Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 18:39:24 (2860)

1996-02-08 18:39:24# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[18:39]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er náttúrlega dálítið sérkennilegt að við samflokksmenn skulum vera að svara hvort öðru en ég tek það fram vegna þess að það hefur verið mér mikið hjartans mál að DRG-kerfið kæmist á að fleiri lönd hafa notað þetta kerfi í nokkuð mörg ár. Ég spurði áðan heilbrrh. hvað liði þessu kerfi sem hefði verið unnið að undanfarinn áratug á vegum ríkisins og ekki hefur bólað á enn þá.