Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 171 . mál.


564. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um laun og önnur starfskjör bæjar stjóra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1 .     Hver eru laun og önnur starfskjör bæjarstjóra, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
                  Óskað er svofelldrar sundurliðunar:
                   a .     umsamin mánaðarlaun,
                   b .     yfirvinna, unnin eða óunnin,
                   c .     aðrar umsamdar greiðslur samtals, svo sem bílastyrkur, risna og símakostnaður.

     2 .     Í hvaða lífeyrissjóð er greitt?
     3 .     Hver eru uppsagnar- og starfslokaákvæði?

    Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga:
    Bæjarstjórar eru ekki í stéttarfélögum bæjarstarfsmanna eða öðrum stéttarfélögum sem semja um laun fyrir sína félagsmenn. Hver einstök bæjarstjórn/bæjarráð gerir því sérstakan samning um starfskjör bæjarstjóra í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Það er í valdi viðkomandi sveitarstjórnar hvort upplýsingar eru gefnar um slíka samninga og hvort þeir séu gerðir opinber ir.
    Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga liggja því ekki fyrir neinar upplýsingar um starfskjör bæjarstjóra.