Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 21:52:12 (2518)

1996-12-19 21:52:12# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[21:52]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég vil nota þetta tækifæri til að mótmæla sérstaklega þeirri harkalegu skerðingu á Endurbótasjóði menningarbygginga sem hér er verið að gera tillögu um. Um er að ræða fjöldann allan af mikilvægum menningarstofnunum í landinu, þar sem nauðsynlegt er að leggja í verulegar endurbætur, en hér er verið að marka skref sem gæti beinlínis verið stórhættulegt fyrir þróun þessara stofnana á næstu árum.

Ég kvaddi mér hljóðs til þess að undirstrika þetta atriði, hæstv. forseti, um leið og ég tek undir hina almennu atkvæðaskýringu hv. 11. þm. Reykn. áðan um frv.