Ferill 12. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 12 . mál.


12. Fyrirspurn


til menntamálaráðherra um fyrirhugaðar breytingar á rekstri grunnskóla.

Frá Margréti Frímannsdóttur.


    Hefur verið gengið frá samningum milli ríkis og sveitarfélaga um fyrirhugaðan flutning á rekstri grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga árið 1995?
    Hver var heildarkostnaður ríkisins við rekstur grunnskóla árið 1992 og fyrstu sex mánuði ársins 1993? Hver hefði hann orðið ef grunnskólalögum væri að fullu framfylgt?
    Munu lífeyrisskuldbindingar ríkisins vegna kennara og annarra starfsmanna skóla færast yfir á sveitarfélögin?
    Ef svo er, hverjar eru áætlaðar lífeyrisgreiðslur til kennara og starfsmanna skóla næstu tíu árin?
    Hvaða tekjustofnar munu færast frá ríki til sveitarfélaga við það að sveitarfélögin yfirtaka rekstur skólanna?
    Er við ákvörðun um aukna tekjustofna sveitarfélaganna í tengslum við yfirtöku þessa rekstrar miðað við framkvæmd grunnskólalaga eins og hún er nú eða þann kostnað sem af hlytist ef grunnskólalögum væri að fullu framfylgt?


Skriflegt svar óskast.