Starfsleyfi fyrir THORP-endurvinnslustöðina

64. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 02:05:22 (2914)


[02:05]
     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Mig undrar það ef hv. þm., Geir H. Haarde, hefur getað misskilið mín orð á þann veg að ég væri að gagnrýna störf þingsins. Ég var einmitt að undirstrika það að hér hefði farið fram endurskoðun og ég teldi það af hinu góða. En ég undirstrikaði það líka að ég liti ekki svo á að þessi einstaka nefnd þyrfti á einhverri endurskoðun að halda frekar en aðrar. Það er nefnilega of algengt að mál séu sett inn í þingið af nefnd, ekkert skoðuð, afgreidd með afbrigðum og samþykkt. Þetta eru vinnubrögð sem sýna að það er jákvætt að vísa máli sem flutt er af nefnd til nefndar áður en það er afgreitt.