Ferill 589. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 589 . mál.


1155. Tillaga til þingsályktunar



um sjónvarps- og útvarpssendingar frá Alþingi.

Flm.: Hjörleifur Guttormsson, Jón Helgason,


Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sigbjörn Gunnarsson.



    Alþingi ályktar að fela forsætisnefnd þingsins að tryggja að sjónvarps- og útvarpssendingar frá fundum Alþingis nái til landsins alls eigi síðar en við upphaf nýs þings í haust.

Greinargerð.


    Fyrir rúmu ári hóf sjónvarpsstöðin Sýn útsendingar frá fundum Alþingis. Er það mál manna að þær útsendingar hafi vakið mikla athygli. Hins vegar er sá galli á að útsendingarnar ná aðeins til suðvesturhorns landsins og íbúar allrar landsbyggðarinnar eiga þess ekki kost að fylgjast með þessum útsendingum.
    Þegar samningar voru gerðar milli stjórnar þingsins og sjónvarpsstöðvarinnar 8. apríl var gert ráð fyrir að unnið yrði að stækkun dreifingarsvæðis Sýnar en lítið virðist hafa gerst í þeim málum. Við slíkt verður ekki unað öllu lengur og fullkomlega eðlilegt að gera nú sérstakt átak til þess að koma útsendingum frá þingfundum til allra landsmanna.
    Með þessari tillögu er forsætisnefnd þingsins falið að tryggja með öllum ráðum að það markmið náist að útsendingar sjónvarps og útvarps frá þingfundum nái til landsins alls ekki síðar en næsta haust. Mikilsvert er að Ríkisútvarpið, Póstur og sími og sjónvarpsstöðin SÝN verði höfð með í ráðum og ráðherrar fylgi málinu eftir í samvinnu við stjórn þingsins.