Ferill 49. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 49 . mál.


147. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um félagslegar íbúðir á landsbyggðinni.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða sveitarfélög, sem sótt hafa um félagslegar íbúðir til Húsnæðisstofnunar, sitja uppi með óráðstafaðar eða óseldar félagslegar íbúðir?
    Hve margar félagslegar íbúðir sóttu þau sveitarfélög um til Húsnæðisstofnunar á hverju ári tvö síðustu kjörtímabil?
    Hve mörgum íbúðum var úthlutað til hvers þeirra hvert ár á sama tímabili?
    Hve margar umsóknir um íbúð lágu fyrir hjá viðkomandi húsnæðisnefnd á hverjum tíma?


    Leitað var til Húsnæðisstofnunar ríkisins sem tók saman yfirlit yfir félagslegar íbúðir á landsbyggðinni.
    Tafla 1 nær yfir fjölda íbúða sem hafa verið auðar í tvo mánuði eða lengur. Samtals er um 102 íbúðir að ræða. Félagslegar eignaríbúðir, sem ekki hefur tekist að selja en heimilað hefur verið að leigja út, eru 172 talsins.
    Fram kemur fjöldi félagslegra íbúða sem ekki hefur tekist að ráðstafa, þ.e. hvorki selja né leigja, skipt eftir sveitarfélögum. Leitað var upplýsinga hjá 59 sveitarfélögum og reyndust 19 þeirra vera með auðar íbúðir. Athugað var hversu margar íbúðir höfðu staðið auðar lengur en tvo mánuði, sex mánuði og eitt ár.
Tafla 1.

Óráðstafaðar félagslegar íbúðir.



Íbúðir auðar

Íbúðir auðar

Íbúðir auðar


lengur en

lengur en

lengur en


Sveitarfélag

tvo mánuði

sex mánuði

eitt ár



Reykjavík     
6
4 4
Kópavogur     
1
0 0
Akranes     
2
0 0
Snæfellsbær     
3
2 1
Ísafjörður     
6
1 0
Vesturbyggð     
11
7 3
Bolungarvík     
27
11 1
Suðureyri     
9
7 3
Höfðahreppur     
2
1 0
Árskógshreppur     
5
4 2
Egilsstaðir     
2
0 0
Reyðarfjörður     
1
0 0
Fellahreppur     
1
1 0
Seyðisfjörður     
3
2 0
Stöðvarfjörður     
6
5 5
Borgarjörður eystri     
1
0 0
Vestmannaeyjar     
12
6 6
Hvolhreppur     
2
1 0
Vík í Mýrdal     
2
1 0
Samtals     
102
53 25


    Tafla 2 sýnir þörf fyrir félagslegar íbúðir í sveitarfélögum, að mati viðkomandi sveitarstjórna, umsóknir þeirra um íbúðir og úthlutuð framkvæmdalán á árunum 1988–96. Mat á þörf fyrir félagslegar íbúðir er oftast byggt á umsóknum sem liggja fyrir hjá húsnæðisnefndum sveitarfélaga.

Tafla 2.

Þörf fyrir félagslegar íbúðir og framkvæmdalán 1988–96.



(Repró, tafla.)