Ferill 350. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 350 . mál.


690. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver urðu áhrif laga um breytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og laga um tekjustofna sveitarfélaga á afkomu sveitarfélaga (hagnaður eða tap) miðað við að eldri lagaákvæði hefðu gilt óbreytt:
    hreppa með færra en 300 íbúa,
    hreppa með yfir 300 íbúa,
    sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,
    annarra sveitarfélaga
árin 1990, 1991, 1992 og 1993?


    Með lögum um verkaskipti ríkis og sveitarfélaga og nýjum tekjustofnalögum frá ársbyrjun 1990 var ákveðið að jafna aðstöðu sveitarfélaganna til tekjuöflunar sem dró úr mismunun á skattheimtu þeirra milli landshluta og atvinnurekstrar. Jafnframt gekk að hluta til baka skerðing lögbundinna framlaga í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er hafði varað frá árinu 1984 og nam á því tímabili rúmlega 2.000 millj. kr. Það var eitt af markmiðum lagabreytinganna að bæta fjárhagsstöðu meðalstórra og lítilla sveitarfélaga og það gekk eftir, sbr. meðfylgjandi yfirlit yfir breytingar á tekjum og rekstrarafkomu sveitarfélagana milli áranna 1989 og 1990.
    Breyting á tekjum og rekstrarafkomu sveitarfélaganna milli áranna 1989 og 1990 sýnir raunveruleg áhrif lagabreytinganna á fjárhag sveitarfélaganna og þau áhrif er einungis hægt að mæla með samanburði milli þessara ára. Breytingar á tekjum og rekstrarafkomu sveitarfélaganna milli áranna 1990/1991/1992 ráðast af öðru. Tölur um tekjur og rekstrarafkomu sveitarfélaganna á árinu 1993 liggja ekki fyrir.

Hækkun tekna sveitarfélaga milli ára.



1989/1990

1990/1991

1991/1992


%

%

%



Hreppar undir 300 íbúum     
20,0
13,6 2,4
Hreppar yfir 300 íbúum     
25,3
8,7 2,6
Kaupstaðir á höfuðborgarsvæðinu nema Reykjavík     
1,3
10,8 7,3
Allir kaupstaðir nema Reykjavík     
6,3
8,7 6,3
Reykjavík     
5,5
7,2 8,1
Öll sveitarfélög     
8,5
6,8 6,4
Hækkun á framfærsluvísitölu     
14,9
6,9 3,8




Breyting á rekstrarafkomu sveitarfélaga milli ára.



1989/1990

1990/1991

1991/1992


%

%

%



Hreppar undir 300 íbúum     
97,0
26,8 -10,5
Hreppar yfir 300 íbúum     
112,7
7,0 -12,9
Kaupstaðir á höfuðborgarsvæðinu nema Reykjavík     
12,5
-13,6 31,1
Allir kaupstaðir nema Reykjavík     
59,7
-11,3 9,3
Reykjavík     
20,6
3,8 -20,8
Öll sveitarfélög     
65,1
-6,2 -8,5
Hækkun á framfærsluvísitölu     
14,9
6,9 3,8

Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.



(Repró, 3 síður.)



Tekjur og gjöld kaupstaða árið 1991.



(Repró, 1 síða.)



Tekjur og gjöld hreppa árið 1991.



(Repró, 1 síða.)



Upplýsingar úr ársreikningum sveitarfélaga 1992.


(Rekstraryfirlit, í þús. kr.)



(Repró, 1 síða.)



Upplýsingar úr ársreikningum kaupstaða 1992.


(Rekstraryfirlit, í þús. kr.)



(Repró, 1 síða.)



Upplýsingar úr ársreikningum hreppa 1992.


(Rekstraryfirlit, í þús. kr.)



(Repró, 1 síða.)