Skattlagning tekna blaðsölubarna o.fl.

31. fundur
Miðvikudaginn 09. nóvember 1994, kl. 15:42:42 (1384)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Eins og áður hafði verið tilkynnt hefst nú utandagskrárumræða samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa. Málshefjandi er hæstv. fjmrh. sem vill gefa yfirlýsingu um skattlagningu tekna blaðburðarfólks o.fl. Samkomulag hefur tekist milli forseta og formanna þingflokka, sbr. 72. gr. þingskapa, að ráðherra hafi allt að fjórum mínútum í fyrra sinn og allt að tveimur mínútum í síðara sinn og fulltrúar annarra flokka sama tíma, þ.e. fjórar mínútur í fyrra sinn og tvær mínútur í síðara sinn. Þessi umræða má standa í hálftíma.