Ferill 59. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 59 . mál.


62. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um snjómokstur.

Frá Jónasi Hallgrímssyni.



    Eru uppi áform um bætta þjónustu Vegagerðar ríkisins við einangraða staði á Austurlandi með fjölgun snjómokstursdaga?
    Telur samgönguráðherra ekki tímabært að þjóðvegur 1 um Breiðdalsheiði verði ruddur ákveðna daga í viku hverri líkt og aðrir fjallvegir á hringveginum?
    Hver eru áform um snjóruðning milli Norður- og Austurlands (Mývatnsöræfi og Möðrudalsfjallgarða) á næsta vetri?