Ferill 375. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 375 . mál.


604. Skýrsla



Íslandsdeildar þingmannanefndar Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, fyrir árið 1994.

I. Almennt starf.
    Þingmannanefnd EFTA var stofnuð árið 1977 með það hlutverk að vera ráðgefandi fyrir EFTA. Umsvif og starfsemi nefndarinnar fóru vaxandi þegar samningar hófust um Evrópska efnahagssvæðið (EES) árið 1989. Mikilvægi nefndarinnar jókst enn þegar EES-samningurinn tók gildi 1. janúar 1994, en fulltrúar úr henni skipa EFTA-hluta hinnar sameiginlegu þing mannanefndar EES.
    Þingmannanefnd EFTA heldur fundi nokkrum s innum á ári. Á milli funda hittist dagskrárnefnd þingmannanefndarinnar, en hún gerir eins og nafnið bendir til tillögur að dagskrá og verk efnum þingmannanefndarinnar, auk þess sem hún fjallar um aðkallandi mál. Í dagskrárnefnd sitja tveir fulltrúar frá hverju EFTA-landi. Í Íslandsdeildinni hefur auk formanns einn fulltrúi stjórnarandstöðu sótt fundi dagskrárnefndarinnar. Innan þingmannanefndarinnar eru starfandi þrír vinnuhópar, vinnuhópar um landbúnað og sjávarútveg, fjármál og umhverfismál og hittast þeir yfirleitt í tengslum við fundi þingmannanefndarinnar.
    Þingmannanefnd EFTA hefur einnig samstarf við ríki Mið- og Austur-Evrópu, en það sam starf hefur aukist á undanförnum árum vegna aukinna viðskiptatengsla og samninga við þessi ríki. Þá hefur þingmannanefnd EFTA á undanförnum árum haft samskipti við Evrópuþingið og eru þau samskipti nú orðin formleg eftir gildistöku EES-samningsins og stofnun þingmanna nefndar EES. Þingmannanefnd EFTA hafði í samvinnu við Evrópuþingið frumkvæði að því að í samningnum um EES var gert ráð fyrir sextíu og sex manna sameiginlegri þingmannanefnd (95. gr. samningsins). Hin sameiginlega þingmannanefnd EES á að fara ofan í saumana á nýrri EES-löggjöf á undirbúningsstigi og gefa álit sitt á EES-málum. Nefndin fundar tvisvar á ári, en framkvæmdastjórn hennar hittist á milli funda.
    Hvert EFTA-ríki má senda fimm aðalmenn og tvo áheyrnarfulltrúa á fundi þingmannanefnd ar EFTA þótt Íslandsdeildin nýti heimildina alla jafna ekki til fulls. Á fundi þingmannanefndar EES hefur Íslandsdeildin rétt á að senda fjóra aðalmenn. (Ísland fékk úthlutað þremur sætum en geymir þar að auki eitt sæti fyrir Liechtenstein þangað til það getur tekið þátt í EES.)
    Ljóst er að innganga fjögurra EFTA-ríkja í ESB 1. janúar 1995 mun hafa áhrif á framtíðar starf EFTA og þar með þingmannanefndarinnar. Þingmenn þeirra ríkja sem eftir verða í EFTA hafa komist að þeirri niðurstöðu að mikilvægt sé að halda samstarfinu áfram þó að aðstæður séu breyttar. Jafnframt freistar þingmannanefndin þess nú að ná samkomulagi við Evrópuþingið um hvernig skipulagi og starfsemi þingmannanefndar EES skuli háttað í framtíðinni. Hagsmunir þeirra ríkja sem eftir verða í EFTA hvað snertir áframhaldandi öflug tengsl við Evrópuþingið eru augljósir.


II. Fulltrúar Alþingis í þingmannanefnd EFTA.
    Íslandsdeildin var skipuð sem hér segir á árinu 1994: Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæðisflokki, formaður deildarinnar, Páll Pétursson, Framsóknarflokki, Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjálfstæðisflokki, Gísli S. Einarsson, Alþýðuflokki, Guðrún Helgadóttir, Alþýðubandalagi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista. Í maí hvarf Ingibjörg Sólrún úr Íslandsdeildinni er hún hætti þingmennsku. Guðrún J. Halldórsdóttir tók sæti hennar í deildinni fram að 118. þingi, en þá tók Anna Ólafsdóttir Björnsson við sætinu. Belinda Theriault, alþjóðaritari Alþingis, er ritari Íslandsdeildarinnar. Íslandsdeildin hélt fjóra formlega fundi á árinu, auk þess sem hún fundaði einu sinni með utanríkismálanefnd.
    Einn aðalmaður og einn varamaður úr hverri landsdeild sitja í hverjum vinnuhópi þing mannanefndar EFTA. Íslandsdeildin skiptir með sér verkum sem hér segir:

Vinnuhópur um fjármál:     Guðrún Helgadóttir,
    til vara:               Gísli Einarsson.
Vinnuhópur um umhverfismál:     Eyjólfur Konráð Jónsson,
    til vara:               Anna Ólafsdóttir Björnsson
                                 (áður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir).
Vinnuhópur um landbúnað og sjávarútveg:     Vilhálmur Egilsson,
    til vara:               Páll Pétursson.

Vilhjálmur hefur jafnframt gegnt formennsku í vinnuhópnum um landbúnað og sjávar útveg.

III. Starfsemi þingmannanefndar EFTA á árinu 1994.
    Umsvif og starfsemi á árinu báru merki þess aukna vægis sem þingmannanefnd EFTA hefur öðlast innan EFTA á undanförnum árum. Á árinu 1994 var miklum tíma þing mannanefndar EFTA varið til að hlúa að samstarfi við Evrópuþingið á vettvangi hinnar sameiginlegu þingmannanefndar EES. Þar sem þessi samstarfsvettvangur var alveg nýr var starf þess eðlilega enn í mótun. Þá var sérstaklega mikilvægt fyrir fulltrúa þeirra ríkja sem eftir verða í EFTA að rækta tengsl sín við Evrópuþingmenn. Jafnframt lögðu full trúar þessara ríkja áherslu á að ræða framtíð EFTA og móta stefnu í því máli. Þá var lögð áhersla á að fylgjast vel með gangi EES-mála, að fá upplýsingar frá embættismönnum stofnana EFTA og frá ráðherraráðinu um þau mál og koma skoðun þingmanna á fram færi við þessa aðila. Þrátt fyrir hina miklu áherslu á EES-mál rækti þingmannanefnd EFTA einnig samstarfið við ríki Mið- og Austur-Evrópu og hélt með fulltrúum þeirra stóran fund þar sem skipst var á skoðunum og upplýsingum og rætt um samstarf þess ara ríkja við EFTA, auk þess sem sendinefnd þingmannanefndarinnar fór í upplýsinga ferð til Slóveníu.
    Vinnuhópur þingmannanefndar EFTA um umhverfismál hitti á árinu fulltrúa frá sam tökum er nefnast Globe, en í þeim samtökum eru þingmenn frá Evrópuþinginu, Banda ríkjunum, Rússlandi og Japan sem vinna að umhverfismálum. Óskuðu samtökin eftir sam starfi við fulltrúa þjóðþinga EFTA-ríkjanna. Íslandsdeildin ákvað, þar sem hún taldi mál ið ekki heyra beint undir hana, að kynna þetta mál fyrir þingflokkum og síðan umhverf isnefnd Alþingis, en nefndin hefur síðan tekið að sér tengsl við samtökin.
    Þess ber að geta sérstaklega að Íslandsdeildin tók upp umræður um mengun hafsins af völdum kjarnorkuúrgangs frá kjarnorkuendurvinnslustöðvum innan vinnuhóps þing mannanefndar um umhverfismál. Íslenskir og norskir þingmenn beindu í framhaldi af því skriflegum spurningum til ráðherraráðs EES um málið í október sl. Beðið er eftir svari.
    Loks má geta þess að Íslandsdeildin tók þátt í að taka á móti Íslandsnefnd Evrópu þingsins sem kom til Íslands 16.–19. febrúar í boði utanríkismálanefndar.
    Þingmannanefnd EFTA varð með gildistöku EES-samningsins að formi til tvískipt og eru nefndirnar kallaðar hér á eftir til aðgreiningar þingmannanefnd EFTA I og þing mannanefnd EFTA II þegar um fundi nefndarinnar er að ræða. Aðgreiningin byggist á því að Sviss og Liechtenstein eiga ekki aðild að EES og eiga því ekki aðild að þingmanna nefnd EFTA II sem fjallar um EES-mál og myndar EFTA-hlutann í þingmannanefnd EES.

a.    Fundur formanna landsdeilda þingmannanefndar EFTA og fundur framkvæmdastjórn ar þingmannanefndar EES með formönnum landsdeilda þingmannanefndar EFTA.
    Fundirnir voru haldnir 11. janúar í Brussel. Vilhjámur Egilsson sótti fundina fyrir hönd Íslandsdeildarinnar. Starfsáætlun þingmannanefndar EFTA var rædd á fyrri fundinum. Á báðum fundum voru starfsreglur þingmannanefndar EES ræddar og farið var yfir und irbúning fyrir fyrsta fund þingmannanefndar EES.

b.    Fyrsti fundur þingmannanefndar EFTA II og fyrsti fundur þingmannanefndar EES.
    Fundina sóttu af hálfu Íslandsdeildarinnar Vilhjálmur Egilsson formaður, Páll Pét ursson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Gísli S. Einarsson og Guðrún Helgadóttir. Fund irnir fóru fram í Brussel dagana 24.–25. janúar. Á fyrsta fundi þingmannanefndar EFTA II var farið yfir starfsáætlun þingmannanefndar EFTA fyrir fyrri part ársins, rætt var um samstarf við ríki Mið- og Austur-Evrópu og fundur þingmannanefndar EES var undir búinn. Formaður þingmannanefndar EFTA II var kjörinn Haakon Blankenborg frá Nor egi og varaformaður Erkki Tuomioja frá Finnlandi. Í framkvæmdastjórn þingmanna nefndar EES voru kjörnir fyrir hönd þingmannanefndar EFTA Haakon Blankenborg, Erkki Tuomioja, Lars Tobison frá Svíþjóð og Herbert Schmidtmeier frá Austurríki.
    Egon Klepsch, þáverandi forseti Evrópuþingsins, og Kirste Kolle Gröndahl, forseti norska Stórþingsins, opnuðu fund þingmannanefndar EFTA. Gary Titley, formaður EES-sendinefndar Evrópuþingsins, var kjörinn formaður þingmannanefndar EES og Haakon Blankenborg, formaður þingmannanefndar EFTA, varaformaður. Ávörp fluttu Al exandros Baltas, utanríkisviðskiptaráðherra Grikkja, Pertti Salolainen, formaður ráð herraráðs EFTA, og Hans van den Broek frá framkvæmdastjórn ESB. Þingmannanefnd EES samþykkti starfsreglur sínar. Umræður fóru fram um viðbótarpakka EES og eftir litsstofnun EFTA. Rætt var um framtíðarstarf nefndarinnar og valdir framsögumenn til að taka saman skýrslur fyrir næsta fund nefndarinnar.

c.    Fundur vinnhóps þingmannanefndar EFTA um fjármál.
    Fundur vinnuhópsins var haldinn 24. febrúar og hófst í höfuðstöðvum eftirlitsstofn unar EFTA (ESA). Fundinn sátu fulltrúar allra EFTA-ríkjanna. Fyrir hönd Íslandsdeild arinnar sat ritari fundinn. Knut Almestad, forseti ESA, tók á móti vinnuhópnum ásamt Svein Arneberg, yfirmanni rekstrarsviðs ESA, og Eijo Vuorikallio sem hefur umsjón með fjármálum ESA. Umræður voru um hlutverk ESA, skipulag þess og fjármál.

d.    Fundir dagskrárnefndar þingmannanefndar EFTA og vinnuhóps um umhverfismál.
    Vilhjálmur Egilsson og Páll Pétursson sóttu fundina f.h. Íslandsdeildarinnar. Unnið var að undirbúningi næstu funda þingmannanefnda EFTA og EES á fundi dagskrárnefndar. Á fundi vinnuhópsins var rætt um EES-reglur á undirbúningsstigi á sviði umhverfismála. Jafnframt tóku fulltrúar Íslandsdeildarinnar upp mengun hafsins af völdum kjarnorku úrgangs frá kjarnorkuendurvinnslustöðvum. Ákveðið var að ræða það mál frekar síðar.

e.    Heimsókn þingmannanefndar EFTA I til Slóveníu í apríl.
    Sendinefnd þingmannanefndar EFTA heimsótti þing Slóveníu í Ljubliana dagana 7.–8. apríl. Fulltrúi Íslandsdeildarinnar var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Markmið heimsókn arinnar var að auka samskipti við þingmenn í Slóveníu, en þeir höfðu á 3. fundi þing mannanefndar EFTA með fulltrúum ríkja Mið- og Austur-Evrópu í október 1993 rætt um áhuga Slóvena á inngöngu í EFTA. Jafnframt vildu báðir aðilar kanna möguleika á aukn um viðskiptum og liðka fyrir samningum um fríverslun milli EFTA og Slóveníu.

f.     Fundir þingmannanefndar EFTA I og II, vinnuhópa og þingmannanefndar EES.
    Dagana 25.–27. apríl voru haldnir eftirfarandi fundir á vegum þingmannanefndar EFTA í Helsinki: 34. fundur þingmannanefndar EFTA I, 2. fundur þingmannanefndar EFTA II, 2. fundur þingmannanefndar EES og fundir í vinnuhópum þingmannanefndar EFTA um landbúnað og sjávarútveg og umhverfismál. Fundina sátu af hálfu Íslands deildarinnar Vilhjálmur Egilsson, formaður Íslandsdeildarinnar, Gísli Einarsson, Guð rún Helgadóttir og Páll Pétursson, auk ritara Íslandsdeildarinnar.
    Á aðalfundi þingmannanefndar EFTA I var Jörn Donner frá Finnlandi kjörinn for maður til eins árs og Büchel frá Liechtenstein varaformaður. Á aðalfundi þingmanna nefndar EFTA II var Donner einnig kjörinn formaður en Schmidtmeier frá Austurríki kjörinn varaformaður. Rætt var um starfsemi síðasta árs og framtíðaráherslur þingmanna nefndarinnar og vinnuhópanna. Lögð var fram skýrsla um ferð sendinefndar til Slóveníu í byrjun apríl og skýrði formaður sendinefndarinnar frá því að stjórnmálaleg og efna hagsleg þróun landsins hefði vakið aðdáun sendinefndarinnar allrar og að hún væri sam mála um að bjóða ætti Slóveníu velkomna í EFTA hefði landið áhuga á inngöngu.
    Viðbótarpakkinn var ræddur í þingmannanefnd EFTA II og þingmannanefnd EES. Ákveðið var að þingmenn í þingmannanefnd EES beittu sér ákaft fyrir því að málið yrði tekið á dagskrá Evrópuþingsins og m.a. að formaður þingmannanefndar EES, Gary Titley, skrifaði Egon Klepsch, forseta Evrópuþingsins, bréf og óskaði eindregið eftir því að mál ið yrði sett á dagskrá þingsins 4. maí. (Þess má geta að þessi þrýstingur bar árangur. Mál ið komst á dagskrá til afgreiðslu 4. maí.)
    Ýmsir gestir ávörpuðu fundina, þar á meðal Pertti Salolainen, formaður ráðherraráðs EFTA og utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands, Stylianos Valsamas-Rallis, sendiherra Grikklands í Finnlandi, og Steffen Smidt, yfirmaður starfshóps framkvæmdastjórnar ESB um stækkun sambandsins. Jafnframt sátu fundina framkvæmastjóri EFTA, Georg Reisch, og fulltrúar frá eftirlitsstofnun EFTA sem svöruðu fyrirspurnum sem til þeirra var beint.
    Rætt var um framtíð EFTA og EES. Fram kom að aðildarríki EFTA hefðu gefið fyr irmæli um að starfsfólk yrði einungis ráðið fram í júní 1995. Jafnframt að öll tæki fyr ir stofnanir EFTA hefðu verið tekin á leigu og þeim mætti skila með skömmum fyrir vara. Þá kom fram að aðildarríki EFTA ættu að gefa tólf mánaða fyrirvara áður en þau yfirgæfu stofnunina. Ákveðið hefði verið meðal aðildarríkja EFTA að veita ríkjum svig rúm varðandi þetta, en þau ríki, sem gengju í ESB 1. janúar 1995, mundu virða fjár hagsskuldbindingar sínar við EFTA í sex mánuði eftir að þau gengju í ESB. Íslenska sendinefndin spurði um stofnanaþáttinn og hvernig menn sæju fyrir sér samstarfið við þá sem eftir yrðu í EES. Embættismenn EFTA og ESB töldu þessi mál vera mjög viðkvæm, sögðu viðræður vera á byrjunarstigi og vildu lítið ræða þau á þessum tíma. Íslenska sendi nefndin lagði áherslu á að réttindi þeirra sem væru aðilar að EES en gengju ekki í ESB yrðu ekki skert þó að önnur EFTA-ríki gengju í sambandið. Flestir voru sammála um að EES hefði starfað vel fyrstu mánuðina þótt vissulega mætti finna nokkur dæmi um erf iðleika. Upplýsingar komu fram um fyrirhugaðar þjóðaratkvæðagreiðslur í Austurríki, Sví þjóð, Noregi og Finnlandi.
    Nýr stjórnmálahópur innan þingmannanefndar EES var stofnaður á fundinum, „the Open Europe Group“. Tveir íslenskir þingmenn voru meðal stofnenda hópsins, Guðrún Helgadóttir og Páll Pétursson. Formaður hópsins er Jens-Peter Bonde.
    Skýrslur voru lagðar fram í þingmannanefnd EES um „frelsin fjögur“, samkeppnis mál og um jaðarmálefni EES-samningsins. Jafnframt voru ályktanir samþykktar um þessi mál. Ákveðið var að bæta einum málaflokki við fyrir næsta fund, þ.e. félagslegum mál efnum.

g.    Fundur þingmannanefnda EFTA I og II, fundur í vinnuhópum um landbúnað og sjáv arútveg og umhverfismál og fundur með ráðherraráði EFTA.
    21. júní voru haldnir eftirfarandi fundir á vegum þingmannanefndar EFTA í Helsinki: 35. fundur þingmannanefndar EFTA I, 3. fundur þingmannanefndar EFTA II, fundir í vinnuhópum þingmannanefndar EFTA um landbúnað og sjávarútveg og umhverfismál og 10. fundur þingmannanefndar EFTA með ráðherraráði EFTA. Jafnframt funduðu stjórn málahópar sem starfa innan þingmannanefndarinnar. Fundina sátu af hálfu Íslandsdeild arinnar Vilhjálmur Egilsson, formaður Íslandsdeildarinnar, Gísli Einarsson og Páll Pét ursson, auk ritara.
    Áður en framannefndir fundir hófust hittust fulltrúar Íslands, Sviss og Liechtenstein á óformlegum fundi. Ákveðið var að þessi ríki funduðu í september til að ræða framtíð EFTA. Fundurinn yrði haldinn í tengslum við fund dagskrárnefndar þingmannanefndar EFTA í september. Tilgangurinn með fundinum væri að ræða framhald EFTA-starfsins þegar eða ef öll EFTA-ríkin, sem sótt hefðu um aðild að ESB, gengju inn í sambandið, framtíð stofnana EFTA og EES og hugsanlega stækkun EFTA í austurátt. Rætt var um mikilvægi þess að landsdeildirnar ræddu málin og mynduðu sér skoðun fyrir haustið. Jafnframt var rætt um að bjóða framkvæmdastjóra EFTA á fundinn ásamt fastafulltrú um landanna hjá EFTA.
    Austurríkismenn skýrðu frá úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu þeirra um aðild að ESB. Í framhaldi af því skýrðu fulltrúar Finnlands, Svíþjóðar og Noregs frá stöðu mála varð andi ESB-aðild í þeirra heimalöndum. Fulltrúar Evrópuþingsins komu á fundinn og skýrðu frá úrslitum kosninga til Evrópuþingsins og ræddu um hugsanleg áhrif þeirra á stjórnmál í Evrópu og á störf Evrópuþingsins.
    Að frumkvæði Íslandsdeildarinnar var aðaldagskrárefni umhverfishóps þingmanna nefndar EFTA á þessum fundi mengun hafsins af völdum kjarnorkuendurvinnslustöðva og hugsanleg efnahagsleg áhrif hennar á EES-svæðinu. Davíð Egilsson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun, fræddi fundarmenn um þetta mál. Ákveðið var að í framhaldi af þessum fundi mundi Íslandsdeildin skrifa stutta greinargerð um málið ásamt ályktun og leggja fyrir næsta fund vinnuhópsins í október með það fyrir augum að málið yrði síð an tekið upp í þingmannanefnd EES.
    Á fund vinnuhóps þingmannanefndar EFTA um landbúnað og sjávarútveg mætti sér fræðingur finnska landbúnaðarráðuneytisins og ræddi við fundarmenn um aðlögun finnsks landbúnaðar að landbúnaðarstefnu ESB.
    Fundi þingmannanefndar EFTA með ráðherraráði EFTA sátu jafnframt framkvæmda stjóri EFTA og embættismenn EFTA-dómstólsins og eftirlitsstofnunar EFTA. Árangur inn af EES-samstarfinu til þessa var metinn og rætt var um ýmis EES-tengd mál, m.a. starfsemi eftirlitsstofnunarinnar og dómstólsins, einkasölu ríkisins á áfengi á Norður löndum, stofnanamál EFTA eftir hugsanlega brottför fjögurra aðildarríkja og hugsan lega aðild Austur-Evrópuríkja að EFTA. Upplýst var að von er á skriflegu svari við til lögum síðasta fundar þingmannanefndar EES frá sameiginlegu EES-nefndinni.

h.    Fundur dagskrárnefndar þingmannanefndar EFTA, fundur framkvæmdastjórnar þing mannanefndar EES og fundur um framtíð EFTA.
         Fundir voru haldnir 15. september í Brussel í dagskrárnefnd þingmannanefndar EFTA, vinnuhópi þingmannanefndar EFTA um fjármál og framkvæmdastjórn þing mannanefndar EES (óformlegur fundur). Fundur var haldinn 16. september í Bern um framtíð EFTA.
    Dagskrárnefndarfundinn sátu fyrir hönd Íslandsdeildarinnar Vilhjálmur Egilsson, Páll Pétursson og ritari deildarinnar. Skýrt var frá því í upphafi fundarins að Evrópuþingið hefði ekki enn tilnefnt fulltrúa til setu í þingmannanefnd EES vegna almennra deilna inn an þingsins um skiptingu sæta í nefndum milli þingflokka. Þetta skapaði erfiðleika fyr ir fyrirhugaðan fund þingmannanefndar EES í október. Raddir væru uppi innan Evrópu þingsins um að fresta fundinum fram í nóvember eða desember þegar ljóst yrði hvaða EFTA-ríki gengju í ESB um áramót. Fundarmenn bentu á að ef fundurinn yrði haldinn í október mundi aðaláherslan vera á EES-mál, en ef hann yrði haldinn seinni partinn í nóvember eða í desember væri hætta á að stækkun ESB yrði aðalumræðuefnið. Tekið var fram að drög að skýrslum, sem leggja ætti fyrir fundinn í október, væru tilbúin. Fund armenn voru sammála um að hvetja Evrópuþingið til að leysa sín innri vandamál og þrýsta á að fundurinn yrði haldinn í október eins og löngu hefði verið ákveðið.
    Vilhjálmur Egilsson kynnti skjal frá Íslandsdeildinni með greinargerð um mengun hafsins af völdum geislavirks úrgangs og spurningalista til ráðherraráðs EES sem Ís landsdeildin hygðist senda ráðherraráðinu á grundvelli 16. gr. starfsreglna þingmanna nefndar EES. Norðmenn báðu um að fá að koma með breytingartillögu þannig að betur kæmi fram mikilvægi málsins fyrir önnur Norðurlönd en Ísland. Var ákveðið að Norð menn og Íslendingar ynnu að því sameiginlega áður en málið yrði sent til ráðherraráðs ins.
    Rætt var um að halda fund með fulltrúum frá Mið- og Austur-Evrópu í desember í tengslum við ráðherrafund EFTA. Ákveðið var að stefna að slíkum fundi og bjóða 2–3 fulltrúum allra samstarfsríkja EFTA.
    Fund vinnuhópsins um fjármál sátu fyrir hönd Íslandsdeildarinnar Guðrún Helgadótt ir, Gísli S. Einarsson og ritari deildarinnar. Björn Friðfinnsson kynnti starfsemi ESA frá gildistöku EES-samningsins. Hann kynnti fjárhagsáætlun ESA fyrir fyrstu sex mánuði 1995, en hún gerði ráð fyrir fullri starfsemi til 1. júlí 1995. Hann útskýrði að EFTA-ríkin innan EES væru nú að semja um aðlögunartímabil fyrir ESA áður en stofnunin yrði lögð niður. Skrifa ætti undir samninginn fyrir lok september. Gert væri ráð fyrir að ESA héldi eftirlitshlutverki sínu í þrjá mánuði eftir væntanlega inngöngu fjögurra EFTA-ríkja í ESB (1. janúar 1995) og jafnframt að ESA fylgdi málum eftir fyrir EFTA-dómstóln um í mesta lagi í sex mánuði eftir inngönguna, en hefði möguleika á framlengingu um þrjá mánuði í viðbót ef þörf krefði. Jafnframt þyrfti ESA að afhenda framkvæmdastjórn ESB viðeigandi gögn og mál áður en stofnunin yrði lögð niður. Drög að áliti varðandi fjárhagsáætlun ESA voru lögð fyrir fundinn og samþykkt.
    Fund framkvæmdastjórnar EES sátu fyrir hönd Íslandsdeildarinnar Vilhjálmur Egils son og ritari. Þar sem Evrópuþingið er ekki búið að tilnefna í þingmannanefnd EES var einungis hægt að halda óformlegan fund. Tekið var skýrt fram af hálfu þingmannanefnd ar EFTA að hún vildi að fyrirhugaður fundur þingmannanefndar EES 13. október yrði haldinn og jafnframt að það væri ekki hlutverk þingmannanefndar EES að ræða stækk un ESB heldur ætti hún að halda sig við EES-mál og því væri engin ástæða til að fresta fundinum þar til þjóðaratkvæðagreiðslur um inngöngu í ESB hefðu farið fram í Finn landi, Noregi og Svíþjóð. Fulltrúar Evrópuþingsins lofuðu að koma skilaboðum þing mannanefndar EFTA á framfæri innan Evrópuþingsins og reyna að koma til móts við ósk ir hennar.
    Fundur um framtíð EFTA var haldinn í Bern í boði svissneska þingsins og sátu hann fulltrúar Sviss, Íslands og Liechtenstein. Fundinn sóttu fyrir hönd Íslandsdeildarinnar Vil hjálmur Egilsson, Páll Pétursson, Gísli S. Einarsson, Guðrún Helgadóttir, Guðrún J. Hall dórsdóttir og ritari Íslandsdeildarinnar. Jafnframt sátu fundinn Kjartan Jóhannsson, fram kvæmdastjóri EFTA, og aðrir embættismenn EFTA, auk fulltrúa utanríkisráðuneyta Sviss og Íslands.
    Eftir nokkra umræðu voru fundarmenn sammála um að ef EFTA yrði viðhaldið í ein hverri mynd væri mikilvægt að þingmannasamstarfið legðist ekki niður þó að það yrði með öðrum hætti en hingað til. Þingmannanefndin mundi undir slíkum kringumstæðum auka samstarfið við ríki Mið- og Austur-Evrópu og leggja áherslu á samstarf og tengsl við Evrópuþingið. Ákveðið var að halda annan fund í desember í tengslum við fundi þingmannanefndar EFTA. Samþykkt var að fundurinn léti frá sér fréttatilkynningu þar sem niðurstöður fundarins kæmu fram.

i.    Fundur þingmannanefndar EES, sameiginlegur fundur þingmannanefndar EFTA I og II og fundur vinnhóps um landbúnað og sjávarútveg.
    Dagana 12.–13. október sl. voru haldnir eftirfarandi fundir á vegum þingmannanefnd ar EFTA í Brussel: Fundur í vinnuhópi þingmannanefndar EFTA um landbúnað og sjáv arútveg, sameiginlegur fundur þingmannanefnda EFTA I og II og fundur þingmanna nefndar EES. Fundina sátu af hálfu Íslandsdeildarinnar Vilhjálmur Egilsson, formaður Ís landsdeildarinnar, Páll Pétursson, Gísli S. Einarsson og Anna Ólafsdóttir Björnsson, auk ritara Íslandsdeildarinnar.
    Gestur fundar vinnuhóps þingmannanefndar EFTA um landbúnað og sjávarútveg var Dirk Ahner, forstöðumaður áætlanadeildar landbúnaðarmálaskrifstofu framkvæmdastjórn ar ESB (DG VI), sem ræddi hina sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB (CAP) og fram tíð hennar. Hann sagði að ESB hefði hafið umbætur á landbúnaðarstefnunni árið 1992, en aðlögunartímabilið vegna umbótanna stæði út markaðsárið 1995–96. Eftir þann tíma kæmu umbæturnar fyrst að fullu til framkvæmda, en segja mætti að mjög vel hefði geng ið fyrstu tvö árin að koma framkvæmdunum áleiðis. Framleiðsla og birgðir færu minnk andi í þeim greinum sem umbæturnar næðu til. Hann gerði ekki ráð fyrir meiri háttar við bótarumbótum á næstu árum því að reynsla þyrfti að fást af umbótum sem gerðar hefðu verið. Ahner taldi ólíklegt að landbúnaðarmál yrðu ofarlega á baugi á ríkjaráðstefnu ESB sem hefst 1996, umræða um þau mundi snúast um langtímamarkmið. Hann nefndi fjög ur atriði sem hefðu mótandi áhrif á stefnu ESB í landbúnaðarmálum í framtíðinni: Mat á umbótum þeim sem hófust 1992, nauðsyn þess að taka tillit til umhverfismála við mót un landbúnaðarstefnu, væntanlega inngöngu ríkja Mið- og Austur-Evrópu í ESB eftir aldamót og umræður um framtíðarumbótastefnu í landbúnaðarmálum sem hæfust vænt anlega undir aldamót í tengslum við umræður um nýja GATT-(eða WTO-)lotu. Þá sagði hann 65% bænda innan ESB vera 55 ára eða eldri og að margir þeirra ættu engan arf taka. Því hefðu núverandi umbætur ekki mikla röskun á atvinnumálum í för með sér.
    Jón Baldvin Hannibalsson, formaður ráðherraráða EFTA og EES, ávarpaði fund þing mannanefndar EES og svaraði fyrirspurnum. Hannes Hafstein, formaður sameiginlegu EES-nefndarinnar, Graham Avery f.h. framkvæmdastjórnar ESB og Knut Almestad f.h. eftirlitsstofnunnar EFTA tóku jafnframt þátt í umræðunum. Rætt var um það að of lang ur tími liði frá því að regla kæmist til framkvæmda innan ESB þangað til hún tæki gildi á EES-svæðinu þar sem ferillinn innan ESB væri of flókinn og langdreginn. Upplýst var að búið væri að leggja fram tillögu til einföldunar á þessum ferli innan ESB og að hún væri nú til umfjöllunar innan Evrópuþingsins. Vilhjálmur Egilsson lagði fram ályktun í þingmannanefnd EES þar sem þingmannanefndin hvetur Evrópuþingið til að samþykkja tillöguna með skjótum hætti. Ályktunin var samþykkt.
    Þá var m.a. rætt um ýmis mál sem til umfjöllunar voru í eftirlitsstofnun EFTA, fram kvæmd samningsins með tilliti til viðurkenningar prófa og atvinnuréttinda, umhverfis mál og framtíð EES-samningsins. Vilhjálmur Egilsson spurði hvort búið væri að gera ráð stafanir til þess að koma í veg fyrir að vandamál tengd viðskiptum með fisk eins og kom ið hefðu upp fyrr á árinu í Frakklandi kæmu upp aftur á næsta ári. Hann fékk þau svör að framkvæmdastjóri ESB hefði fullvissað samstarfsaðila sína innan EES um að allt yrði gert til að forðast að slík vandamál kæmu upp aftur. Hins vegar var bent á að slíkt væri seint fulltryggt fyrir fram, enda hefði ESB engan her til að fylgja málum eftir.
    Upplýst var að ekki væri búið að svara spurningum þeim sem þingmenn Íslands og Noregs í þingmannanefnd EES hefðu lagt fram til ráðherraráðs EES og fastanefndarinn ar um mengun hafsins af völdum kjarnorkuúrgangs frá kjarnorkuendurvinnslustöðvum þar sem hvorki fastanefndin né ráðherraráðið hefði komið saman síðan spurningarnar bár ust. Þingmenn óskuðu eftir svari sem fyrst.
    Skýrslur voru lagðar fram um evrópsk fjarskipta- og samgöngunet, samkeppnismál og ríkisaðstoð og félagsleg málefni. Ályktanir um fjarskipta- og samgöngunet og um fé lagsleg málefni voru samþykktar.
    
j.    Fundur með fulltrúum ríkja Mið -og Austur-Evrópu, sameiginlegur fundur þing mannanefndar EFTA I og II og fundur með ráðherraráði EFTA.
    Dagana 11.–13. desember sl. voru haldnir eftirfarandi fundir á vegum þingmanna nefndar EFTA í Genf: óformlegur fundur fulltrúa þeirra ríkja sem áfram verða í EFTA, fundur með fulltrúum ríkja Mið- og Austur-Evrópu, fundur með ráðherraráði EFTA og fundur þingmannanefndar EFTA I og II. Fundina sátu af hálfu Íslandsdeildarinnar Vil hjálmur Egilsson, formaður Íslandsdeildarinnar, Páll Pétursson, Gísli S. Einarsson, Guð rún Helgadóttir og Anna Ólafsdóttir Björnsson, auk ritara Íslandsdeildarinnar.
    Aðalumræðuefni fundanna var framtíð EFTA og EES, sérstaklega með tilliti til þing mannasamstarfs. Fram kom hjá þingmönnum þeirra ríkja sem áfram verða í EFTA — Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein — að nauðsynlegt væri að viðhalda EFTA í smækkaðri mynd. Varðandi þingmannanefnd EFTA var niðurstaðan sú að hún starfaði áfram á sömu nótum og hingað til, m.a. að samskiptum bæði við Evrópuþingið og þing menn ríkja Mið- og Austur-Evrópu. Gert er ráð fyrir að fimm þingmenn frá hverju EFTA-landi sitji í nefndinni áfram sem hingað til.
    Þingmannanefnd EES er samkvæmt EES-samningnum skipuð sextíu og sex þing mönnum. Þrjátíu og þrír eru tilnefndir af Evrópuþinginu og þrjátíu og þrír frá þjóðþing um EFTA-ríkjanna. Vegna breyttra aðstæðna frá 1. janúar 1995 væri æskilegt að fækka í nefndinni. Þingmenn voru þó sammála um að skipan þingmannanefndarinnar væri ekki efni til að breyta EES-samningnum sjálfum því að slíkt kallaði á nýtt staðfestingarferli í öllum aðildarríkjunum. Ákveðið var að fara fram á það við Evrópuþingið að tilnefnt yrði í nefndina eins og samningurinn gerir ráð fyrir en að reiknað yrði með því að mæta með mun færri fulltrúa á fundi nefndarinnar.
    Ráðherrar EFTA-ríkjanna lögðu áherslu á mikilvægi þingmannasamstarfsins og hvöttu nefndina til að nýta vel tækifæri sem gæfust til samstarfs við Evrópuþingið og þjóðþing ríkja Mið- og Austur-Evrópu. Mikilvægt væri að auka þessi samskipti. Jafnframt yrði á næstunni mikil umræða um framtíðarskipulag og starfsemi EFTA og þingmannanefnd in ætti að taka virkan þátt í henni. Vilhjálmur Egilsson bað um loforð frá ráðherraráð inu um að þingmannanefndin fengi áfram nauðsynlegt fjármagn og starfsfólk til að halda uppi öflugri starfsemi. Fyrir hönd ráðherraráðsins bað formaðurinn, Jón Baldvin Hanni balsson, þingmannanefndina um að leggja á næstunni fram upplýsingar um þarfir henn ar í framtíðinni. Hann sagði þingmannasamstarfið mjög mikilvægt, en gat ekki gefið ákveðin svör um úthlutun til þessa þar sem enn væri verið að semja um framtíðarskipu lag stofnunarinnar.
    Fulltrúar Sviss lögðu áherslu á að höfuðstöðvar EFTA yrðu áfram í Genf þó að hluti af starfseminni færi fram í Brussel. Jón Baldvin Hannibalsson upplýsti að EFTA-dóm stóllinn flyttist til Lúxemborgar. Páll Pétursson lagði áherslu á að EFTA-stofnanir yrðu staðsettar í EFTA-ríkjum.
    Blankenborg frá Noregi var kjörinn formaður þingmannanefndar EFTA frá ármótum fram að aðalfundi næsta sumar og Büchel frá Liechtenstein varaformaður. Þingmanna nefnd EFTA ákvað að fara fram á að fá starfsmann í Genf og starfsmann í Brussel inn an EFTA fyrir þingmannanefndina.

Alþingi, 6. febr. 1995.



    Vilhjálmur Egilsson,     Páll Pétursson.     Gísli Einarsson.
    form.          

    Eyjólfur Konráð Jónsson.     Guðrún Helgadóttir.     Anna Ólafsdóttir Björnsson.