Réttindi eftirlitsmanna vegna samnings um herafla í Evrópu

125. fundur
Föstudaginn 08. apríl 1994, kl. 12:51:13 (6011)


[12:51]
     Viðskiptaráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég ætla að biðja hv. þm. að hugsa sig betur um. Reglan er sú að alþjóðasamningar sem fullgiltir skulu vera fyrir Íslands hönd eru lagðir fram á Alþingi og fara til utanrmn., sem síðan fjallar um þá og síðan eru samningarnir fullgiltir að lokinni þeirri umfjöllun samkvæmt samkomulagi frá Alþingi. Það kann hins vegar að kalla á það á síðari stigum að breyta þurfi íslenskum lögum sem falla undir hinar ýmsu nefndir Alþingis. Ég held að það mundu vera einkennileg vinnubrögð hjá hinu háa Alþingi ef öllum slíkum lagabreytingum sem samningar kölluðu á um ýmsa þætti íslenskrar löggjafar yrði vísað til utanrmn. til umfjöllunar. Þetta er dæmi um slíkt mál. Þess vegna ítreka ég að ég bið forseta að skoða þetta mál vandlega og mun sætta mig við hans niðurstöðu.