Tilkynning um kosningu embættismanna fastanefnda

4. fundur
Mánudaginn 22. maí 1995, kl. 15:02:35 (83)

[15:02]
     Forseti (Ólafur G. Einarsson) :
    Eftirfarandi bréf hafa borist til forseta Alþingis, dags. 22. maí 1995:
    ,,Á fundi samgn. í dag var Einar K. Guðfinnsson kjörinn formaður nefndarinnar og Magnús Stefánsson varaformaður.
    Þetta tilkynnist hér með.
Áslaug Árnadóttir, ritari samgn.``


    Annað bréf, dags. 22. maí 1995:
    ,,Á fundi heilbr.- og trn. í dag var Össur Skarphéðinsson kjörinn formaður nefndarinnar og Siv Friðleifsdóttir varaformaður.
    Þetta tilkynnist hér með.
Áslaug Árnadóttir, ritari heilbr.- og trn.``


    Þriðja bréfið er dags. 22. maí 1995:
    ,,Á fundi utanrmn. í dag var Geir H. Haarde kjörinn formaður nefndarinnar og Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn varaformaður.
Þorsteinn Magnússon, ritari utanrmn.``


    Enn er hér bréf dags., 19. maí 1995:
    ,,Á fundi fjárln. Alþingis 18. maí sl. var Jón Kristjánsson kosinn formaður nefndarinnar og Sturla Böðvarsson varaformaður.
    Fyrir hönd fjárln. Alþingis,
Sigurður Rúnar Sigurjónsson.``