Tollalög

124. fundur
Fimmtudaginn 07. apríl 1994, kl. 12:11:14 (5912)


[12:11]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Örstutt andsvar. Meginstefna okkar Íslendinga hlýtur að vera sú að ryðja úr vegi undirboðum og ríkisstyrkjum ýmiss konar í viðskiptum milli þjóða. Ef það hins vegar gerist ekki, þá þurfum við að bregðast við og þess vegna er verið að leiðrétta markaðinn því að við viljum láta markaðsöflin ráða með tækjum eins og við erum að afla okkar núna.
    Ég vil svo þakka hv. þm., frænda mínum, fyrir að gefa mér tækifæri til að rifja það upp sem hjarta

mínu er kært að ég er frjálshyggjumaður og verð það væntanlega ætíð í bestri merkingu þess orðs. Ég ætla ekki að ræða hér um utanrrh. En það voru athyglisverð ummæli hv. þm., og þyrfti að undirstrika þau aftur, þegar hann sagði orðrétt, ef ég man rétt, að utanrrh. hefði ,,hvað eftir annað borið fyrir borð hagsmuni okkar Íslendinga``, og eins og hann orðaði það, ,,á kostnað viðsemjenda okkar``. Og megi það gerast sem oftast.