Tilkynning um utandagskrárumræðu

97. fundur
Föstudaginn 17. febrúar 1995, kl. 10:31:35 (4433)


     Forseti (Pálmi Jónsson :
    Forseti vill greina frá því að í dag er gert ráð fyrir utandagskrárumræðu þar sem málshefjandi er hv. 4. þm. Norðurl. e., Steingrímur J. Sigfússon, en félmrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða, og efni hennar er launamyndun og kynbundinn launamunur. Áætlað er að umræðan hefjist kl. 15.30.