Ferill 179. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 179 . mál.


263. Svar


sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns Guðmundssonar um veiðar í Faxaflóa.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
    Hve mikið veiddist af eftirtöldum fisktegundum í Faxaflóa síðustu þrjú fiskveiðiár (hvert ár fyrir sig), þorski, ýsu, skarkola, sandkola:
    í dragnót,
    í önnur veiðarfæri?


    Hér verður miðað við eftirgreind tímabil: Fiskveiðitímabilið 1991–91, frá 1. janúar 1991 til 31. ágúst 1991, fiskveiðiárið 1991–92, frá 1. september 1991 til 31. ágúst 1992, og fiskveiðiárið 1992–93, frá 1. september 1992 til 31. ágúst 1993.

    a. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu var afli dragnótabáta þessi:
    1991–91     1991–92     1992–93
Þorskur 56 93 61
Ýsa 62 74 60
Skarkoli 669 1.297 996
Sandkoli 245 824 1.225
    Aflatölur dragnótabátanna eru nákvæmar. Dragnótaveiðar í Faxaflóa eru háðar sérstökum leyfum. Skilað er um veiðarnar sérstökum skýrslum og eru veiðarnar undir sérstöku eftirliti. Á þessum árum höfðu 13 til 14 bátar leyfi til dragnótaveiða í Faxaflóa.

    b. Ekki eru tiltækar með sama hætti nákvæmar tölur um afla báta sem veiðar stunduðu í Faxaflóa með öðrum veiðarfærum á sama tímabili. Fiskistofa skráir aftur á móti upplýsingar úr afladagbókum fyrir Hafrannsóknastofnun, en öllum bátum yfir 10 lestum er gert að skila slíkum afladagbókum. Samkvæmt þeim tölum, sem Fiskistofa hefur tiltækar úr afladagbókum þessara skipa, er þorsk- og ýsuafli sýndur á töflu hér á eftir, en skarkola- og sandkolaafli er óverulegur. Hér er um að ræða áætlanir skipstjórnarmanna og er miðað við afla sem fenginn er á svæði austan 22 * 45'V.
    1991–91     1991–92     1992–93
Þorskur 799 1.903 988
Ýsa 193 362 170
    Bátum undir 10 lestum er ekki skylt að skila afladagbókum til Fiskistofu. Hins vegar skilar 10% úrtak afladagbókum til Fiskistofu samkvæmt sérstöku samkomulagi. Er vart hægt að draga neinar ályktanir um veiðar smábáta í Faxaflóa af afladagbókum þessa úrtaks en afli þeirra sem skýrslum skiluðu er sýndur á töflu hér á eftir. Hér er einnig miðað við svæðið austan 22 * 45'V í Faxaflóa.
    1991–91     1991–92     1992–93
Þorskur 1.523 1.014 548
Ýsa 355 608 178
    Til viðmiðunar við framangreindar tölur um afla smábáta skal þess getið að samkvæmt nýju aflaupplýsingakerfi Fiskistofu, sem tekið var í notkun 1. september 1992, var þorsk- og ýsuafli smábáta, sem lönduðu í Keflavík, Njarðvík, Vogum, Hafnarfirði, Reykjavík og á Akranesi á síðasta fiskveiðiári, þessi: Þorskur 4.450 lestir og ýsa 1.680 lestir. Hins vegar er ekki vitað nákvæmlega hvar sá afli var fenginn þótt ætla megi að stærsti hluti aflans, a.m.k. þess sem landað var í Hafnarfirði, Reykjavík og á Akranesi, hafi verið fenginn í Faxaflóa.
    Varðandi afladagbækurnar er rétt að fram komi að töluvert vantar á að skráðar hafi verið allar aflatölur úr afladagbókum fyrir síðasta fiskveiðiár.