Stjórn fiskveiða

13. fundur
Fimmtudaginn 01. júní 1995, kl. 13:17:39 (403)


[13:17]
     Egill Jónsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er engin ástæða til þess að gera hv. 15. þm. Reykv. meira tortryggilegan en efni eru til. Ég veitti því athygli að í hans ræðu komu fram tvö efnisatriði og þau eru bæði þess eðlis að það er hægt að skýra þau nánar í andsvari.
    Hv. þm. var tíðrætt um hagkvæmni í togaraútgerð og smábátaútgerð og hann var með tilvitnanir í þeim efnum. Ber að skilja orð þessa hv. þm. með þeim hætti að það eigi að færa afla frá togaraútgerðinni t.d. til smábátaútgerðarinnar til að bæta úr sárri neyð þeirra mörgu krókabáta sem í þann pott sækja?
    Svo skal ég koma með aðra spurningu sem er enn þá einfaldara fyrir hv. þm. að svara því að hann hefur státað af því að eiga tillögur að því aflamarki sem krókabátar sækja í. Er það svo að það sé skoðun og tillögur hv. 15. þm. Reykv. að það eigi að bæta í þann pott 21.500 tonnum og hvað þá miklu marki?