Ferill 101. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 101 . mál.


104. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um afnám tvísköttunar af lífeyrisgreiðslum.

Frá Hjörleifi Guttormssyni og Svavari Gestssyni.



     1 .     Hvað hefur ráðherra gert til að framfylgja samþykkt Alþingis frá 18. mars 1991 um skattalega meðferð á lífeyrissparnaði?
     2 .     Hvaða áhrif hefði það að mati ráðherra á tekjur ríkissjóðs ef afnumin væri tvísköttun af lífeyrisgreiðslum?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.


    Þann 18. mars 1991 ályktaði Alþingi samhljóða að tillögu félagsmálanefndar þings ins:
    „Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að gera könnun á skattalegri meðferð lífeyrissparnaðar og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar til að slíkur sparnaður njóti ekki lakari kjara en annar sparnaður í landinu.“