Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Laugardaginn 16. desember 1995, kl. 11:08:05 (2049)

1995-12-16 11:08:05# 120. lþ. 68.1 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur


[11:08]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil láta þess getið að ég styð álit meiri hlutans og fylgi þar með fulltrúa Alþfl. í iðnn. En ástæðan fyrir því að ég kem upp er sú bókun sem fylgir áliti umhvn., herra forseti. Þar er gerð grein fyrir að ég sit hjá við afgreiðslu umsagnarinnar frá umhvn. Ég tel rétt að geta um ástæðu þess. Hún er sú að það lá svo mikið á 4. des. að keyra álitið í gegn frá umhvn. að ekki var hægt að verða við þeirri beiðni hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar að fá tvo til þrjá fulltrúa á fund umhvn. til þess að fara yfir málið 8. eða 9. des. Meiri hluti nefndarinnar ákvað að ekki væri nægur tími til stefnu. Mér þótti sú málsmeðferð óeðlileg að afgreiða þyrfti málið frá nefndinni á innan við klukkutíma og óeðlilegt að geta ekki fengið að ræða málið. Þess vegna sat ég hjá við afgreiðslu álitsins, herra forseti. Ég taldi og tel mjög óeðlilegt að ekki sé hægt að verða við beiðnum einstakra þingmanna um athugasemdir og viðræður við fulltrúa sem gætu varpað skýrara ljósi á mál sem eru til umfjöllunar.