Ferill 218. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 218 . mál.


247. Frumvarp til laga



um bann við sölu á eignum ríkisins án lagaheimilda.

Flm.: Páll Pétursson.



1. gr.


    Fjármálaráðherra, eða viðkomandi ráðherra, er óheimilt að selja eftirtaldar eignir ríkis sjóðs, ríkisstofnana eða sjóða í ríkiseign nema samkvæmt heimild í almennum lögum eða fjárlögum:
     a .     fasteignir,
     b .     hlutabréf eða eignarhluti í félögum,
     c .     skip eða flugvélar,
     d .     listaverk, listmuni og söfn sem geyma menningarverðmæti,
     e .     aðrar eignir sem hafa verulegt verðgildi.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


     Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á 115. löggjafarþingi og endurflutt á 116. löggjafar þingi en varð eigi útrætt.
     Fjármálaráðherra, eða þeim ráðherra sem með málaflokkinn fer, er óheimilt að selja fasteignir ríkissjóðs skv. 40. gr. stjórnarskrárinnar. Því er mjög óeðlilegt að ekki gildi sama regla um hlutabréf, eignarhluti í félögum, skip, flugvélar, listaverk, listmuni, menningar verðmæti eða aðrar eignir sem hafa verulegt verðgildi.