Fjáraukalög 1996

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 15:42:37 (2051)

1996-12-11 15:42:37# 121. lþ. 40.2 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[15:42]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Farið er fram á 5 millj. kr. aukafjárheimild til Landhelgisgæslunnar á þessum lið. Skýringin sem gefin er sú að um sé að ræða aukakostnað vegna flugferða á vegum stjórnvalda og vísindastofnana í tengslum við aðdraganda náttúrhamfaranna á Skeiðarársandi í kjölfar vatnsumbrota þar í haust. Minni hlutinn leyfir sér að efast stórlega um að allar þær flugferðir sem flogið var með hæstv. ráðherra ríkisstjórnarinnar og aðrar toppfígúrur í samfélaginu í útsýnisflug yfir sandinn hafi verið nauðsynlegar í þágu almannavarna og lýsir allri ábyrgð vegna þessarar viðbótaheimildar á hendur meiri hlutanum og tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.