Vantraust á ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar

17. fundur
Mánudaginn 24. október 1994, kl. 22:01:34 (665)



[22:01]
     Eggert Haukdal :
    Virðulegi forseti. Við þessa atkvæðagreiðslu vil ég undirstrika eftirfarandi: Þegar skrípaleikur Alþfl. stóð sem hæst á síðsumri varpaði ég fram þeirri tillögu að Sjálfstfl. einn fengi hlutleysi stjórnarandstöðu fram að kosningum og við létum kratana róa. Að þessu ráði var því miður ekki horfið, enda mikil siðvæðing boðuð.
    Þá vil ég láta það koma fram að hefði verið borin hér upp tillaga um vantraust á utanrrh. hefði ég samþykkt hana. Þar hefði ég tekið hæstv. utanrrh. einn út úr. Í þessu sambandi er rétt að leggja áherslu á að á sjö ára valdaferli hans hafa flestir flokkar komið við sögu og bera á honum ábyrgð, þar á meðal heilög Jóhanna.
    Þá ber að harma í dag hversu margir íslenskir stjórnmálamenn hafa látið utanrrh. teyma sig upp í hraðlestina til Brussel. Fagna ber hins vegar einarðri afstöðu forsrh. til Evrópumála.
    Virðulegi forseti. Varðandi þá tillögu sem hér er borin upp er það að segja að formaður Sjálfstfl. leiðir þessa ríkisstjórn. Ég hef traust á hæstv. forsrh. Þess vegna segi ég já.