Ferill 438. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 438 . mál.


924. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 25. febr.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a .     Í stað hlutfallstölunnar „45“ í töflu í 1. mgr. kemur : 40.
     b .     Við greinina bætist ný málsgrein, er verður 2. mgr., sem orðast svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu ökutæki, sem knúin eru dísilolíu, raðast í gjald flokka með eftirfarandi hætti: Í gjaldflokk I ef sprengirými aflvélar er á bilinu 0–1900 rúmsentimetrar, í gjaldflokk II ef sprengirými aflvélar er á bilinu 1901–2500 rúmsentimetrar, í gjaldflokk III ef sprengirými aflvélar er á bilinu 2501–3000 rúmsentimetrar og í gjaldflokk IV ef sprengirými aflvélar er yfir 3000 rúmsentimetrar.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna:
     a .     Við bætist nýr töluliður er verður 1. tölul., en töluröð síðari töluliða breytist samkvæmt því. Orðast hann svo: 5% vörugjald: Hópferðabifreiðar, þ.e. ökutæki sem aðallega eru ætl uð til fólksflutninga, sem skráðar eru fyrir 18 farþega eða fleiri að meðtöldum ökumanni.
     b .     e-liður 2. tölul. fellur brott.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 5. gr. laganna:
     a .     Við bætist nýr töluliður, er verður 11. tölul., sem orðast svo: Hópferðabifreiðar, þ.e. ökutæki sem aðallega eru ætluð til fólksflutninga, sem skráðar eru fyrir 10–17 farþega að meðtöldum ökumanni. Ekki er þó heimilt að lækka gjald af bifreiðum þessum niður fyrir 20%.
     b .     Við bætist nýr töluliður, er verður 12. tölul., sem orðast svo: Fólksbifreiðar sem falla í gjaldflokk II skv. 3. gr. og ætlaðar eru til útleigu hjá bílaleigum. Ekki er þó heimilt að lækka gjald af bifreiðum þessum niður fyrir 30%.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
     a .     Orðið „innfluttum“ fellur brott.
     b .     Í stað orðsins „sex“ kemur: tólf.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Fjármálaráðherra er heimilt að endurgreiða hópferða- og sérleyfishöfum og fjármögnunarleigum allt að tveimur þriðju hlutum vörugjalds á hópferðabifreiðar fyrir 18 farþega eða fleiri að meðtöldum ökumanni og allt að einum þriðja hluta vörugjalds á hópferða bifreiðar fyrir 10–17 farþega að meðtöldum ökumanni sem lagt var á samkvæmt lögum þessum á tímabilinu frá 1. júlí 1993 til 1. mars 1995. Endurgreiðslan skal þó takmörk uð við þann hluta vörugjaldsins sem ekki hefur verið afskrifaður.
    Ráðherra setur í reglugerð nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis, m.a. um skil yrði og fyrirkomulag endurgreiðslu.