Ferill 206. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 206 . mál.


228. Fyrirspurn


til sjávarútvegsráðherra um störf hringormanefndar.

Frá Margréti Frímannsdóttur.


    Starfar hringormanefnd, sem skipuð var í ágúst 1979, enn í umboði sjávarútvegsráðherra?
    Ef svo er, hver er kostnaður við störf nefndarinnar og eftir hvaða forsendum eru upphæðir „verðlaunaveitingar“ fyrir selveiðar ákveðnar?
    Ef svo er ekki, hver ber ábyrgð á störfum nefndarinnar og hvaða heimildir, lagalegar eða aðrar, hefur nefndin til þess að hvetja til selveiða með „verðlaunaveitingum“?
    Hver er niðurstaða og árangur af störfum þeirrar nefndar sem skipuð var 1979 og hringormanefndar sem starfar nú samkvæmt skipunarbréfi nefndarmanna frá 1979:
         
    
    af rannsóknum og tilraunum til þess að leita lausnar á þeim vanda sem hringormar í fiski valda íslenskum fiskiðnaði og hvar hafa niðurstöður af þeim rannsóknum og tilraunum birst;
         
    
    af rannsóknum á selastofnum við Ísland og hvar hafa niðurstöður þessara rannsókna birst?
    Eru störf hringormanefndar tengd fjölstofnaverkefni Hafrannsóknastofnunar? Ef svo er, hvert er hlutverk hringormanefndar í því samstarfi?
    Hve oft hafa stofnstærðir sela verið áætlaðar eða selir taldir frá því að hringormanefndin var skipuð 1979? Hverjir hafa staðið fyrir þeim áætlunum og talningu í hvert skipti og hvaða breytingar hafa orðið á stærð selastofna og dreifingu þeirra á þessum tíma?
    Hve margir selir hafa verið veiddir síðan 1979 fyrir tilstuðlan hringormanefndar, skipt niður á ár og fjölda í hverjum landshluta?
    Hvernig er háttað stjórn og eftirliti með selveiðum?
    Hefur sá vandi, sem hringormar í fiski valda íslenskum fiskiðnaði, minnkað frá því að hringormanefnd var skipuð 1979? Ef svo er, hversu mikið hefur hann minnkað og hvernig fer sú mæling fram?


Skriflegt svar óskast.