Ferill 224. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 224 . mál.


259. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um endurgreiðslu virðisaukaskatts til sveitarfélaga.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hver er túlkun fjármálaráðuneytis á ákvæði 1. tölul. 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990 um endurgreiðslu virðisaukaskatts? Hvaða úrgangsefni, þar sem sveitarfélög bera ábyrgð á söfnun, flutningi og förgun, falla undir orðið „sorp“ samkvæmt skilgreiningu ráðuneytisins?
    Hver er túlkun fjármálaráðuneytis á því hvað fellur undir 4. tölul. 12. gr. sömu reglugerðar þar sem um er að ræða endurgreiðslu virðisaukaskatts af björgunarstörfum og öryggisgæslu vegna náttúruhamfara og almannavarna?