Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 312 . mál.


447. Frumvarp til tóbaksvarnalaga



(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994.)



I. KAFLI


Markmið, gildissvið og stjórn.


1. gr.


    Markmið laga þessara er að draga úr tóbaksneyslu og þar með því heilsutjóni sem hún veldur og vernda fólk gegn loftmengun af völdum tóbaksreyks.
    

2. gr.


    Það er réttur hvers manns að þurfa ekki að anda að sér lofti sem mengað er tóbaksreyk af völdum annarra.
    Þeir sem bera ábyrgð á barni skulu stuðla að því að það njóti réttar skv. 1. mgr., einnig þar sem reykingar eru ekki bannaðar skv. III. kafla þessara laga.

3. gr.


    Með tóbaki er í lögum þessum átt við tóbaksjurtir (nicotiana) og allan varning unninn úr þeim til neyslu, svo sem sígarettur, vindla, reyktóbak, neftóbak og munntóbak.
    Lög þessi taka einnig til varnings sem ætlaður er til neyslu með sama hætti og tóbak þótt hann innihaldi ekki tóbak, enda gildi ekki um hann önnur lög.
    Lög þessi gilda ekki um tóbak sem notað er sem lyf samkvæmt lyfjalögum eða sem eitur efni samkvæmt lögum um eiturefni og hættuleg efni.
    Ákvæði laga þessara gilda einnig í fríhöfnum eftir því sem við á.

4. gr.


    Með reykfærum er í lögum þessum átt við áhöld og útbúnað, tengdan tóbaksreykingum, svo sem sígarettupappír, reykjarpípur, tæki til að vefja sígarettur svo og annan slíkan varn ing.

5. gr.


    Yfirstjórn mála samkvæmt lögum þessum er í höndum heilbrigðis- og tryggingamálaráð herra.

6. gr.


    Ráðherra skipar tóbaksvarnanefnd til fjögurra ára í senn. Í nefndinni eiga sæti fimm menn. Skulu að minnsta kosti þrír þeirra vera sérfróðir um skaðsemi tóbaks eða tóbaksvarn ir. Formaður og varaformaður skulu skipaðir sérstaklega.
    Hlutverk tóbaksvarnanefndar er fyrst og fremst:
     1 .     Að vera ríkisstjórn, ráðherra og öðrum opinberum aðilum til ráðuneytis um allt er að tóbaksvörnum lýtur.
     2 .     Að gera tillögur til stjórnvalda um ráðstafanir til þess að vinna gegn neyslu tóbaks í samræmi við lög þessi.
     3.     Að efna til átaks í tóbaksvörnum, hvetja aðra aðila til hins sama og leitast við að samræma störf þeirra.
     4.     Að veita aðstoð og leiðbeiningar varðandi tóbaksvarnir, m.a. með því að gefa út og útvega fræðslurit og önnur fræðslugögn.
     5.     Að fylgjast með tóbaksneyslu í landinu.
     6.     Að nýta reynslu og þekkingu annarra þjóða á sviði tóbaksvarna.
    Leita skal álits nefndarinnar á lagafrumvörpum og reglugerðum sem snerta tóbaks varnir og tóbakssölu.
    Tóbaksvarnanefnd starfar í samvinnu við Hollustuvernd ríkisins og Vinnueftirlit rík isins.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um hlutverk og störf tóbaks varnanefndar.

II. KAFLI


Verslun með tóbak.


7. gr.


    Fjármálaráðuneytið og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skulu hafa náið samráð við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og tóbaksvarnanefnd um stefnu og mikilvægar ákvarðanir varðandi verslun með tóbak í samræmi við 1. gr. laga þessara.

8. gr.


    Bannað er að flytja inn, framleiða og selja munntóbak.
    Bannað er einnig að flytja inn, framleiða og selja tóbaksvarning sem ekki hefur ver ið á almennum markaði hér á landi.

9. gr.


    Ráðherra ákveður í reglugerð hver séu hæstu leyfileg mörk skaðlegra efna í tóbaks varningi og reyk sem myndast við bruna hans, hvernig skuli sýna fram á að þau mörk séu virt og hvernig eftirliti skuli háttað.
    Tóbaksframleiðendur standa straum af kostnaði við nauðsynlegar mælingar til stað festingar og eftirlits skv. 1. mgr.

10. gr.


    Tóbak má því aðeins hafa til sölu eða dreifingar að skráðar séu viðvaranir um skað semi vörunnar á umbúðir hennar.
    Sígarettupakka skal merkja sérstaklega með upplýsingum um tjöru- og nikótíninni hald.
    Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um merkingar þessar, þar á meðal um við vörunartexta, stærð hans, letur og annað sem máli kann að skipta.
    Tóbaksframleiðendur standa straum af kostnaði við merkingar samkvæmt þessari grein.

11. gr.


    Hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum eru bannaðar hér á landi, svo og aug lýsingar á öðrum varningi sem ber heiti eða auðkenni tóbakstegunda í vörumerki sínu. Þetta nær þó ekki til auglýsinga í ritum sem út eru gefin utan lands af erlendum aðilum á erlendum tungumálum, enda sé megintilgangur þeirra ekki að auglýsa slíkar vörur. Þrátt fyrir þetta er Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins heimilt að gefa út verðskrá fyrir tóbak og tóbaksvarnanefnd heimilt að birta skrá um skaðleg efni í tóbaksvörum.
    Bannað er enn fremur að sýna neyslu eða hvers konar meðferð tóbaks eða reykfæra í auglýsingum eða upplýsingum um vöru eða þjónustu og í myndskreytingu á varningi.
    Með auglýsingum er í lögum þessum m. a. átt við:
     1.     Hvers konar söluhvetjandi tilkynningar til almennings eða sérstakra markhópa, þar á meðal útstillingar, skilti og svipaðan búnað.
     2.     Umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir.
     3.     Dreifingu vörusýna til neytenda.
     4.     Notkun vöruheita og vöruauðkenna á annars konar varning og í tengslum við manna mót, svo sem íþrótta- og listviðburði.
    Tóbaki skal þannig komið fyrir á útsölustöðum að það beri ekki fyrir augu viðskipta vina.

12. gr.


    Tóbak má ekki selja eða afhenda einstaklingum yngri en 16 ára. Bann þetta skal aug lýst með áberandi hætti þar sem tóbak er selt.
    Bannað er að flytja inn, framleiða eða selja leikföng eða sælgæti sem að lögun lík ist sígarettum, vindlum eða reykjarpípum eða ætlað er að minna á tóbak með öðrum hætti.
    Einstaklingar yngri en 16 ára mega ekki selja tóbak.
    Bannað er að selja tóbak úr sjálfsölum.
    Ekki er heimilt að selja sígarettur í minna en heilum 20 stykkja pökkum og vindla má aðeins selja í heilum pökkum eða kössum. Heimilt er þó að selja vindla í stykkjatali á vínveitingastöðum.
    Ekki má selja tóbak í skólum, stofnunum fyrir börn og unglinga eða heilbrigðisstofn unum.

13. gr.


    Smásala á tóbaki er ekki heimil nema í matvöruverslunum, í sælgætisverslunum og á veitinga- og gististöðum.
    Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er óheimilt að dreifa tóbaki til annarra en þeirra sem um ræðir í 1. mgr. 13. gr., sbr. 3. mgr. 24. gr.

III. KAFLI


Vernd gegn tóbaksmengun andrúmslofts.


14. gr.


    Innan húss eru tóbaksreykingar óheimilar í öllu því rými þar sem almenningi er ætl aður aðgangur.
    Ákvæði 1. mgr. gildir ekki um veitingasali á skemmtistöðum og öðrum veitingastöð um (krám) þar sem ekki er lögð aðaláhersla á matsölu. Ákveði forráðamenn þeirra að tak marka reykingar og tilkynni það heilbrigðisnefnd gilda ákvæði laga þessara eftir því sem við á.
    Í veitingahúsum og á veitingastofum sem falla ekki undir 2. mgr. er þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. heimilt að leyfa reykingar á hluta veitingasvæðis með þeim skilyrðum sem sett eru í 18. gr. Með sömu skilyrðum má leyfa reykingar á vel afmörkuðum svæðum í flug stöðvum og öðrum umferðarmiðstöðvum.

15. gr.


    Tóbaksreykingar eru með öllu óheimilar:
     1.     Í grunnskólum, hvers konar dagvistum barna og húsakynnum sem eru fyrst og fremst ætluð börnum og unglingum til félags- og tómstundastarfa.
     2.     Á opinberum samkomum innan húss sem einkum eru ætlaðar börnum eða ungling um.
     3.     Í heilsugæslustöðvum, læknastofum og öðrum stöðum þar sem veitt er heilbrigðis þjónusta.
     4.     Á sjúkrahúsum. Þó má leyfa reykingar sjúklinga í vissum tilvikum. Setja skal reglu gerð um framkvæmd þeirrar undanþágu.
     5.     Í framhaldsskólum.
     6.     Í lyftum.
     7.     Á öllum opinberum fundum og fundum sem haldnir eru á vegum ríkis og sveitar félaga, stofnana þeirra eða embættismanna.

16. gr.


    Sá sem ræður mann til vinnu skal sjá til þess að hann njóti á vinnustaðnum réttar skv. 1. mgr. 2. gr.
    Ráðherra setur reglugerð um takmarkanir á reykingum á vinnustöðum í samráði við félagsmálaráðherra og Vinnueftirlit ríkisins.
    Ráðherra setur reglugerð í samráði við samgönguráðherra og Siglingamálastofnun rík isins um takmarkanir á reykingum í vinnurými og vistarverum skipshafna.

17. gr.


    Tóbaksreykingar eru óheimilar í leigubifreiðum, hópbifreiðum og farþegaflugvélum.
    Tóbaksreykingar eru óheimilar í farþegarými skipa taki ferð skemmri tíma en fjórar klukkustundir.

18. gr.


    Séu reykingar leyfðar samkvæmt ákvæðum 14.–17. gr. skal það vera á afmörkuðu svæði með góðri loftræstingu og þess gætt eftir megni að þær mengi ekki andrúmsloft ið þar sem reykingar eru ekki leyfðar. Reyksvæði þessi skulu auðkennd sérstaklega, svo og þau svæði þar sem ekki má reykja.

19. gr.


    Forráðamenn húsnæðis skv. 14. og 15. gr. og almenningsfarartækja skv. 17. gr. skulu gera ráðstafanir til þess hver fyrir sitt leyti að ákvæði um takmörkun á tóbaksreyking um séu virt.

IV. KAFLI


Fræðslustarfsemi.


20. gr.


    Menntamálaráðuneytið skal í samráði við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sjá til þess að fram fari reglubundin fræðsla í því skyni að draga úr tóbaksneyslu:
     1.     Í skólum landsins. Sérstök áhersla skal lögð á slíka fræðslu í grunnskólum og skól um þeim sem mennta fólk til starfa að uppeldis-, fræðslu- og heilbrigðismálum.
     2.     Í ríkisfjölmiðlum.
    Fræðsla um áhrif tóbaksneyslu skal veitt á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum, svo og aðstoð við þá sem vilja hætta að nota tóbak.

V. KAFLI


Almenn ákvæði.


21. gr.


    Skylt er að verja 0,3% af brúttósölu tóbaks til tóbaksvarnastarfs.
    Tóbaksvarnanefnd ráðstafar fénu í samráði við ráðherra.

22. gr.


    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna.

23. gr.


    Óheimilt er að veita tóbak á vegum ríkis, sveitarfélaga og opinberra stofnana.

VI. KAFLI


Eftirlit og viðurlög.


24. gr.


    Heilbrigðisnefndir undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins hafa eftirlit með sölu stöðum tóbaks og fylgjast með því í umdæmi sínu að virt séu ákvæði 10.–13. gr.
    Nú er brotið gegn ákvæðum 10.–13. gr. og ekki farið að fyrirmælum heilbrigðis nefndar og getur nefndin þá, eftir því sem við á, beitt sömu úrræðum og talin eru upp í 27. gr. laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
    Gerist smásöluaðili ítrekað brotlegur við ákvæði 1. mgr. 12. gr. getur heilbrigðis nefnd úrskurðað að honum sé óheimilt að selja tóbak um tiltekinn tíma. Jafnframt er Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins þá óheimilt að selja honum tóbak.

25. gr.


    Heilbrigðisnefndir, Vinnueftirlit ríkisins, Siglingamálastofnun ríkisins og Flugmála stjórn hafa, eftir því sem við á, eftirlit með því að virt séu ákvæði III. kafla laga þess ara í samræmi við þau lög sem gilda um þessar stofnanir.
    Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd eftirlitsins.

26. gr.


    Sá sem brýtur gegn ákvæðum 8.–13. gr. skal sæta sektum en varðhaldi séu sakir mikl ar eða brot ítrekað.
    Um tilraun til brots eða hlutdeild gilda ákvæði almennra hegningarlaga.

27. gr.


    Það varðar mann sektum haldi hann áfram að reykja í húsakynnum eða farartækjum þar sem bannað er að reykja samkvæmt ákvæðum III. kafla, enda hafi umráðamaður húsa kynna eða stjórnandi farartækis eða fulltrúi þeirra veitt honum áminningu.
    Sömu aðilar geta vísað hinum brotlega úr farartækinu eða húsakynnunum láti hann ekki segjast.
    Það varðar forráðamann húsnæðis skv. 14. og 15. gr. og almenningsfarartækis skv. 17. gr. sektum ef hann vanrækir í veigamiklum atriðum skyldu sína skv. 19. gr.

28. gr.


    Með mál, sem kunna að rísa vegna brota á lögum þessum og reglugerðum settum sam kvæmt þeim, skal farið að hætti opinberra mála.

VII. KAFLI


Gildistaka.


29. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1995. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 74/1984, um tó baksvarnir.

Ákvæði til bráðabirgða.


I.


    Tóbaksvarnanefnd, sem skipuð var í nóvember 1992, skal starfa út skipunartíma sinn og taka að sér hlutverk tóbaksvarnanefndar samkvæmt þessum lögum.

II.


    Fram að 1. janúar 1997 er Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 8. gr. heimilt að flytja inn og selja þá tegund munntóbaks sem verslunin hefur lengi haft á boðstólum.

III.


    Fram að 1. september 1995 er hlutaðeigandi forstöðumanni skv. 1. tölul. 1. mgr. 15. gr. (grunnskólar, dagvistir barna o.fl.), 3. tölul. 1. mgr. 15. gr. (heilsugæslustöðvar o.fl.), 4. tölul. 1. mgr. 15. gr. (sjúkrahús) og 5. tölul. 1. mgr. 15. gr. (framhaldsskólar) heim ilt að höfðu samráði við starfsmenn að leyfa reykingar í afmörkuðum hluta þess hús næðis sem ætlað er starfsfólki sérstaklega að uppfylltum skilyrðum í 18. gr.

IV.


    Fram að 1. júlí 1996 er þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 17. gr. heimilt að leyfa reykingar í hluta farþegarýmis flugvéla sem fljúga til landa utan Evrópu.

V.


    Árin 1995–1999 skal verð á tóbaki hækka um a.m.k. 10% árlega umfram almennt vöruverð.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


Inngangur.


    Með bréfi Guðmundar Bjarnasonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, dags. 15. nóvember 1988, var óskað eftir tillögum tóbaksvarnanefndar, sem skipuð var í septem ber 1988 til fjögurra ára, um breytingar á lögum um tóbaksvarnir að fenginni reynslu. Þegar farið var að vinna að þessu máli komu fram svo margar hugmyndir um æskileg ar breytingar að talið var rétt að endurskoða lögin í heild.
    Lög um tóbaksvarnir, nr. 74/1984, sem tóku gildi í ársbyrjun 1985, mörkuðu tíma mót og voru miklum mun ítarlegri en eldri lög nr. 27/1977. Við setningu þeirra var tek ið mið af löggjöf sem einna lengst gekk í nálægum löndum. Lögin í heild og reglugerð ir sem þeim fylgdu vöktu á sínum tíma heimsathygli og mikið hefur verið til þeirra vitn að. Þau hafa reynst árangursríkt vopn í þeirri baráttu sem háð hefur verið hérlendis síð ustu ár gegn reykingum. Frá því að lögin voru sett hefur jafnt og þétt dregið úr sölu og neyslu tóbaks. Sem dæmi má nefna að tóbakssala á hvern fullorðinn íbúa minnkaði um fimmtung frá 1984 til 1990. Svipuð breyting hefur orðið á fjölda neytenda, árið 1985 sögðust 40% fullorðinna Íslendinga (18–69 ára) reykja daglega, samkvæmt könnunum Hagvangs fyrir tóbaksvarnanefnd, en árið 1993 aðeins 29%. Þó að mikið hafi á unnist erum við samt enn langt frá því takmarki sem sett hefur verið, að Ísland verði reyklaust land.
    Síðan lög um tóbaksvarnir voru samþykkt árið 1984 hafa orðið miklar breytingar á viðhorfum til varnaraðgerða, m.a. vegna aukinnar þekkingar á áhrifum óbeinna reyk inga. Erlendis hefur löggjöf orðið æ harðari, ekki síst um takmarkanir á reykingum. Þetta á t.d. við Bandaríkin og Kanada. Þá hefur Evrópusambandið markað ákveðna stefnu gegn tóbaksneyslu í tengslum við víðtækt átak gegn krabbameini og sum bandalagsríkin geng ið enn lengra en þeim er skylt. Við Íslendingar höfum því ekki lengur sömu forustu í tó baksvörnum og áður að því er löggjöf varðar.
    Á hinn bóginn hefur Alþingi nýlega samþykkt einarða stefnu í tóbaksmálum sem trauðla verður framfylgt nema með mun víðtækari og afdráttarlausari löggjöf en þeirri sem nú gildir. Hér er um að ræða þingsályktun um Íslenska heilbrigðisáætlun sem sam þykkt var á Alþingi 19. mars 1991. Þar segir svo í 8. lið: „Draga skal úr og helst út rýma neyslu tóbaks með því að fá fólk til að byrja ekki að reykja og þá sem reykja til að hætta. Til þess að ná þessu takmarki verður að auka bæði upplýsingar og áróður og at huga sérstaklega tengsl milli reykinga og annarra lífshátta. Koma þarf í veg fyrir að fólk, sem ekki reykir, þurfi að líða tóbaksreyk. Verð á tóbaksvörum ætti að hækka umfram al mennar verðhækkanir. Útiloka ber áhrif innflytjenda á útsöluverð tóbaksvara.“
    Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint fjórþætt markmið tóbaks varna sem lýsa má í stuttu máli þannig:
—    að ungt fólk byrji ekki að reykja,
—    að reykingamenn hætti að reykja og fái til þess hvatningu og aðstoð,
—    að þeir sem hætta ekki að reykja fái sem minnst af skaðlegum efnum úr reyknum,
—    að þeir sem ekki reykja njóti verndar gegn tóbaksreyk frá öðrum.
    Markmið þessi hafa, auk Íslenskrar heilbrigðisáætlunar, verið höfð að leiðarljósi við samningu þessa frumvarps. Jafnframt hefur verið litið til reynslunnar af gildandi lögum um tóbaksvarnir, samsvarandi löggjafar með öðrum þjóðum og tilmæla frá Alþjóðaheil brigðismálastofnuninni til aðildarríkja um lagaúrræði og aðrar ráðstafanir gegn tó baksneyslu.
    Þegar tóbaksvarnanefnd hafði lokið við að semja drög að frumvarpinu voru þau lögð fyrir ráðherra og þeim síðan breytt lítillega að hans ráði. Í lok aprílmánaðar 1991 fól hann nefndinni að leita umsagna um frumvarpsdrögin. Skyldi nefndin taka þær til athugunar í samráði við ráðuneytið. Fljótlega eftir að Sighvatur Björgvinsson varð ráðherra heil brigðis- og tryggingamála kynnti tóbaksvarnanefnd honum frumvarpið í þeim búningi sem það var þá komið í og lýsti hann stuðningi við að áfram yrði unnið að málinu.
    Í maí 1991 sendi tóbaksvarnanefnd 37 aðilum frumvarpsdrögin til umsagnar. Skrif leg svör bárust frá 19 aðilum. Nefndin fór rækilega yfir þau og breytti frumvarpsdrög unum í nokkrum atriðum vegna ábendinga sem þar komu fram að höfðu samráði við ráðu neytið. Í umsögnunum kom víða fram mikill stuðningur við frumvarpsdrögin í heild eða meginefni þeirra, m.a. frá landlækni sem sendi svohljóðandi álit: „Ég lýsi eindregnum stuðningi við frumvarp til tóbaksvarnalaga. Áætlað er að rekja megi allt að 300 dauðs föll ár hvert til reykinga. Auk þess valda reykingar langvarandi heilsuleysi þúsunda lands manna og kosta þjóðfélagið ómælt fé. Það leikur enginn vafi á því að sú aðgerð, sem hefði mest áhrif til að bæta heilsufar fólks, er að draga sem allra mest úr reykingum eins og stefnt er að með þessu lagafrumvarpi sem ég vona að verði sem fyrst að lögum.“ Stjórn Félags íslenskra lungnalækna „telur frumvarpið löngu tímabært“. Í umsögn Fóstru félags Íslands er sérstaklega fagnað þeim ákvæðum sem lúta að því að vernda börn fyr ir tóbaksreyk og reykingafordæmi fullorðinna. Hollustuvernd ríkisins tjáir sig „í öllum meginatriðum sammála stefnu frumvarpsins um að draga úr sölu og neyslu tóbaks“. Fram kvæmdastjórn Íþróttasambands Íslands „hefur ekkert við frumvarpið að athuga og legg ur til að það verði samþykkt“. Stjórn Krabbameinsfélags Íslands lýsir „sérstakri ánægju“ með frumvarpstillögurnar og telur margt í þeim vera „til mikilla bóta og geta stuðlað að enn meiri árangri í tóbaksvörnum“. Stjórn Læknafélags Íslands „styður tillögur tóbaks varnanefndar og hefur ekki við þær athugasemdir“ og kveðst fagna þeim nýmælum sem þar koma fram. Neytendasamtökin „telja mjög mikilvægt að upplýsingar og áróður um skaðsemi tóbaksreykinga verði sem allra mestur“ og „reynt verði að tryggja rétt þeirra sem ekki reykja þannig að þeir þurfi ekki að anda að sér reykmettuðu lofti“. Samtök heil brigðisstétta „fagna tillögum tóbaksvarnanefndar og sjá ekkert sem betur megi fara“. Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) „álítur að hið nýja frum varp til tóbaksvarnalaga uppfylli vel þær kröfur sem félagsmenn okkar gera um tóbaks varnir af hálfu ríkisvaldsins“. Nokkrir þeirra umsagnaraðila sem hér var getið gerðu þó tillögur um breytingar á einstökum greinum frumvarpsins í þá átt að herða ákvæði þeirra. Þess skal getið að af hálfu lögreglustjórans í Reykjavík þótti „umrætt frumvarp ekki gefa tilefni til athugasemda“. Að ábendingum annarra, sem sendu skrifleg svör, er vikið í at hugasemdum við einstakar greinar eftir því sem efni standa til en þeir eru: Alþýðusam band Íslands, Flugmálastjórn, Heilbrigðisfulltrúafélag Íslands, Kaupmannasamtök Ís lands, læknadeild Háskóla Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samband veitinga- og gistihúsa og Siglingamálastofnun ríkisins. Félag kvikmyndahúsaeigenda gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum á fundi með tóbaksvarnanefnd.
    Í tóbaksvarnanefnd, sem samdi frumvarpið, áttu sæti: Egill Heiðar Gíslason fram kvæmdastjóri, formaður (varamaður Halldór Runólfsson heilbrigðisfulltrúi), Helgi Guð bergsson yfirlæknir (varamaður Guðmundur Þorgeirsson yfirlæknir) og Þorvarður Örn ólfsson framkvæmdastjóri (varamaður Lilja Eyþórsdóttir umsjónarfóstra).
    Í tóbaksvarnanefnd sem skipuð var haustið 1992 eiga sæti: Halldóra Bjarnadóttir fram kvæmdastjóri, formaður, Helgi Guðbergsson (varamaður Guðmundur Þorgeirsson) og Þor varður Örnólfsson (varamaður Lilja Eyþórsdóttir). Nefndin hefur farið yfir frumvarpið og gert nokkrar breytingar á því í samráði við Guðmund Árna Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
    

Nokkur helstu nýmæli frumvarpsins.


—    Réttur fólks til reyklauss lofts er afdráttarlaust viðurkenndur og sérstaklega kveðið á um rétt barna, sbr. 2. gr.
—    Munntóbak verður bannað, sbr. 8. gr., ákvæði til bráðabirgða.
—    Hámark skaðlegra efna í tóbaki skal ákveðið, sbr. 9. gr.
—    Merkja skal sígarettupakka með upplýsingum um tjöru- og nikótíninnihald, sbr. 10. gr.
—    Bannað er að auglýsa varning sem ber heiti eða auðkenni tóbakstegunda í vörumerki sínu, sbr. 11. gr.
—    Uppstilling á tóbaki á sölustöðum er bönnuð, sbr. 11. gr.
—    Tóbakssala á heilbrigðisstofnunum er bönnuð, sbr. 12. gr.
—    Heimild til smásölu á tóbaki er takmörkuð við matvöruverslanir, sælgætisverslanir og veitinga- og gististaði, sbr. 13. gr.
—    Skýrari ákvæði eru sett um takmarkanir á reykingum á veitingastöðum, sbr. 14. gr.
—    Veitt er svigrúm til að heimila reykingar í afmörkuðum hluta húsnæðis í flugstöðv um og umferðarmiðstöðvum, sbr. 14. gr.
—    Reykingar eru alveg bannaðar á sjúkrahúsum, nema sjúklingum (sem fá til þess und anþágu), svo og í framhaldsskólum og á opinberum fundum, sbr. 15. gr., ákvæði til bráðabirgða.
—    Vinnuveitendum ber að sjá til þess að starfsfólk njóti réttar til að vinna í reyklausu umhverfi, sbr. 16. gr.
—    Reykingar verða óheimilar í öllu millilandaflugi frá miðju ári 1996, sbr. 17. gr., ákvæði til bráðabirgða.
—    Kveðið er á um skyldu forráðamanna húsnæðis og almenningsfarartækja til að gera ráðstafanir til að ákvæðum laganna sé framfylgt, sbr. 19. gr.
—    Veita skal fræðslu á heilbrigðisstofnunum um áhrif tóbaksneyslu, sbr. 20. gr.
—    Fjárveitingar til tóbaksvarna eru auknar, sbr. 21. gr.
—    Tóbaksveitingar opinberra aðila eru bannaðar, sbr. 23. gr.
—    Við ítrekað brot á banni við tóbakssölu til barna er heimilt að svipta smásöluaðila leyfi til tóbakssölu um tiltekinn tíma, sbr. 24. gr.
—    Næstu fimm ár eftir gildistöku laganna skal verð á tóbaki hækka umfram almennt vöruverð, sbr. ákvæði til bráðabirgða.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Grein þessi er óbreytt frá gildandi lögum að öðru leyti en því að ákvæðið um vernd un fólks gegn óbeinum reykingum er orðað þannig að það tengist almennum mengun arvörnum.
    

Um 2. gr.


    Ákvæði þessarar greinar eru nýmæli. Réttur til hreins og ómengaðs andrúmslofts er meðal mikilvægustu og jafnframt sjálfsögðustu réttinda hvers manns. Hvar sem reykt er mengast loftið með þeim þúsundum efnasambanda sem eru í reyknum. Meðal þeirra eru fjölmörg eiturefni og hættuleg efni, bæði lofttegundir og fastar efnisagnir, þar á meðal ertandi efni og krabbameinsvaldar. Ákvæði 1. mgr. 2. gr. er eðlileg afleiðing þessara stað reynda og ákvæði III. kafla byggjast á því. Að sjálfsögðu má ekki túlka ákvæðið svo að menn eigi kröfu á að fá að reykja einir í rými þar sem reykingar eru leyfðar.
    Í 2. mgr. 2. gr. er lögð sú skylda á hvern þann sem ber ábyrgð á barni að forða því svo sem frekast er kostur frá óbeinum reykingum. Sambærilegt ákvæði er í farsóttalögum, nr. 10/1958. Þar segir í 1. gr.: „Það er almenn skylda að gjalda sem mesta varúð við far sóttum og hvers konar næmum sjúkdómum og gera sér allt far um að sýkja hvorki sjálf an sig né aðra, að svo miklu leyti sem framkvæmanlegt er og þýðingu hefur.“ Ákvæði 2. mgr. 2. gr. í frumvarpi þessu ganga í sömu átt til verndar börnum og leggja að því leyti svipaðar skyldur á herðar borgurunum og farsóttalögin.
    Margar rannsóknir sýna að börnum reykingafólks er hættara við að fara að reykja en börnum þeirra sem ekki reykja. Líkur eru til að þetta stafi öðrum þræði af því að þau hafa að staðaldri þurft að anda að sér tóbaksmenguðu lofti á heimilinu og þar með orðið mót tækilegri fyrir nikótínávana. Einnig hafa margar rannsóknir sýnt að börnum er öðrum fremur hætt við lasleika og sjúkdómum af völdum óbeinna reykinga, sjá t.d. ritin „Óbein ar reykingar“ og „Börn og óbeinar reykingar“, útg. 1988 og 1992 af tóbaksvarnanefnd og Krabbameinsfélaginu. Sérstaklega skal þess getið að 10–20% allra barna hafa viðkvæma öndunarfæraslímhúð vegna erfðaeiginleika sem nefnist „atópía“ á fræðimáli. Mörg þess ara barna hafa astma. Tóbaksreykur er mjög ertandi fyrir slímhúð í öndunarfærum og framkallar því kvefeinkenni og astmaköst (teppu) hjá þessum börnum. Það er full ástæða til að leggja þá almennu skyldu á þá sem hafa umsjón með börnum, foreldra og aðra, að sjá til þess að ekki sé reykt ofan í börnin.
    Könnun Hagvangs í janúar 1992 sýndi að 83% þeirra sem afstöðu tóku töldu æski legt að staðfesta með lögum rétt barna til reyklauss umhverfis.
    Félag íslenskra lungnalækna og Fóstrufélag Íslands lýstu sérstaklega stuðningi við ákvæði þessarar greinar í umsögnum sínum um frumvarpið og töldu þau afar mikilvæg.
    

Um 3. gr.


    Greinin er óbreytt frá gildandi lögum, sbr. 2. gr., að öðru leyti en því að 4. mgr. 3. gr. er bætt við, að gefnu tilefni, til að taka af öll tvímæli um það að lögin gildi einnig í frí höfnum, enda vakti það ekki fyrir löggjafanum að undanskilja þau svæði við setningu laga um tóbaksvarnir árið 1984.

Um 4. gr.


    Greinin er óbreytt frá 3. gr. gildandi laga.
    

Um 5. gr.


    Greinin er óbreytt frá 4. gr. gildandi laga.
    

Um 6. gr.


    Samkvæmt 5.1. gr. í gildandi lögum eiga þrír menn sæti í tóbaksvarnanefnd, auk vara manna sem hafa tekið mikinn þátt í störfum hennar. Hér er lagt til (1. mgr. 6. gr.) að nefndarmönnum verði fjölgað í fimm en ekki skipaðir varamenn. Eftir sem áður er áskil ið að meiri hluti nefndarmanna sé sérfróður um skaðsemi tóbaks eða tóbaksvarnir. Þótt ekki sé kveðið á um það í gildandi lögum hefur sá háttur verið hafður á við skipun nefnd arinnar síðan 1984 að Krabbameinsfélag Íslands og Hjartavernd hafa verið beðin um að tilnefna tvo af nefndarmönnum og varamenn þeirra. Í ákvæðum til bráðabirgða er kveð ið á um að tóbaksvarnanefnd, sem skipuð var í október 1992, skuli starfa út skipunar tíma sinn og taka að sér hlutverk tóbaksvarnanefndar samkvæmt þessum lögum.
    2. mgr. 6. gr. er samhljóða 5.2. gr. í gildandi lögum að öðru leyti en því að ekki þótti ástæða til að tilgreina sérstaklega í 1. tölul. 2. mgr. 6. gr. aðra aðila en ríkisstjórn og heil brigðismálaráðherra og rétt þótti að staðfesta það í 3. tölul. 2. mgr. 6. gr. að tóbaks varnanefnd gæti sjálf efnt til átaks í tóbaksvörnum eins og hún hefur gert, t.d. með reyklausum dögum.
    Í 3. mgr. 6. gr. er kveðið á um að nefndin fái til umsagnar þau lagafrumvörp og þær reglugerðir sem snerta tóbak, en í gildandi lögum, 5.4. gr., á það einungis við reglugerð ir.
    4. og 5. mgr. 6. gr. eru samhljóða 5.5. og 5.6. gr. í gildandi lögum.
    Ákvæði sem samsvarar 5.3. gr. í gildandi lögum er hér flutt í kaflann um innflutn ing, sölu, auglýsingar o.fl., sbr. 7. gr.
    

Um II. kafla.


    Markmið laganna skv. 1. gr. frumvarpsins er að draga úr tóbaksneyslu. Ljóst er að hægt er að hafa mikil áhrif á þessa neyslu með ákvörðunum er varða verslun með tó bak. Er þá átt við innflutning, framleiðslu, verðlagningu, auglýsingar og sölu. Í II. kafla eru ákvæði er að þessu lúta og sum þeirra nýmæli.
    Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur mælt þjóðfélagslegan kostnað vegna reyk inga og látið í ljós það álit að „tekjurnar sem ríkið hefur af tóbakssölu dugi ekki til þess að greiða upp kostnað sem reykingamenn valda með tóbaksneyslu sinni“. Stofnunin tel ur „varfærnislega“ niðurstöðu vera þá að þjóðfélagslegur kostnaður af reykingum hafi árið 1990 verið tvö hundruð til sjö hundruð milljónir króna umfram tekjur ríkisins af tóbaks sölu.
    Til álita kemur, þó að það sé ekki lagt til að sinni, að afnema tollfrjálsan innflutning og sölu tóbaks með tilliti til þess að það er ávanabindandi efni og neysla þess veldur margvíslegum sjúkdómum, sumum lífshættulegum. Almennt er viðurkennt að nauðsyn legt sé að leggja háa skatta á tóbak til þess eins að vega á móti því fjárhagslega tjóni sem hlýst af tóbaksneyslu. Fráleitt virðist að undanskilja nokkra kaupendur tóbaks þeirri kvöð að taka þátt í kostnaði við afleiðingar neyslunnar, enda er víða rætt um að afnema slík ar undanþágur. Í áætlun Evrópusambandsins um sérstakt átak gegn krabbameini er því lýst yfir að stefnt skuli að því að banna sölu tollfrjáls tóbaks til ferðamanna í fríhöfn um. Fylgjast þarf með framvindu þess máls og taka á því sérstaklega þegar línur skýr ast.
    Rétt er að geta þess að Kaupmannasamtök Íslands gerðu athugasemdir við ýmis ákvæði í þessum kafla frumvarpsins með hliðsjón af hugmyndum um frjálsa verslunar hætti.
    

Um 7. gr.


    Hér er sett sú almenna regla að fjármálayfirvöld skuli hafa samráð við heilbrigðisyf irvöld um stefnu og mikilvægar ákvarðanir varðandi verslun með tóbak. Hliðstætt ákvæði er í gildandi lögum, 5.3. gr., en hér er það áréttað með skírskotun til meginstefnu lag anna. Í 8.–13. gr. eru ýmis sérákvæði um verslun með tóbak en undir þessa grein fell ur m.a. samráð um framboð og verðlagningu á tóbaksvörum.
    Framboð hefur áhrif á eftirspurn eftir tóbaki eins og öðrum vörum. Fjölbreytni í vöru vali og nýjungar miða að því að auka eftirspurn og sölu. Þegar tóbak á í hlut verður að hamla á móti slíkum viðskiptaháttum eftir mætti.
    Almennt er viðurkennt að hægt er að hafa áhrif á sölu tóbaks með verðákvörðunum. Erlendis hefur t.d. verið sýnt fram á að búast megi við að verðhækkanir á tóbaki hafi í för með sér samdrátt í tóbakssölu án þess að dragi úr skatttekjum. Niðurstöður rann sókna sýna að 1% raunhækkun tóbaksverðs leiðir að meðaltali til 0,4–0,5% samdráttar í sölu tóbaks. Á sama hátt leiðir raunlækkun tóbaksverðs til aukinnar sölu. Langsamlega mest eru áhrifin á neyslu unglinga. Í skýrslu bandaríska landlæknisins 1989, „Reducing the Health Consequences of Smoking“, kemur fram að 10% hækkun tóbaksverðs leiði til 14% samdráttar í reykingum meðal þeirra. Nýleg reynsla Kanadamanna af fjórföldun tó baksskatts styður það álit að ekkert sé líklegra til að draga verulega úr tóbaksneyslu en umtalsverð hækkun á tóbaksverði. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að verð á tóbaki sé hátt, ekki síst til þess að hamla á móti tóbaksneyslu ungs fólks.
    Í Íslenskri heilbrigðisáætlun er í reynd fallist á framangreind sjónarmið. Þar er sagt í 8. lið: „Verð á tóbaksvörum ætti að hækka umfram almennar verðhækkanir.“ Í ákvæði til bráðabirgða í frumvarpinu er tekið mið af þessu. Þar er svo fyrir mælt að tóbaksverð hækki árin 1995–99 um a.m.k. 10% árlega umfram almennt vöruverð. Samkvæmt fram ansögðu ætti þetta að leiða til minni tóbakssölu og þar með lækkandi þjóðfélagskostn aðar, en „tekjur“ ríkissjóðs mundu þó síður en svo minnka.
    Ekki er æskilegt að verðhækkanir þessar leiði að sama skapi til aukinnar smásölu álagningar í krónum talið og þar með ríkari hagsmuna kaupmanna af tóbakssölu. Er það á valdi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins að hindra að svo verði.
    Þess má geta að verð á sígarettum á íslenskum markaði þyrfti að hækka um 30% til þess að ná hæsta verði annars staðar á Norðurlöndum (janúar 1993).
    Á Evrópuráðstefnu um tóbaksvarnir 1988 var lögð áhersla á að tóbak yrði tekið út úr vísitölu framfærslukostnaðar. Með því má koma í veg fyrir að hækkun á tóbaksverði leiði sjálfkrafa til hækkunar á öðrum þáttum eins og launum eða lánum. Nú hafa nokkur að ildarríki Evrópusambandsins lögfest slík ákvæði. Í könnun Hagvangs í janúar 1991 var meiri hluti þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi því að tóbaksverð hefði ekki áhrif á vísi tölu framfærslukostnaðar (62%). Jafnvel í hópi þeirra sem reyktu tók meiri hlutinn þessa afstöðu.
    Lengi vel voru allar sígarettur af venjulegri stærð seldar á sama verði hér á landi. Því var breytt fyrir sjö árum og útsöluverð látið ráðast af innkaupsverði. Leiddi það til verð stríðs milli umboðsmanna tóbaksframleiðenda, lækkandi verðs og aukinnar sölu á ódýr ustu tegundum. Þessi reynsla sýnir að æskilegt er að lítill sem enginn munur sé á sölu verði sígarettna eftir tegundum, hvað sem líður mismunandi innkaupsverði þeirra, líkt og tíðkast sums staðar í nágrannalöndum okkar. Einföld leið til að draga úr vægi innkaups verðs í verðmynduninni er að ríkissjóður taki sinn hlut af útsöluverði tóbaks með jafnri álagningu í krónum en ekki sem hlutfall af innkaupsverði. Minnt er á að í 8. lið Íslenskr ar heilbrigðisáætlunar er kveðið á um að útiloka beri áhrif innflytjenda á útsöluverð tó baksvara.
    

Um 8. gr.


    Tóbaksneysla Íslendinga er nú fyrst og fremst í formi reykinga. Munntóbaksneysla er hér um bil úr sögunni og neysla neftóbaks, sem framleitt er hér á landi, hefur dregist mjög saman og er að mestu leyti bundin við roskna karlmenn, sbr. kannanir Hagvangs 1988 og 1991.
    Erlendis hefur mikið borið á viðleitni tóbaksframleiðenda til að markaðssetja nýjar teg undir munntóbaks sem blandað er bragðefnum svo og lyktblandað og fínmulið neftóbak. Með þessum nýju formum tóbaksneyslu er einkum höfðað til ungs fólks og sums stað ar, t.d. í Svíþjóð og Bandaríkjunum, með þeim afleiðingum að umtalsverður hluti ung linga, allt frá 12 ára aldri, er farinn að nota „reyklaust tóbak“ að staðaldri. Ljóst er að þetta tóbak er ávanabindandi, ekki síður en reyktóbak, enda inniheldur það nikótín sem frásogast auðveldlega í gegnum slímhúð í nefi og munni. Í því eru ýmis efni sem geta valdið krabbameini, svo sem fjölhringlaga kolvetnissambönd og nítrósamín, og er þeg ar farið að bera á aukinni tíðni krabbameina í munni í þeim löndum þar sem neyslan hef ur aukist mest.
    Hér á landi hefur neftóbak, framleitt erlendis, og hin nýju form munntóbaks að jafn aði ekki verið á almennum markaði. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hóf að vísu dreif ingu á mentólblönduðu neftóbaki fyrir um áratug og aftur 1984. Í bæði skiptin hvarf verslunin frá því fljótlega að hafa þessa vöru á boðstólum vegna eindreginna viðbragða af hálfu landlæknis og fleiri aðila. Síðustu árin hefur fínmulið, lyktblandað neftóbak (dry snuff, luktsnus) þó verið sérpantað fyrir tóbaksverslun í Reykjavík og nú um skeið hef ur verið flutt inn munntóbak í grisjum (moist snuff, fugtig snus) fyrir sömu verslun. Hún hefur svo dreift þessum vörum til verslana á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur og sent í pósti til einstaklinga. Þetta hefur leitt til staðbundinna neyslufaraldra meðal barna og unglinga og hafa undanfarið borist uggvænlegar fréttir þar að lútandi. Við þessu þarf að bregðast af fullri einurð. Athyglisvert er að sérpantanir þær, sem hér um ræðir, námu 45 kg allt árið 1987 en 1.475 kg árið 1993, þar af var munntóbak einungis 253 kg.
    Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur varað eindregið við neyslu á reyklausu tóbaki og hvatt aðildarríkin til að banna það, eftir því sem frekast er kostur. Meðal þeirra ríkja sem hafa bannað allar tegundir af reyklausu tóbaki eru Hong Kong, Nýja-Sjáland, Ísr ael, Japan og Tævan. Nú hefur Evrópusambandið, með tilskipun 92/41, gert aðildarríkj unum skylt að banna munntóbak (þó ekki „traditional tobacco products“, sem gæti átt við gamla íslenska munntóbakið). Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er Íslend ingum skylt að hlíta þessu banni. Í frumvarpi þessu, 1. mgr. 8. gr., er lagt til að skref ið verði stigið til fulls varðandi munntóbak, en þó leyft að selja hefðbundið munntóbak (skro) til 1. janúar 1997, sbr. ákvæði til bráðabirgða, en sala þess er nú alveg hverfandi, var 27 kg árið 1993. Vonandi kemur að því sem allra fyrst að bannið verði einnig látið ná til nýrra tegunda neftóbaks, enda eru veruleg brögð að því að þær séu notaðar sem munntóbak.
    Í umsögn Krabbameinsfélags Íslands um frumvarp þetta er þess getið að á aðalfundi félagsins vorið 1991 hafi komið fram að margir hafi verulegar áhyggjur af því að ung lingar séu að ánetjast nýjum tegundum af reyklausu tóbaki. Félagið telur því mikilvægt að taka þegar í taumana og banna innflutning þess. Í febrúar 1993 sendu skólahjúkrun arfræðingar og læknar við Heilsugæslustöðina á Akureyri áskorun til heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis þar sem farið er fram á að innflutningur fínkorna tóbaks (snuffs) verði stöðvaður.
    Fyrir fáeinum árum setti einn stærsti tóbaksframleiðandi í heimi á markað í Banda ríkjunum svonefndar „reyklausar sígarettur“, þ.e. hylki með sígarettulagi sem í var m.a. nikótín. Sú tilraun rann fljótt út í sandinn en nú er verið að reyna þær á Japansmarkaði. Gera má fastlega ráð fyrir því að tóbaksframleiðendur leiti áfram leiða til að koma vöru sinni á framfæri í formi sem þeir halda að neytendum geðjist betur en venjulegt reyktó bak en gera má þó ráð fyrir að hafi mjög skaðlegar afleiðingar. Þess vegna er lagt til að banna tóbaksvarning sem ekki hefur verið hér á almennum markaði (2. mgr. 8. gr.).
    

Um 9. gr.


    Víða í nálægum löndum eru í gildi reglur um hámark skaðlegra efna í sígarettureyk. Evrópusambandið samþykkti með tilskipun 90/239 að frá 31. desember 1992 skyldu sí garettur sem eru markaðssettar í aðildarríkjunum ekki mega gefa frá sér meiri tjöru en 15 mg hver og 12 mg frá 31. desember 1997. Með samningnum um Evrópskt efnahags svæði eru Íslendingar bundnir af þessari tilskipun og er nú unnið að því að framfylgja henni. Hér er gert ráð fyrir (1. mgr. 9. gr.) að heilbrigðisráðherra setji reglur sem að þessu lúta.
    Læknisfræðileg rök mæla með þessum takmörkunum. Rannsóknir sýna að sum skað leg áhrif reykinga minnka við það að dregið er úr magni tiltekinna hættulegra efna í því tóbaki sem reykt er. Þetta er hvað skýrast um samband tóbakstjöru og lungnakrabba meins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, Evrópuráðið og fleiri aðilar hafa mælt með því að hætt verði að framleiða og selja tjörumiklar sígarettur.
    Vegið meðaltal tjöru í þeim sígarettum sem hér voru seldar árið 1992 var 15,4 mg (mest 21,7 mg, minnst 4,9 mg) en var um 20 mg árið 1976 og sennilega um 40 mg fyr ir fjórum áratugum.
    Lagt er til (2. mgr. 9. gr.) að tóbaksframleiðendur standi undir kostnaði við rann sóknir, sem nauðsynlegar kunna að vera til að staðfesta upplýsingar þeirra um magn skað legra efna, og nauðsynlegt eftirlit.
    

Um 10. gr.


    1. mgr. 10. gr., 3. mgr. 10. gr. og 4. mgr. 10. gr. eru óbreyttar frá 6. gr. gildandi laga að öðru leyti en því að orðinu aðvörun er breytt í viðvörun að tillögu málfræðinga.
    Nú hefur Evrópusambandið, með tilskipunum 89/622 og 92/41, ákvarðað að setja skuli almenna viðvörun á allar tóbaksvörur, „Tóbak hefur mjög skaðleg áhrif á heilsu manna“. Að auki skal setja sérstaka viðvörun sem er mismunandi eftir tegundum tóbaks:
    Á sígarettupakka skal hvert ríki velja viðvörun af sérstakri skrá sem fylgir með til skipununum (viðauki I). Tvo af þessum textum er skylt að nota en að öðru leyti má velja af skránni.
    Á neytendapakkningar af vindlum og píputóbaki skal velja viðvörun af sérstakri skrá (viðauka II).
    Á reyklaust tóbak, að svo miklu leyti sem sala þess er leyfð, sbr. 8. gr. þessa frum varps, skal texti sérstakrar viðvörunar vera: „Veldur krabbameini“.
    Reglugerð sú, sem sett var hér á landi á grundvelli gildandi laga um tóbaksvarnir, reglugerð 499/1984, markaði tímamót og var talin öðrum þjóðum til fyrirmyndar, ekki síst vegna þeirrar nýjungar sem fólst í myndskreytingu er þótti auka áhrifamátt varnaðarorð anna. Merkingar þessar svara til sérstöku viðvarananna í tilskipunum Evrópusambands ins og er eðlilegt að endurnýja íslensku textana með hliðsjón af þeim, en væntanlega ger ist ekki þörf á að breyta íslensku merkingunum að því er varðar stærð og myndræna fram setningu. Hins vegar er almenna viðvörunarmerkingin, sem Evrópusambandið krefst, nýj ung hér á landi og ástæða til að fagna henni.
    Til samræmis við áðurnefndar tilskipanir er sett ákvæði í 2. mgr. 10. gr. um skyldu til að merkja sígarettupakka með upplýsingum um hve mikið af tjöru og nikótíni sé í meginreyk hverrar sígarettu. Slíkar merkingar, sem fyrst og fremst eru reykingamönn um til leiðbeiningar, eru góðra gjalda verðar svo langt sem þær ná.
    

Um 11. gr.


    Íslendingar urðu með fyrstu þjóðum til að banna tóbaksauglýsingar, sbr. lög nr. 59/1971, og með lögum nr. 27/1977 varð það bann algert, sbr. og 7.1. gr. í lögum nr. 74/1984. Bannið við hvers konar tóbaksauglýsingum er hér enn áréttað í 1. mgr. 11. gr. og skýrar en áður leiðbeint um það í 2. og 3. mgr. 11. gr. hvað teljist auglýsingar í því sambandi.
    Auk tóbaks er nú í 1. mgr. 11. gr. bannað berum orðum að auglýsa annan varning sem ber heiti eða auðkenni tóbakstegunda í vörumerki sínu. Tilgangurinn með því að tengja nafn eða auðkenni tóbaksvarnings við aðra vöru, sbr. t.d. Camel-skór, er ekki síst sá að fá með því tækifæri til að auglýsa óbeint þá tóbaksvöru sem í hlut á, m.a. í löndum þar sem skorður eru settar við tóbaksauglýsingum, sbr. nýlegan dóm frá Belgíu, og jafn framt að gæða nafn hennar og auðkenni jákvæðu gildi, hvort tveggja í því skyni að auka tóbakssöluna. Víða erlendis er mönnum orðið ljóst að sporna verður við þessum áhrif um svo sem kostur er á með því að banna að auglýsa þær vörur sem eru þessu tóbaks marki brenndar. Sú leið er farin hér.
    Þá er Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í 1. mgr. 11. gr. veitt heimild til að gefa út verðskrá um tóbak og tóbaksvarnanefnd að birta skrá um skaðleg efni í tóbaksvörum. Með því er tekinn af vafi um þessar heimildir en þær þykja eiga rétt á sér.
    2. mgr. 11. gr. felur í sér óbreytt ákvæði frá því sem er í 7.2. gr. í gildandi lögum að því viðbættu að bannað er einnig að sýna hvers konar meðferð tóbaks eða reykfæra í myndskreytingu á varningi. Er þá m.a. átt við myndir af reykjandi fólki, t.d. frægum kvik myndaleikurum, á fatnaði.
    3. mgr. 11. gr. er, eins og 7.3. gr. í gildandi lögum, til skýringar á því hvað teljist vera auglýsing og þar með bannað skv. 1. og 2. mgr. 11. gr. Hér er þessu ítarlegar lýst og þó ekki tæmandi fremur en áður.
    Í 4. mgr. 11. gr. er nýtt ákvæði. Tóbak er svo skaðlegt og laust við jákvæða eigin leika að þau ein rök eru fyrir sölu þess að ekki þykir framkvæmanlegt að sinni að af nema hana. Ekki er þó með sömu rökum unnt að réttlæta að tóbakssalar hafi í frammi neitt það sem hvetji til tóbakskaupa, sbr. bannið við hvers kyns tóbaksauglýsingum. Séu tóbaksvörur hafðar í opnum hillum má jafna því við útstillingar og þar með auglýsing ar. Því er lagt til að tóbaki sé þannig fyrir komið á sölustöðum að það beri ekki fyrir augu kaupenda. Með því er einnig girt fyrir að tóbaki sé veittur óviðurkvæmilegur sess með al nauðsynjavara eða að það tengist í hugum barna sælgæti og annarri eftirsóttri vöru. Í greinargerð um 7. gr. laga nr. 74/1984 kemur fram það sjónarmið að best samræmist ákvæðum um auglýsingabann að leyfa ekki að hafa tóbaksvörur sýnilegar í verslunum. Er nú horfið að því ráði svo sem þá var talið að gerast kynni síðar.
    

Um 12. gr.


    Tóbak veldur ávana og fíkn og ætti í raun að skilgreina það sem fíkniefni, sjá skýrslu landlæknis Bandaríkjanna 1988: „Nicotine addiction“. Þetta skýrir að verulegu leyti hve sterk tök það hefur á flestum neytendum, jafnvel þó að þeim sé ljóst hvaða háska það veldur. Margt bendir til að tóbaksávani verði hvað mestur hjá þeim sem byrja ungir að reykja. Sýnt hefur m.a. verið fram á að þeir hneigjast öðrum fremur til stórreykinga og til þess að reykja „ofan í sig“. Sama á væntanlega við aðra tóbaksneyslu. Margar rann sóknir hafa jafnframt sýnt að reykingamönnum er því hættara við að deyja af völdum reykinga sem þeir byrjuðu yngri að reykja. Sem dæmi má nefna umfangsmikla rannsókn bandaríska læknisins E. C. Hammonds. Samkvæmt henni var körlum sem byrjuðu að reykja 14 ára eða yngri u.þ.b. fimm sinnum hættara við að deyja úr lungnakrabbameini en þeim sem voru 25 ára eða eldri þegar þeir byrjuðu að reykja. Áhætta þeirra, sem byrj uðu að reykja á aldrinum 15–19 ára, var fjórföld að þessu leyti. Það eru því veigamik il rök til þess að sporna sérstaklega og með öllum tiltækum ráðum við því að börn og unglingar byrji að neyta tóbaks. Skipuleg fræðsla og upplýsingar um áhrif og afleiðing ar tóbaksneyslu eru að vísu hornsteinar í slíkum forvörnum en margar aðrar ráðstafan ir þurfa til að koma. Ákvæði 12. gr. í frumvarpinu hníga að þessu. Sum þeirra er að finna í meginatriðum í 8. gr. gildandi laga um tóbaksvarnir, önnur eru nýmæli.
    Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur mælst til að börnum sé ekki selt tóbak. Mörg lönd hafa bannað sölu á tóbaki til barna og unglinga og er þar í reynd um að ræða op inbera staðfestingu á því að nauðsynlegt sé að hamla á móti því að menn byrji að neyta tóbaks. Yfirleitt hafa mörkin verið sett við 16 ára aldur. Sums staðar, t.d. víða í Banda ríkjunum, eru þessi aldursmörk hærri, allt upp í 19 ár, og þróun í löggjöf um tóbaks varnir virðist vera í þá átt að hækka mörkin.
    Þegar lög um tóbaksvarnir voru sett árið 1984 var ákveðið að miða bann við tóbaks sölu til barna við 16 ára aldur. Væri miðað við 17 ára aldur næði slíkt bann til allra grunnskólanema sem væri mjög æskilegt. Við það ætti að verða auðveldara að girða fyr ir reykingar nemenda en allir virðast vera sammála um mikilvægi þess. Almenningur virð ist hlynntur því að hækka mörkin enn meir eins og fram kom í könnun Hagvangs í sept ember 1991. Þá kváðust 62% þeirra sem afstöðu tóku vera hlynntir því að aldursmörk in yrðu hækkuð í 18 ár. Hér er eigi að síður lagt til (1. mgr. 12. gr.) að lágmarksaldur til tóbakskaupa verði enn um sinn miðaður við 16 ár.
    Athuganir sem gerðar hafa verið sýna að töluverður misbrestur er á því að farið sé að lögum um bann við sölu tóbaks til barna hér á landi. Oft er um að ræða vanþekkingu á lagaákvæðinu. Af þeim sökum er talið nauðsynlegt að skylda söluaðila til að hafa uppi skilti um þetta bann. Einnig er þess vænst að nýtt ákvæði í 3. mgr. 24. gr. í frumvarp inu hvetji seljendur tóbaks til að hlíta þessu mikilvæga lagaákvæði.
    Áréttað er í 1. mgr. 12. gr. að bann við tóbakssölu til barna og unglinga nái einnig til þess að afhenda þeim tóbak þó að það sé keypt fyrir aðra.
    Ákvæði 2. mgr. 12. gr. er nýmæli. Nokkuð hefur borið á því að seldar séu hér á landi eftirlíkingar af sígarettum og öðrum reykfærum, svo og leikföng með vörumerkjum tó baksframleiðenda. Með varningi þessum er leynt eða ljóst verið að minna á tóbak og tengja eftirsóknarverða eiginleika sælgætis eða leikfanga við hættulegt ávanaefni þannig að orðið getur til að fegra mynd þess í augum ungra neytenda. Jafnframt gefa eftirlík ingar af sígarettum, vindlum og reykjarpípum kost á „þykjustuleikjum“ sem gætu verið spor í þá átt að líkja í alvöru eftir háttalagi reykingamanna. Ákvæði um bann við tó baksauglýsingum taka að vísu til dreifingar á umræddum varningi en erfitt er um vik að hefta sölu á honum nema til komi jafnframt bann við að flytja hann inn og framleiða svo sem kveðið er á um í 2. mgr. 12. gr.
    Það skýtur skökku við að börnum sé falið að afgreiða og selja vöru sem þau hafa ekki aldur til að kaupa. Tóbak er ávana- og fíkniefni sem veldur sjúkdómum og því fylgir ábyrgð að hafa það undir höndum og afhenda öðrum. Varla er verjandi að leggja slíka ábyrgð á börn og unglinga og venja þau við að fara með tóbak sem hverja aðra neyslu vöru. Hér er í 3. mgr. 12. gr. kveðið á um að börn yngri en 16 ára selji ekki tóbak. Höfð er hliðsjón af því að unglingar hljóti við 16 ára aldur réttindi á við fullorðna á vinnu markaði.
    Ákvæði 4. mgr. 12. gr. um bann við að selja tóbak úr sjálfsölum er í gildandi lög um, 8.2. gr.
    Í reglugerð nr. 101/1965 er svohljóðandi ákvæði: „Í smásölu er einungis heimilt að selja vindlinga í heilum óáteknum pökkum.“ Tilgangurinn með slíkum reglum er fyrst og fremst að hamla á móti tóbaksneyslu unglinga. Sérfræðinganefnd Alþjóðaheilbrigðis málastofnunarinnar tók undir þetta sjónarmið árið 1978 og lög hafa verið sett í nokkrum löndum í þessa veru, m.a. í Ástralíu árið 1987. Hér er lagt til (5. mgr. 12. gr.) að þetta bann verði lögfest og það nái einnig til sölu á vindlum annars staðar en á vínveitinga stöðum.
    6. mgr. 12. gr. er óbreytt frá gildandi lögum, sbr. 8.3. gr., að öðru leyti en því að lagt er til að ekki verði heimilt að selja tóbak á heilbrigðisstofnunum. Þykir óverjandi að selja svo heilsuspillandi vöru á stofnunum sem glíma m.a. við afleiðingar tóbaksneyslu. Í könn un Hagvangs fyrir tóbaksvarnanefnd í maí 1988 sögðust 73% aðspurðra vera því hlynnt ir að hætt verði að selja tóbak á sjúkrahúsum. Vorið 1989 tók kvennadeild Reykjavík urdeildar Rauða kross Íslands þá ákvörðun að hætta tóbakssölu í verslunum sínum í sjúkrahúsum í Reykjavík. Engu að síður þykir eðlilegt að tóbaksvarnalög kveði á um slíkt bann enda mun tóbak enn vera selt á nokkrum heilbrigðisstofnunum. Geta má þess að landlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra með bréfi dags. 3. apríl 1989 að stefnt yrði að því að banna tóbakssölu á sjúkrahúsum. Með hliðsjón af 3. og 4. tölul. 1. mgr. 15. gr. frumvarpsins er fráleitt að heimila tóbakssölu á heilbrigðisstofnunum.
    

Um 13. gr.


    Nú er farið að tíðkast að selja tóbak á stöðum þar sem það var ekki áður til sölu, svo sem á bensínstöðvum, myndbandaleigum og jafnvel vinnustöðum. Nú munu sölustaðir vera um það bil sjö hundruð. Mikill fjöldi sölustaða stuðlar að aukinni sölu á tóbaki og gerir eftirlit með tóbakssölu erfitt í framkvæmd. Meiri hluti almennings, jafnt reykinga manna sem annarra, telur að fækka megi sölustöðum tóbaks samkvæmt könnun Hag vangs í september 1986.
    Með ákvæðinu í 1. mgr. 13. gr. er stefnt að því að halda fjölda sölustaða í skefjum með því að takmarka heimild til smásölu við matvöruverslanir, sælgætisverslanir (sölu turna) og veitinga- og gististaði. Rök eru til þess að takmarka leyfi til tóbakssölu enn frekar en hér er gert þó ekki sé horfið að því ráði að sinni.
    Í 2. mgr. 13. gr. er það sjálfsagða ákvæði að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi ekki heimild til að selja tóbak í heildsölu til annarra en þeirra sem hafa leyfi til smásölu þess skv. 1. mgr. 13. gr.
    

Um III. kafla.


    Ákvæði um vernd gegn tóbaksreyk frá öðrum eru í III. kafla laga 74/1984 undir fyr irsögninni „Takmarkanir á tóbaksreykingum“. Mikil framför var að ákvæðum þessum sem voru einhver hin róttækustu er þá þekktust í löggjöf. Hafa þau að verulegu leyti — þó ekki öllu — náð tilgangi sínum, sbr. athugasemdir við einstakar greinar hér á eftir. Meg inávinningur af slíkum reglum felst í þeirri heilsuvernd sem þær stuðla beinlínis að með því að draga úr tóbaksmengun andrúmslofts í umhverfi fólks. Þegar gildandi lög voru samin og sett var byggt á þáverandi vitneskju um skaðsemi óbeinna reykinga en þekk ingu á því sviði hefur fleygt fram síðan þannig að ljóst er að þörf er á enn afdráttarlaus ari löggjöf um vernd gegn tóbaksreyk en nú gilda, sjá m.a. ritin „Óbeinar reykingar“ og „Börn og óbeinar reykingar“. Ákvæði um takmarkanir á reykingum styðjast einnig við þá nauðsyn að börn og unglingar geti sem víðast verið óhult fyrir því fordæmi sem þeim stafar af reykjandi fólki. Jafnframt er vafalaust að slíkar reglur eru fólki hvatning til og stuðningur við að hætta að reykja. Ákvæði III. kafla taka mið af því sem fram kemur í 8. lið Íslenskrar heilbrigðisáætlunar: „Koma þarf í veg fyrir að fólk, sem ekki reykir, þurfi að líða tóbaksreyk.“
    Mjög eindreginn stuðningur við efni III. kafla kom fram í umsögnum Félags íslenskra lungnalækna, Krabbameinsfélags Íslands, Læknafélags Íslands og SÍBS, sbr. og fyrri til vitnanir í svör Fóstrufélags Íslands og Neytendasamtakanna. Hins vegar kvaðst mið stjórn ASÍ, „við lauslega athugun“ á frumvarpsdrögunum, telja að verið væri „að leggja of miklar skerðingar við reykingum fólks“.
    

Um 14. gr.


    Greinin kemur í stað 9. gr. í gildandi lögum um tóbaksvarnir þar sem kveðið er á um bann við reykingum í húsnæði sem almenningur leitar aðgangs að vegna afgreiðslu eða þjónustu. Hér (1. mgr. 14. gr.) er orðalagið almennara en sviðið fyrst og fremst það sem 9. gr. var ætlað að ná yfir.
    Á veggspjaldi um takmarkanir á reykingum á vinnustöðum, sem heilbrigðis- og trygg ingamálaráðuneytið og Vinnueftirlit ríkisins gáfu út í febrúar 1986, eru reykingar lýst ar óheimilar, samkvæmt lögum um tóbaksvarnir, í öllu því afgreiðslu- og þjónustuhús næði sem almenningur hefur aðgang að, þar með taldir afgreiðslusalir, forstofur, gang ar, biðstofur, snyrtiherbergi og áhorfendasvæði. Jafnframt eru nefnd eftirfarandi dæmi um staði og starfsemi þar sem þetta á við: „Verslanir og söluturnar (sjoppur). Bankar, spari sjóðir og pósthús. Rakarastofur og hárgreiðslustofur. Sólbaðs- og snyrtistofur, íþrótta hús. Myndbandaleigur og leiktækjasalir. Opinber afgreiðsla. Afgreiðsla fyrirtækja. Aðr ir sambærilegir staðir.“
    Ekki fer milli mála að 9. gr. laga um tóbaksvarnir nær til alls þess húsnæðis sem hér var upp talið og sama er að segja um 1. mgr. 14. gr. í þessu frumvarpi, enda er tilgang urinn óbreyttur, sá að tryggja að allir, þar á meðal t.d. astmasjúklingar, geti nýtt sér þá þjónustu sem þarna er veitt án þess að eiga á hættu óþægindi eða heilsutjón af völdum tóbaksreyks. Sérstaklega skal tekið fram að 1. mgr. 14. gr. nær til þess sem kalla mætti sameiginlegt rými eða tengirými í verslunarmiðstöðvum og stórverslunum. Það gerir 9. gr. gildandi laga líka þótt nokkur misbrestur hafi verið á framkvæmdinni til skamms tíma.
    Undir 1. mgr. 14. gr. falla einnig hvers konar söfn og sýningarstaðir opnir almenn ingi. Þar á meðal eru leikhús og kvikmyndahús, en þar hafa reykingar lengi verið bann aðar í sýningarsölum, m.a. af eldvarnaástæðum. Ríkar ástæður eru til að slíkt bann nái einnig til anddyris og annars almenns rýmis, m.a. sú hve staðir þessir eru mikið sóttir af börnum og unglingum. Fóstrufélag Íslands lagði í umsögn um frumvarpið mikla áherslu á að kvikmyndahús og leikhús yrðu reyklaus. Í könnun Hagvangs í maí 1991 fyrir tó baksvarnanefnd kemur fram að mikill meiri hluti aðspurðra (74%) var hlynntur algeru banni við tóbaksreykingum í kvikmyndahúsum. Ef aðeins eru taldir þeir sem afstöðu tóku voru 82% hlynntir banni. Meiri hluti reykingamanna var fylgjandi banninu. Tóbaksvarna nefnd kynnti stjórn Félags kvikmyndahúsaeigenda niðurstöður könnunarinnar og ræddi við hana um það hvernig þessu marki yrði náð.
    Veitinga- og skemmtistaðir eru meðal þeirra fyrirtækja sem eðli sínu samkvæmt falla undir meginákvæði 9.1. gr. í lögum um tóbaksvarnir. Þar er sú undantekning gerð um þessa staði að reykingar eru leyfðar, en þó áskilið að tóbaksreykingar séu bannaðar við „afmarkaðan fjölda veitingaborða“. Í frumvarpinu (2. mgr. 14. gr.) eru veitingasalir á skemmtistöðum alveg undanþegnir reykingabanni, svo og veitingasalir á öðrum veitinga stöðum þar sem ekki er lögð aðaláhersla á matsölu og er þar átt við svonefndar krár. Und anþágan á einungis við salina en ekki ganga, snyrtingar og því um líkt. Vilji forráða menn ganga lengra en skylt er samkvæmt þessu njóta þeir stuðnings laganna.
    Í 3. mgr. 14. gr. er ákvæði um veitingahús og veitingastofur sem falla ekki undir 2. mgr. 14. gr. Þar er heimilað, að uppfylltum ströngum skilyrðum, að leyfa reykingar í hluta veitingarýmis. Með sömu skilyrðum er veitt heimild fyrir reyksvæðum í flugstöðv um og hvers kyns umferðarmiðstöðvum með tilliti til farþega sem eru að koma úr reyklausum farartækjum og þeirra sem þurfa að bíða lengi eftir fari.
    Getið skal niðurstöðu könnunar Hagvangs í febrúar 1989 þar sem 80% þeirra sem af stöðu tóku töldu æskilegt að eiga kost á reyklausum matsölustöðum.
    Í stað ákvæðis í 9.2. gr. í gildandi lögum kemur ákvæði í 18. gr., sjá athugasemdir við hana.
    Við endurskoðun frumvarpsdraganna voru gerðar nokkrar breytingar á 14. gr. með hliðsjón af ábendingum frá umsagnaraðilum, m.a. Hollustuvernd ríkisins.
    

Um 15. gr.


    Í grein þessari koma fram veigamiklar breytingar frá 10. gr. gildandi laga og viðauk ar við ákvæði hennar í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í viðhorfi til mengunar af völdum tóbaksreyks og með hliðsjón af auknum skilningi á nauðsyn þess að draga úr for dæmisáhrifum reykinga. Einnig hafa undanþáguheimildir skv. 10.2. gr. víða leitt til slapp leika í framkvæmd laganna í þeim stofnunum sem 10. gr. tekur til. Hér er því gert ráð fyrir að undanþágur þessar falli úr gildi og reykingar verði með öllu óheimilar í grunn skólum, hvers konar dagvistum barna og húsakynnum fyrir félags- og tómstundaiðkan ir barna og unglinga, sbr. 1. tölul., þar með taldir dansskólar og hliðstæðir skólar. Með dagvistum barna er hér átt við leikskóla, skóladagheimili, sumardvalarheimili og aðrar sambærilegar stofnanir svo og gæslu barna í heimahúsum (hjá dagmæðrum).
    Ákvæði 2. tölul. um opinberar barna- og unglingasamkomur svarar til 2. tölul. 10.1. gr. í gildandi lögum en orðalagi er breytt lítillega.
    Á 3. tölul. er sú breyting gerð frá 3. tölul. 10.1. gr. í gildandi lögum að ákvæðið nær til allra þeirra staða þar sem veitt er heilbrigðisþjónusta.
    Í 4. tölul. er breyting á ákvæði 10.3. gr. í gildandi lögum um reykingar á sjúkrahús um. Gert er ráð fyrir að þær verði með öllu óheimilar öðrum en sjúklingum sem fá leyfi til að reykja samkvæmt nánari reglum sem settar skulu. Þetta er í samræmi við þróun bæði hér á landi og erlendis í þá átt að sjúkrahús verði sem mest reyklausar stofnanir, sbr. og 6. mgr. 12. gr. í frumvarpinu. Á fundi stjórnarnefndar Ríkisspítala 21. desember 1989 var samþykkt að banna reykingar á Ríkisspítölum frá 1. janúar 1991. Frá og með sama tíma hafa reglur um takmarkanir á reykingum verið hertar á Borgarspítalanum og víð ar. Þrátt fyrir þessa ótvíræðu þróun þykir rétt að hafa ákvæði í frumvarpinu til að tryggja að öll sjúkrahús á landinu verði reyklaus og er það í samræmi við ályktun Landssam bands sjúkrahúsa frá 1989.
    Í 5. tölul. er kveðið á um að reykingar verði með öllu bannaðar í framhaldsskólum eins og í grunnskólum. Til þess liggja sömu rök að flestu leyti. Um aðra skóla en grunn skóla og framhaldsskóla gilda ákvæðin um takmarkanir reykinga á vinnustöðum, sbr. 16. gr.
    Í 6. tölul. eru reykingar í lyftum bannaðar. Þær hafa ekki verið heimilar í lyftum á vinnustöðum, reglugerð 487/1985, 2.5. gr., og þykir ástæða til að láta bannið gilda í lyft um almennt. Víða erlendis er slíkt bann í gildi.
    Í samræmi við megintilgang laga um tóbaksvarnir og með hliðsjón af forustu hins op inbera í þessum málum þykir ekki lengur við hæfi að leyft sé að reykja á þeim fundum sem opinberir aðilar efna til og á öðrum opinberum fundum. Ákvæði 7. tölul. tekur mið af þessu.
    Varðandi fresti sem veittir eru til fullrar aðlögunar að reykingabanni skv. 15. gr. er vísað til ákvæða til bráðabirgða.
    

Um 16. gr.


    Miklar breytingar hafa orðið til bóta varðandi takmarkanir á reykingum á vinnustöð um eftir að settar voru reglur um tóbaksvarnir á vinnustöðum (nr. 487/1985) með stoð í lögum um tóbaksvarnir. Víða hefur þó ekki tekist að framfylgja þessum reglum sem skyldi, m.a. vegna þess að atvinnurekendur hafa ekki talið sig hafa nógu skýra skyldu í þessu sambandi og þar með heimild til afskipta. Með lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, er leitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélag inu, sbr. 1. gr. Þar segir einnig, sbr. 13. gr.: „Atvinnurekandi skal tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustað.“ 1. mgr. 16. gr. í þessu frumvarpi, um skyldu vinnuveitenda til að sjá starfsmönnum fyrir reyklausu umhverfi, er í samræmi við þessi sjónarmið. Hliðstætt ákvæði er í kanadískum lögum frá 1988. Með þessum hætti er reykingum í raun skipað með annarri mengun innan húss. Settar hafa ver ið reglur um hámark ýmissa skaðlegra efna í andrúmslofti á vinnustöðum en það er alls ekki raunhæft að því er varðar tóbaksreyk, m.a. vegna þess að í reyknum eru hundruð skaðlegra efna, þar á meðal fjöldi krabbameinsvaldandi efna, í honum er ávana- og fíkni efni (nikótín) og mjög lítið þarf af tóbaksreyk til að valda ertingu í slímhúð í öndunar vegi og augum. Þetta ber allt að þeim brunni að eðlilegast sé að útiloka tóbaksreyk sem allra mest á vinnustöðum og takmarka reykingar við alveg afmörkuð svæði.
    Könnun sem Hagvangur gerði í desember 1985 leiddi í ljós yfirgnæfandi stuðning (93% þeirra sem afstöðu tóku) við takmarkanir á reykingum á vinnustöðum og önnur könnun, gerð í apríl 1989, sýndi að álíka margir (95%) voru því hlynntir að hafa reyklausa kaffistofu á vinnustað sínum. Enn er samt langt í land að tryggt sé að sérhver starfsmaður njóti þess réttar að anda að sér lofti ómenguðu af tóbaksreyk á vinnustað sín um svo sem fram kom í könnun Hagvangs í maí 1992. Samkvæmt henni voru reyking ar leyfðar í mat- eða kaffistofu hjá 56% þeirra sem unnu utan heimilis. Fjórir af hverj um tíu þeirra, sem ekki reyktu, bjuggu við slíkt ástand. Einnig kom fram að reykingar voru leyfðar á vinnusvæði 43% þeirra sem unnu utan heimilis. Í kjölfar þessarar könn unar hóf tóbaksvarnanefnd átak til að hvetja til reykleysis á vinnustöðum og má vænta þess að ástandið sé nú orðið nokkru betra. Engu að síður er nauðsynlegt að löggjafinn stuðli að því að sú þróun verði sem örust.
    2. mgr. 16. gr., um nánari reglur, er hliðstæð 12. gr. gildandi laga.
    Skip eru sem vinnustaðir mjög ólík öðrum vinnustöðum, auk þess sem þau eru dval arstaður skipverja. Tryggja þarf að sjómenn njóti sömu réttinda og aðrir landsmenn til reyklausra vinnustaða. Í 16.3. gr. er heimild til að setja reglur um takmarkanir á reyk ingum í vinnurými og vistarverum skipshafna. Hliðstætt ákvæði er í 13.3. gr. í lögum um tóbaksvarnir, nr. 74/1984. Á grundvelli þess voru settar reglur um tóbaksreykingar um borð í skipum dags. 10. mars 1993.
    

Um 17. gr.


    Í 13.1. gr. í gildandi lögum er kveðið á um takmarkanir á reykingum í almennings farartækjum. Samkvæmt henni eru reykingar óheimilar í farþegarými almenningsfarar tækja sem rekin eru gegn gjaldtöku með þeirri undantekningu að heimilt er að leyfa reyk ingar í hluta farþegarýmis í atvinnuflugi milli landa.
    Í frumvarpi þessu er gerður greinarmunur á leigubifreiðum, hópbifreiðum og farþega flugvélum annars vegar, þar sem reykingar eru alveg bannaðar (1. mgr. 17. gr., sbr. þó um flugvélar ákvæði til bráðabirgða), og hins vegar skipum þar sem bannið nær aðeins til farþegarýmis og einskorðast við ferðir sem skemmri eru en fjórar klukkustundir (2. mgr. 17. gr.). Þessi munur styðst við eðli og gerð farartækjanna en reynt er að tryggja rétt farþega eftir megni.
    Nefna má að í reglugerð samgönguráðherra nr. 251/1984 segir: „Reykingar eru ætíð óheimilar í atvinnuflugi á innanlandsleiðum.“ Gildir það jafnt um farþega og áhöfn.
    Víða erlendis hafa verið settar nýjar reglur um takmörkun reykinga í farþegaflugi. Sem dæmi má nefna að í Bandaríkjunum eru bannaðar reykingar í innanlandsflugi sem tek ur styttri tíma en sex klukkustundir og í flugi kanadíska flugfélagsins Air Canada milli Norður-Ameríku og Evrópu eru reykingar ekki leyfðar. Frá 1. nóvember 1989 bönnuðu norrænu flugfélögin SAS og Finnair reykingar í öllu flugi innan Norðurlandanna nema til Íslands. Virðist þróunin vera sú að reykingar verði gerðar útlægar í öllu farþegaflugi. Hafa ber í huga að vindla- og pípureykingar munu víðast hvar vera bannaðar í farþega flugi, óháð lengd flugtímans. Krabbameinsfélagið, SÍBS og fleiri samtök hafa hvatt til að reykingar í millilandaflugi verði með öllu bannaðar og almenningur virðist hlynntur slíku banni samkvæmt könnun Hagvangs í maí 1990. Um 82% þeirra sem afstöðu tóku voru hlynntir banninu og meiri hluti reykingamanna studdi það.
    Samgönguráðuneytið gaf í janúar 1993 út reglugerð nr. 33/1993 sem kveður á um að frá og með 1. apríl 1993 séu reykingar ekki heimilar í flugi með farþega milli Íslands og annarra Evrópulanda og gildir það um íslensk og erlend loftför sem íslenskur aðili not ar eða ræður yfir.
    Þing Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) samþykkti 8. október 1992 að hvetja að ildarríki sín eindregið til að gera þegar í stað nauðsynlegar ráðstafanir til að takmarka, skref fyrir skref, reykingar í öllu farþegaflugi milli landa með það að takmarki að reyk ingar verði alveg bannaðar frá 1. júlí 1996.
    Þegar frumvarp þetta tekur gildi verða reykingar bannaðar í öllu farþegaflugi milli Ís lands og annarra Evrópulanda, sbr. ákvæði til bráðabirgða. Bannið nær til alls farþega flugs frá miðju ári 1996.

Um 18. gr.


    Hér er um að ræða ný ákvæði, sbr. þó um loftræstingu, 4. gr. reglna um tóbaksvarn ir á vinnustöðum nr. 487/1985. Varða þau framkvæmd á undanþágum frá reykingabanni skv. 15.–17. gr. Regla gildandi laga, 9.2. gr., að merkja skuli þau svæði þar sem óheim ilt er að reykja, gildir enn á þeim opinberum stöðum þar sem reykingar eru ekki með öllu bannaðar. Jafnframt skulu þar auðkennd þau svæði þar sem reykingar eru leyfðar.
    

Um 19. gr.


    Efni greinarinnar er nýmæli. Þar er sú ábyrgð lögð á forráðamenn húsnæðis og al menningsfarartækja að gera ráðstafanir til að framfylgja takmörkunum á reykingum, sbr. og 3. mgr. 27. gr. Með þessu er einkum átt við að setja upp þau merki sem skylt er sam kvæmt lögunum, gera starfsmönnum grein fyrir lagaákvæðum og brýna fyrir þeim að fara að lögum og áminna aðra um það eftir því sem tilefni gefst til.
    

Um 20. gr.


    Í 14.1. gr. í lögum um tóbaksvarnir er ákvæði um að fram skuli fara reglubundin fræðsla um skaðsemi tóbaksneyslu í skólum og ríkisfjölmiðlum. Hér (1. mgr. 20. gr.) er lögð til breyting á orðalagi greinarinnar í því skyni að árétta markmið fræðslunnar að draga úr tóbaksneyslu. Fræðslan þarf að sjálfsögðu að beinast að fleiru en skaðsemi neyslunnar enda hefur svo verið í reynd. Þar hefur hlutur félagasamtaka verið drýgri en hins opinbera. Mikilvægt er að styðja við bak þeirra með aukinni tóbaksfræðslu af hálfu skólakerfis og ríkisfjölmiðla.
    Með 2. mgr. 20. gr. er skylda til að aðstoða þá sem vilja hætta að reykja lögð á heilsu gæslustöðvar og sjúkrahús en ekki gert ráð fyrir beinni forgöngu heilbrigðis- og trygg ingamálaráðuneytisins í því efni svo sem er í lögum nr. 74/1984. Er þá tekið mið af reynslu undanfarinna ára og því sjónarmiði, sem m.a. var túlkað í greinargerð með lög unum, að líta beri á tóbaksvarnir sem eðlilegan þátt í heilsugæslustarfi, sbr. gildandi lög um heilbrigðisþjónustu. Engan veginn er ætlunin að taka fyrir samvinnu heilbrigðisyf irvalda við félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki um námskeið af þessu tagi þótt ekki sé kveðið á um frumkvæði ráðuneytisins eins og í gildandi lögum.
    

Um 21. gr.


    Gert er ráð fyrir (1. mgr. 21. gr.) að framlag til tóbaksvarna verði 0,3% af brúttósölu tóbaks í stað 0,2% í gildandi lögum. Tilgangurinn með þeirri hækkun er að efla tóbaks varnastarf í landinu og flýta þar með fyrir þeirri þróun sem stefnt er að með lögunum. Með þessu fæst m.a. aukið svigrúm til að veita styrki til sérstakra verkefna, þar á með al vísindarannsókna. Þess skal getið að við útreikning á brúttósölu tóbaks hefur verið miðað við verð frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins með söluskatti.
    Í gildandi lögum segir: „Tóbaksvarnanefnd gerir tillögur til ráðherra um ráðstöfun fjár ins.“ Í reynd hefur framkvæmdin verið þannig að nefndin ráðstafar fénu í samráði við ráð herra og er lagt til að sú tilhögun verði staðfest (2. mgr. 21. gr.).

Um 22. gr.


    Greinin er samhljóða 16. gr. gildandi laga.
    

Um 23. gr.


    Í ljósi þess sem nú er vitað um skaðsemi tóbaks og í samræmi við yfirlýst markmið stjórnvalda þykir ekki við hæfi að opinberir aðilar haldi þessari skaðlegu vöru að þegn unum með því að veita tóbak, t.d. í samkvæmum. Þetta sjónarmið virðist eiga mikinn hljómgrunn meðal landsmanna. Samkvæmt könnun Hagvangs fyrir tóbaksvarnanefnd í maí 1987 sögðust 89% þeirra sem afstöðu tóku vera hlynntir því að opinberir aðilar hætti að veita tóbak. Með svo eindregna afstöðu landsmanna að leiðarljósi er lagt til að þessi tilhögun verði lögfest þrátt fyrir andmæli stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram komu í umsögn um frumvarpið.
    

Um 24. gr.


    1. og 2. mgr. 24. gr. eru efnislega samhljóða 17. gr. gildandi laga. Eðlilegast er talið að heilbrigðisnefndir hafi eftirlit með smásölu á tóbaki eins og öðrum vörum sem flokk ast sem neyslu- og nauðsynjavörur.
    Ákvæði 3. mgr. 24. gr. eru nýmæli. Þau eru sett til að stuðla að því að bann við tó bakssölu til barna (1. mgr. 12. gr.) sé virt. Heilbrigðisnefndir fá heimild til að stöðva tó bakssölu um tiltekinn tíma hjá þeim sem ítrekað brjóta þetta bann. Meðan sú stöðvun stendur er Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins óheimilt að selja hinum brotlega tóbak.
    Samkvæmt könnun Hagvangs í maí 1992 lýstu 85% þeirra sem afstöðu tóku sig hlynnta þeirri hugmynd að binda tóbakssölu við sérstök leyfi sem sölustaðir gætu misst ef þeir seldu börnum tóbak. Þessi hugmynd á fylgi að fagna víða erlendis og vænta má að horfið verði að þessu ráði hér þótt síðar verði.
    

Um 25. gr.


    1. mgr. 25. gr. kemur í stað 18. gr. gildandi laga en eftirlitsaðilum hefur verið fjölg að. Nauðsynlegt er talið (2. mgr. 25. gr.) að ráðherra setji nánari ákvæði um framkvæmd eftirlitsins, m.a. um verkaskiptingu eftirlitsaðila.
    

Um 26. gr.


    Þessi ákvæði eru hliðstæð því sem er í gildandi lögum.
    

Um 27. gr.


    Ákvæði 1. og 2. mgr. 27. gr. eru efnislega samhljóða 20. gr. gildandi laga.
    Í 3. mgr. 27. gr. er nýtt ákvæði um viðurlög ef um vanrækslu í veigamiklum atrið um er að ræða á skyldum skv. 19. gr.
    

Um 28. gr.


    Greinin er samhljóða 21. gr. gildandi laga.
    

Um 29. gr.


    Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. júlí 1995.



Fylgiskjal.
    
    
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
    

Umsögn um frumvarp til tóbaksvarnalaga.


    Markmið frumvarpsins er að draga úr tóbaksneyslu og þar með úr því heilsutjóni sem slík neysla veldur reykingamanninum beint og með óbeinum hætti þeim sem verða fyr ir loftmengun af reyknum.
    Í frumvarpinu eru margvísleg atriði sem hafa áhrif á útgjöld ríkissjóðs. Vart verður um það deilt að minni reykingar skila sér í betra heilsufari og þar af leiðandi í minni út gjöldum til heilbrigðsmála og minna tekjutapi vegna veikinda. Engin leið er að meta hve mikil áhrif frumvarpið hefur á reykingavenjur og heilsufar verði það að lögum. Lítill vafi leikur á að forvarnastarf er lítur að bættri heilsu getur verið mjög arðsamt. Vegna örð ugleika við upplýsingaöflun og óvissu verður ekki gerð tilraun til að meta hugsanlegan ábata vegna áhrifa frumvarpsins á reykingar og heilsufar. Um þjóðfélagslegan kostnað af reykingum er vísað til athugunar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands nr. 10/1992.
    Hér á eftir er lagt mat á kostnað við þau atriði sem ætla má að hafi bein áhrif á út gjöld ríkissjóðs, í sömu röð og þau birtast í frumvarpinu:
    Í 3. gr. er kveðið á um að lögin taki til fríhafna, eftir því sem við á. Í greinargerð með frumvarpinu er sagt að með greininni séu tekin af öll tvímæli um að lögin gildi einnig í fríhöfnum. Mun þar fyrst og fremst átt við ákvæði um auglýsingar, sölufyrirkomulag og reglur um reykingar á almannafæri, en ekki verðlagningu. Kveða má skýrar á um að ákvæðin eiga ekki við um verðlagningu. Ákvæðið hefur ekki teljandi áhrif á útgjöld rík issjóðs.
    Í 6. gr. er mönnum í tóbaksvarnanefnd fjölgað úr þremur í fimm, en í staðinn verða ekki skipaðir varamenn. Kostnaðarauki vegna þessa verður því óverulegur.
    Í 8. gr. er lagt bann við innflutningi og sölu á munntóbaki, öðru en því sem ÁTVR framleiðir. Samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða tekur bannið gildi 1. janúar 1997. Tó baksskattur af innfluttu munntóbaki nam um 5 m.kr. árið 1993.
    Í 1. mgr. 20. gr. skal menntamálaráðherra í samráði við heilbrigðisráðherra sjá til þess að fram fari reglubundin fræðsla í því skyni að draga úr tóbaksneyslu. Þar er um nær óbreytt ákvæði frá gildandi lögum að ræða. Í 2. mgr. 20. gr. er kveðið á um að heilsu gæslustöðvum og sjúkrahúsum verði skylt að aðstoða þá sem vilja hætta að reykja, svo og að veita fræðslu um áhrif tóbaksneyslu. Ekki er mögulegt að meta með neinni vissu kostnaðarauka af ákvæðinu þar sem það er almennt orðað en hann gæti orðið verulegur eftir umfangi starfseminnar. Ef veita á aðstoð, svo sem námskeið o.fl., á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, sem ríkissjóður fjármagnar, mun slík starfsemi á almennum mark aði væntanlega að mestu hverfa nema starfsemin verði fjármögnuð með námskeiðsgjöld um. Gera verður ráð fyrir að notendur þjónustunnar þurfi a.m.k. að greiða komugjöld á heilsugæslustöðvar en allur kostnaður umfram það lendi á ríkissjóði. Ekki verður séð að ofangreindar stofnanir séu undir það búnar að taka við slíkum verkefnum án aukinna fjár framlaga úr ríkissjóði eða fái heimild til innheimtu námskeiðsgjalda.
    Í 1. mgr. 21. gr. er kveðið á um að verja skuli 0,3% af brúttósölu tóbaks til tóbaks varnastarfs, í stað 0,2% í gildandi lögum. Samtals gerir þetta um 12 m.kr. útgjöld sem er hækkun um 4 m.kr. frá gildandi lögum.
    Í ákvæði til bráðabirgða V er kveðið á um að verð á tóbaki skuli hækka um 10% ár lega umfram almennt vöruverð á árunum 1995–1999. Það þýðir 61% hækkun umfram almennt verðlag á tímabilinu. Ef miðað er við 2% árlega verðbólgu þarf 12% hækkun á verði tóbaks til að markmið frumvarpsins náist. Slík verðbreyting mun valda um 0,2% hækkun á framfærsluvísitölu á ári umrædd fimm ár. Fjármálaráðuneytið hefur ekki gert athuganir á áhrifum svo mikilla verðbreytinga á tóbakssölu og er því óvíst hve mikil áhrifin á tekjur ÁTVR verða. Gera má ráð fyrir að verulega dragi úr neyslu tóbaks verði af hækkuninni og neytendur leiti í ríkara mæli eftir því að nálgast vöruna eftir öðrum leiðum. Þar sem tóbak er ávanabindandi má þó gera ráð fyrir að minni neysla vegi ekki upp verðhækkun og að tekjur ÁTVR hækki því nokkuð. Rétt er að minna á að ýmis önn ur ákvæði frumvarpsins munu að líkindum einnig draga úr tóbakssölu.
    Að öllu samanlögðu er líklegt að tekjuauki ríkissjóðs verði hærri en nemur beinum út gjaldaauka ef frumvarpið verður að lögum.
    Rétt er að benda á að ýmis ákvæði frumvarpsins stangast í nokkrum veigamiklum at riðum á við stefnu fjármálaráðuneytisins í sölumálum tóbaksvara og verður athugasemd um um það komið á framfæri annars staðar.