Ferill 363. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 363 . mál.


556. Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um undirbúning að frísvæði á Suðurnesjum.

Frá Árna R. Árnasyni.



    Hvað líður framkvæmd á tillögum nefndar um undirbúning að stofnun frísvæðis á Suðurnesjum sem ríkisstjórnin samþykkti í apríl sl.?
    Hvenær er þess að vænta að Alþingi fái til umfjöllunar frumvarp til laga er setji frísvæði og fyrirtækjum er þar starfa skýra réttarstöðu og kjör í sköttum og tollum?
    Hvenær er þess að vænta að önnur atriði tillagna nefndarinnar sjáist í framkvæmd?
    Er samstarf flugvallarstjórans á Keflavíkurflugvelli og Sandgerðis að undirbúningi frísvæðis á landi í lögsögu Sandgerðis í samræmi við þann undirbúning sem til þessa hefur verið sagður miðast við stofnun frísvæðis innan marka lögsögu Njarðvíkur, Keflavíkur og Gerðahrepps? Eru fleiri aðgreindir aðilar innan ráðuneytisins ellegar í stofnunum sem undir það heyra að undirbúa stofnun fleiri en eins frísvæðis á Suðurnesjum er byggi á nábýli við Keflavíkurflugvöll?