumstæðum bókfæra yfirtöku ríkissjóðs á skuldbindingum hans nema að undangenginni staðfestingu Alþingis í hverju tilviki. Er það óháð því hvort fyrir liggi skýlaus ábyrgð ríkissjóðs í lögum. Fjármálaráðuneytið lítur hins vegar svo á að markmið reikningsskilanna sé að sýna ávallt stöðu ríkissjóðs eins og hún er best þekkt á hverjum tíma. Hvað snertir uppgjör Framkvæmdasjóðs Íslands telur ráðuneytið að lagasetning Alþingis um sjóðinn feli í sér afdráttarlausa ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum hans og að undan þeim verði ekki vikist.
    Á árinu 1991 lá ljóst fyrir hvert stefndi í fjármálum Framkvæmdasjóðs eins og kom fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í ágústmánuði á því ári. Undir lok ársins var lagt fram frumvarp sem fól í sér að starfsemi sjóðsins skyldi lögð niður. Jafnframt var lögð til sú breyting í frumvarpi til lánsfjárlaga að ríkissjóður yfirtæki lán sem stæðu á móti töpuðum og afskrifuðum kröfum sjóðsins. Ábyrgð ríkissjóðs var öllum ljós með hliðsjón af lögum um sjóðinn. Því var ekki talið verjandi að sleppa þessum staðreyndum í reikningsskilum ríkissjóðs fyrir árið 1991, ella hefði reikningurinn sýnt betri efnahag ríkissjóðs en vitað var á þeim tíma.
    Í framhaldi af þessu má velta fyrir sér áhrifum þess ef skuldbindingar eru ekki færðar til bókar án staðfestingar Alþingis eins og Ríkisendurskoðun leiðir rök að. Að því er best verður séð felur þetta í sér að óheimilt er að bókfæra skuldbindingar sem verða til á grundvelli almennra laga án staðfestingar Alþingis. Dæmi um þetta eru ýmsar sameiginlegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga. Með því móti væri stigið skref aftur til þess tíma er greiðsluheimildir Alþingis einar réðu því hvenær skuldbindingar koma til bókunar. Ríkisendurskoðun gæti þannig ekki lagt sjálfstætt mat á það hvenær skuldbindingar væru færðar í ríkisreikning heldur væri það háð því að lagt væri fram frumvarp þess efnis og Alþingi afgreiddi það. Slíkt stangast á við viðurkenndar reikningsskilareglur. Ráðherra, sem vildi sýna góða stöðu ríkissjóðs á tilteknu ári, gæti þannig einfaldlega frestað framlagningu frumvarps til formlegrar staðfestingar á niðurstöðu sem efnislega lá þó fyrir. Til frekari skýringar mætti jafna þessu við það að hluthafafundur þyrfti að samþykkja færslu tiltekinna ábyrgða eða að bankaráð hefði síðasta orðið um mat á fjárhæð afskrifaðra lána sem færð yrðu í ársreikningi. Það mundi hins vegar stangast á við viðurkenndar venjur endurskoðenda og skerða sjálfstæði þeirra til að taka efnislega afstöðu til færslu ábyrgða.
    Niðurstaða ráðuneytisins var því sú að sýna yfirtöku ríkissjóðs á skuldbindingum Framkvæmdasjóðs Íslands í ríkisreikningi 1991. Á undanförnum árum hefur verið beitt mjög varfærnu mati við færslu á töpuðum útlánum eða kröfum. Ekki hefur verið lagt í afskriftarsjóð til að mæta líklegum áföllum og vitað er um lán og ábyrgðir sem eiga vafalítið eftir að falla á ríkissjóð. Því má með réttu halda fram að enn skorti nokkuð á að ná því marki að gera fulla grein fyrir áföllnum skuldbindingum í ríkisreikningi. Færsla á yfirteknum skuldbindingum Framkvæmdasjóðs Íslands í ríkisreikningi 1991 er þó mikilvægt skref í þá átt.

3. Innheimta opinberra gjalda.
    Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning 1991 er vikið að innheimtu ríkissjóðsgjalda á því ári. Eru þar gerðar réttmætar athugasemdir um ýmsa þætti og veittar gagnlegar ábendingar. Engu að síður er framsetning sumra talna í skýrslunni hæpin og vafasamar ályktanir dregnar.
    Fjármálaráðuneytið vill sérstaklega gera athugasemd við umfjöllun um innheimtu staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatts. Í framsetningu Ríkisendurskoðunar er blandað saman innheimtutölum margra ára og eftirstöðvum frá fyrri árum bætt við innheimtustofn þess árs sem fjallað er um og ályktað um innheimtu á þeim grundvelli. Þessi aðferð leiðir vitaskuld til rangrar niðurstöðu um árangur innheimtu.
    Í jafnviðamiklum kerfum og hér um ræðir — í hvoru um sig eru innheimtir um og yfir 40 milljarðar króna — verða á hverjum tíma til nokkrar eftirstöðvar. Stór hluti þeirra eru kröfur sem innheimtast að litlum hluta, alls ekki eða ekki á réttum tíma.
    Annars vegar er hér um að ræða áætlanir skattstjóra á þá aðila sem ekki skila skýrslum um virðisaukaskatt eða skilagreinum staðgreiðslu á réttum tíma. Þessar áætlanir eru m.a. notaðar til að knýja fram skil á skýrslum og skilagreinum. Þær eru yfirleitt verulega hærri en endanleg álagning verður þegar gögn berast. Af skiljanlegum ástæðum tekur nokkurn tíma að fá rétt skýrsluskil og í mörgum tilvikum koma þau alls ekki, t.d. vegna þess að viðkomandi aðili er hættur starfsemi. Þannig eru inni í kerfinu umframáætlanir sem safnast upp sem eftirstöðvar.
    Hins vegar eru í innheimtu kröfur á aðila sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta. Eftir að bú er tekið til skipta geta innheimtumenn ríkissjóðs ekki gert annað en að bíða þess að kröfurnar verði greiddar við skipti, sem sjaldan er, eða eru afskrifaðar í framhaldi af skiptunum. Eins og kunnugt er geta gjaldþrotaskipti dregist mjög lengi og því safnast þessar kröfur upp sem eftirstöðvar.
    Enn eitt atriði sem taka þarf tillit til eru dráttarvextir. Þar sem dráttarvextir eru reiknaðir á allar gjaldfallnar ógreiddar fjárhæðir, þar með taldar umframáætlanir og kröfur í gjaldþrotabú, safnast þeir einnig upp í kerfinu og ýkja þá skekkju sem að framan er rakin. Framangreind atriði leiða til þess að með aðferð Ríkisendurskoðunar verða eftirstöðvar ofáætlaðar sem nemur umframáætlunum og töpuðum kröfum og aukning eftirstöðva milli ára er ofmetin. Enn fremur mun innheimtuhlutfall, eins og Ríkisendurskoðun reiknar það, fara stöðugt lækkandi ár frá ári þar til vissu marki er náð. Á það einnig við þótt innheimta sé stöðug og góð.
    Hér á eftir verður greint frá nokkrum talnalegum staðreyndum um innheimtu staðgreiðslu og virðisaukaskatts frá því að þessi skattheimtukerfi voru tekin upp. Sú aðferð, sem hér er notuð til þess að meta innheimtu, byggist á því að bera saman álagningu vegna tiltekins árs og innheimtu sömu álagningar hvort sem hún gjaldfellur eða greiðist á sama ári eða síðar. Af þessum ástæðum er ekki fullt talnalegt samræmi milli eftirfarandi talna og ríkisreiknings sem miðar innheimtutölur við greiðslur á reikningsárinu, óháð því hvenær krafa myndast.

    Staðgreiðsla. Eftirfarandi yfirlit sýnir innheimtu staðgreiðslu áranna 1988–91 eins og hún var 1. apríl 1992. Tölur ársins 1991 eru þó miðaðar við byrjun september 1992.
    Tölurnar miðast við álagningu staðgreiðslu á launagreiðslur hvers árs um sig. Í fyrstu töflunni er gerð grein fyrir höfuðstól staðgreiðslu áranna 1988–91. Áætlanir skattstjóra á þá aðila, sem ekki skiluðu skilagreinum, eru meðtaldar, en tekið er tillit til skattbreytinga sem gerðar hafa verið. Þá sýnir taflan hvað innheimst hafði af þessum höfuðstól, hverjar eftirstöðvar voru og hlutfall innheimtu og eftirstöðva af höfuðstól.

Innheimt af

Áætlaðar


Álagning,

höfuðstól

eftirstöðvar

Áætluð


höfuðstóll

1.4.19921)

höfuðstóls

innheimta

Eftirstöðvar


m.kr.

m.kr.

m.kr.

%

%



1988     
20.651
20.344 308 98 ,51 1,49
1989     
25.019
24.649 370 98 ,52 1,48
1990     
30.757
30.307 449 98 ,54 1,46
1991     
34.491
34.003 488 98 ,59 1,41
Samtals     
110.918
109.303 1.615 98 ,54 1,46


1) 6.9. 1992 vegna ársins 1991.
    Eins og fram kemur er innheimtuhlutfallið nánast hið sama fyrir árin 1988–91 eða rúmlega 98,5%. Eftirstöðvar sem hlutfall af álagningu eru svipaðar frá ári til árs og hafa farið lækkandi ef eitthvað er.
    Gjaldþrot hafa veruleg áhrif á innheimtu. Af þeim 1,6 milljörðum króna, sem ekki höfðu innheimst, sbr. framangreint, voru rúmlega helmingur kröfur í þrotabú. Nákvæmar tölur um kröfur í þrotabú fyrir árið 1991 liggja ekki fyrir. Vegna áranna 1988–90 eru óinnheimtar kröfur rúmlega 1,1 milljarður króna. Af þeim eru um 800 milljónir króna kröfur í þrotabú, en innan við 300 milljónir króna eru kröfur á aðra. Í eftirfarandi töflu hafa þrotabú verið tekin út úr talnasafninu og lítur hún þannig út fyrir árin 1988 til 1990.

Innheimt af

Áætlaðar


Álagning,

höfuðstól

eftirstöðvar

Áætluð


höfuðstóll

1. 4. 1992

höfuðstóls

innheimta

Eftirstöðvar


m.kr.

m.kr.

m.kr.

%

%



1988     
18.569
18.532 36 99 ,81 0,19
1989     
23.175
23.094 81 99 ,66 0,34
1990     
29.204
29.028 176 99 ,40 0,60
Samtals     
70.948
70.654 293 99 ,59 0,41

    Eftirstöðvar staðgreiðslu frá árunum 1988–90 hjá öðrum en þrotabúum er 0,2–0,6% af höfuðstól álagningar eða um 300 milljónir króna af álagningu sem nemur um 71 milljarði króna á sömu aðila. Mismun á milli ára má m.a. rekja til þess að mislangur tími er liðinn frá álagningu en oft tekur langan tíma að ljúka málum hvort sem er með breytingu á áætlun, innheimtu eða afskrift kröfu. Ekki virðist ástæða til að ætla að marktæk breyting hafi orðið á innheimtu staðgreiðslu á árinu 1991 frá því sem áður var.
    Reynsla af innheimtu staðgreiðslu á fyrstu fjórum árum hennar verður í heild að teljast viðunandi. Eftirstöðvar höfuðstóls vegna áranna 1988–90 eru innan við 300 milljónir króna, að frátöldum þrotabúum. Það er innan við 0,5% af álagningu staðgreiðslu sem nam rúmlega 70 milljörðum króna.

     Virðisaukaskattur. Eftirfarandi tafla sýnir álagningu virðisaukaskatts á veltu áranna 1990 og 1991 og hvað innheimst hafði af höfuðstól álagningar 31. desember árið eftir.

Höfuðstóll

Innheimt af


álagningar

höfuðstól

Eftirstöðvar


án álags1)

31.12. ári síðar

höfuðstóls

Innheimta


m.kr.

m.kr.

m.kr.

%



1990     
38.980
38.078 902 97,7
1991     
44.118
42.834 1.284 97,1
Samtals     
83.098
80.912 2.186 97,4

1) 5.3. 1991 vegna ársins 1990, 31.12. 1992 vegna ársins 1991 .

    Óinnheimtar eftirstöðvar vegna þessara ára eru tæplega 2,2 milljarðar króna af rúmlega 83 milljarða króna álagningu og er innheimtuhlutfallið rúmlega 97%.
    Áætlanir skattstjóra gera samanburð á innheimtuárangri milli ára erfiðan. Í tölunum eru innifaldar um 650 milljóna króna áætlanir vegna ársins 1990 en um 900 milljónir króna vegna ársins 1991. Í eftirfarandi töflu hafa áætlanir skattstjóra verið dregnar frá álagningu og miðað er við að allar greiðslur hafi verið vegna álagningar samkvæmt skýrslum, en ekki vegna áætlana.

Höfuðstóll

Innheimt

Áætlaðar


álagningar

31. 12.

eftirstöðvar

Áætluð


án áætlana1)

ári síðar

höfuðstóls

innheimta


m.kr.

m.kr.

m.kr.

%



1990     
38.329
38.078 251 99,3
1991     
43.211
42.834 377 99,1
Samtals     
81.540
80.912 628 99,2


1) 5.3. 1991 vegna ársins 1990, 31.12. 1992 vegna ársins 1991 .

    Miðað við þessar forsendur eru eftirstöðvar vegna álagningar taldar vera rúmlega 600 milljónir króna eða innan við 1%. Reikna má með að eitthvað sé greitt upp í áætlanir skattstjóra. Innheimtuhlutfallið er af þeim sökum ofmetið hér, en vanmetið í fyrra dæminu.
    Áhrif áætlana eru meiri síðara árið en hið fyrra. Aukning þeirra milli ára virðist þó ekki stafa af verri skýrsluskilum. Má álykta það af samanburði á álagningu ásamt breytingum á innheimtu höfuðstóls og endurgreiðslum vegna matvöru, vinnu á byggingarstað og til sveitarfélaga og ríkisstofnana. Vakin skal athygli á því að í eftirfarandi töflu er um að ræða álagningu á veltu hvers árs um sig og innheimtu hennar, óháð reikningsári.

19901)

19911)

Mismunur


m.kr.

m.kr.

m.kr.

%



Álagður virðisaukaskattur     
38.980
44.118 5.138 13,2
Virðisaukaskattur án áætlana     
38.329
43.211 4.882 12,7
Innheimt af álagningu     
38.078
42.834 4.756 12,5
Endurgreiðslur     
2.342
2.570 228 9,7
Innheimta — endurgreiðslur     
35.736
40.264 4.528 12,7

1) Álagningartölur og innheimta óháð reikningsári.

    Þessi tafla ber með sér að álagningartölur án áætlana vaxa meira milli ára en sem nemur almennum verðlags- og veltubreytingum í þjóðfélaginu. Bendir það ekki til lakari skattskila. Endurgreiðslur úr kerfinu vaxa minna á milli ára en álagning og innheimta sem bendir ekki til þess að endurgreiðslurnar séu sá veikleiki sem Ríkisendurskoðun telur.
    Reynsla af innheimtu virðisaukaskatts á tveimur fyrstu árum þess kerfis gefur til kynna að um það bil einu ári eftir skilalok fyrir hvort ár um sig hafi náðst að innheimta u.þ.b. 98% af höfuðstól álagningar þegar tekið hefur verið tillit til áætlana. Gera má ráð fyrir að á sama tíma séu eftirstöðvar af höfuðstól 500–700 milljónir króna vegna hvors árs að teknu tilliti til umframáætlana. Þar af er hluti eftirstöðvanna hjá þrotabúum.