Magnesíumverksmiðja

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 13:51:32 (3392)

1997-02-12 13:51:32# 121. lþ. 68.2 fundur 306. mál: #A magnesíumverksmiðja# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur

[13:51]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Ég hygg að meginatriðin séu komin fram. Það er ekki verið að ræða um að gefa út starfsleyfi núna. Þegar þar að kemur mun það verða byggt á þeim staðreyndum sem þá liggja fyrir, umhverfismati og öðru slíku. Þá skiptir líka miklu máli sú yfirlýsing frá Íslenska magnesíumfélaginu að hafa umhverfislegan metnað.

Þetta leiðir líka hugann að öðru atriði sem segja má að séu hálfgildings mótsagnir. Umhverfismál verða aldrei hugsuð staðbundin. Þau verða ávallt hugsuð glóbalt. Það liggur fyrir m.a. að fari öll þessi 50.000 tonn af magnesíum í bílaiðnað eins og fyrirhugað er, þ.e. að magnesíum komi í stað stáls í bílaiðnaðinn, þá muni heildarkoldíoxíðúrlosun í andrúmsloftið minnka um 10 millj. tonna glóbalt. Þá stendur eftir sú spurning hvort Íslendingar af göfuglyndi sínu frægu muni auka mengun hérlendis en draga allverulega úr henni glóbalt. Þetta skiptir máli.