Ferill 341. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 341 . mál.


819. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Inga Björns Albertssonar um tollstofn hjá OECD-löndum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvað myndar tollstofn við innflutning hjá OECD-löndum, hverju fyrir sig?

    Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu OECD er tollverð við innflutning í flestum aðildar ríkjum samtakanna miðað við cif-verð vara. Undantekning frá þessu er þó tollverð við innflutn ing til Bandaríkjanna, Kanada, Mexíkó og Ástralíu, en í þessum ríkjum er miðað við fob-verð vara.
    Þegar tollverð er miðað við cif-verð vöru leggst ofan á það verð sem raunverulega er greitt eða greiða ber, flutningskostnaður og ýmis kostnaður tengdur flutningi vörunnar til kaupanda, svo sem vátryggingar, umboðs- og miðlaralaun, gjöld fyrir fermingu og affermingu og gáma kostnaður. Má í þessu sambandi vísa til 9. gr. tollalaga, nr. 55/1987, þar sem þessir þættir eru taldir upp en þeir eru í höfuðatriðum eins í öllum löndum þar sem tollverð er miðað við cif-verð vöru.
    Í þeim löndum, þar sem fob-verð vöru er lagt til grundvallar við ákvörðun tollverðs, eru framantaldir þættir ekki taldir til tollverðs vöru. Er þá miðað við verð vöru frá framleiðanda er lendis að viðbættum kostnaði við flutning vörunnar í útflutningslandinu ef sá kostnaður er ekki innifalinn í kaupverðinu sjálfu.