Veiting dýralæknisembætta

110. fundur
Miðvikudaginn 16. mars 1994, kl. 13:51:15 (5184)


[13:51]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég er ánægð að heyra að það skuli eiga að ganga eitthvað í þetta mál núna fljótlega. Varðandi það sem hæstv. ráðherra sagði að ekki hefði unnist tími til að ganga frá þessum málum, þá skil ég það ósköp vel þar sem hann hefur haft mjög mikið að gera í sambandi við landbúnaðarmál og frumvörp og breytingartillögur undanfarnar vikur. Það er kannski rétt að spyrja svona í lokin að því hvort það muni e.t.v. þurfa samþykki Alþfl. fyrir því að ráða í þetta starf.