Ferill 29. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 29 . mál.


29. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um álitsgerðir Háskóla Íslands um ESB-aðild.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1 .     Hvernig var orðuð beiðni ríkisstjórnarinnar til Háskóla Íslands um athugun á áhrifum aðildar Íslands að Evrópusambandinu (ESB).
     2 .     Hvernig var staðið að málinu innan Háskólans, m.a.:
                   a .     ákvörðun um það hvaða deildir eða stofnanir ynnu að málinu,
                   b .     ákvörðun um hvaða einstaklingar kæmu að málinu,
                   c .     samræmingu og mati á niðurstöðum?
     3 .     Hvaða einstaklingar unnu verkið á vegum einstakra stofnana Háskólans?
     4 .     Hvernig var staðið að og gengið frá lokaniðurstöðum stofnananna og hver ber ábyrgð á þeim?
     5 .     Hvað kostar umrædd verkbeiðni ríkisstjórnarinnar í heild og hvaða stofnanir og einstaklingar hafa hlotið greiðslur fyrir einstaka verkþætti og hversu háar?
     6 .     Hefur Háskóli Íslands mótað samræmdar reglur um hvernig sinnt skuli óskum um álit aðila utan skólans gegn gjaldi eða ókeypis og hvernig Háskólinn leggur nafn sitt við álitsgerðir, m.a. af pólitískum toga?


Skriflegt svar óskast.