Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 148 . mál.

366. Nefndarálit


um till. til þál. um fullgildingu bókunar um breytingar á alþjóðasamningi um varnir gegn mengun sjávar vegna losunar úrgangsefna frá skipum og flugvélum.

Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og mælir með samþykkt hennar. Nefndin sendi tillöguna til umsagnar sjávarútvegsnefndar og umhverfisnefndar og mæltu báðar nefndirnar með samþykkt hennar. Umsagnir nefndanna eru birtar sem fylgiskjöl með nefndaráliti þessu.
    Rannveig Guðmundsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. des. 1993.


Björn Bjarnason,

Anna Ólafsdóttir Björnsson.

Geir H. Haarde.

form., frsm.


Páll Pétursson.

Hjörleifur Guttormsson.

Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Árni R. Árnason.

Jón Helgason.




Fylgiskjal I.


Umsögn sjávarútvegsnefndar

til utanríkismálanefndar.

(24. nóvember 1993.)


    Sjávarútvegsnefnd tók bréf utanríkismálanefndar, dags. 15. nóvember 1993, þar sem nefndin er beðin um umsögn varðandi tillögu til þingsályktunar um fullgildingu bókunar um breytingar á alþjóðasamningi um varnir gegn mengun sjávar vegna losunar úrgangsefna frá skipum og flugvélum, til umfjöllunar á fundi sínum í morgun. Nefndin telur að hér sé um mjög þarft mál að ræða og leggur til að tillagan verði samþykkt.

Matthías Bjarnason, form.

Steingrímur J. Sigfússon.

Stefán Guðmundsson.

Guðmundur Hallvarðsson.

Jóhann Ársælsson.

Jónas Hallgrímsson.

Árni R. Árnason.



Fylgiskjal II.

Umsögn umhverfisnefndar

til utanríkismálanefndar.

(3. desember 1993.)


    Umhverfisnefnd hefur, sbr. bréf utanríkismálanefndar dags. 15. nóvember sl., fjallað um 148. mál, um fullgildingu bókunar um breytingar á alþjóðasamningi um varnir gegn mengun sjávar. Nefndin fékk á sinn fund við yfirferð málsins Þóri Ibsen, deildarsérfræðing í umhverfisráðuneytinu, og Sigurbjörgu Sæmundsdóttur deildarstjóra.
    Umhverfisnefnd mælir með því að framangreind þingsályktunartillaga verði samþykkt þannig að Íslendingar fái af sinni hálfu fullgilt bókunina. Nefndin gerir ekki efnislegar athugasemdir við bókunina. Fullgilding hennar mun ekki hafa breytingar í för með sér hér á landi þar sem lög nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar, ná yfir það svið sem bókunin varðar. Fram kom við umfjöllun um málið að samningur sá sem hér um ræðir hefur verið sameinaður Parísarsamningnum frá 4. júní 1974, um mengun frá landstöðvum, sem öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 19. júlí 1981. Nefnist hinn nýi samningur OSPAR. Ekki er gert ráð fyrir að hann hljóti gildi fyrr en eftir fimm til átta ár. Umhverfisnefnd telur því eðlilegt að bókun sú sem hér um ræðir verði samþykkt óháð framangreindum breytingum.

Virðingarfyllst,


Kristín Einarsdóttir, form.