Lax- og silungsveiði

146. fundur
Mánudaginn 02. maí 1994, kl. 11:16:33 (6887)


[11:16]
     Frsm. landbn. (Egill Jónsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er í rauninni einvörðungu af virðingu við þingmanninn sem ég kem hér upp einu sinni enn því ég er búinn að skýra þetta mál eins og ég á frekast kost á. Ég vil hins vegar undirstrika það tvennt sem kom fram í máli hans um réttindi veiðiréttareigenda. Þeir geta fengið úttekt á sinni veiði og bætur og þannig er grunnurinn í þessum lögum að þar er leitast við að tryggja rétt þeirra sem allra, allra best. Að öðru leyti treysti ég mér ekki að skýra málið frekari en ég hef nú þegar gert.