1996-12-21 00:09:31# 121. lþ. 55.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur

[24:09]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Á þessu þingi lagði hæstv. dómsmrh. fram skýrslu um neyðarsímsvörun þar sem fram kemur að tilkoma neyðarsímsvörunar hefur aðeins haft í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð án þess að nokkur sparnaður hafi komið þar á móti. Þessi tillaga staðfestir það og því greiðum við ekki atkvæði.