Ferill 20. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 20 . mál.


20. Beiðni um skýrslu



frá forsætisráðherra um þróun launa og lífskjara á Íslandi á árunum 1991–96.

Frá Ragnari Arnalds, Bryndísi Hlöðversdóttur, Hjörleifi Guttormssyni,


Kristni H. Gunnarssyni, Margréti Frímannsdóttur, Sigríði Jóhannesdóttur,


Steingrími J. Sigfússyni, Svavari Gestssyni og Ögmundi Jónassyni.



    Með vísan til 46. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að forsætisráðherra flytji Alþingi skýrslu um þróun launa og lífskjara á Íslandi á hverju ári allt frá árinu 1991 til og með 1996.
    Í skýrslunni komi m.a. fram upplýsingar um eftirfarandi atriði:
    Hvernig hefur kaupmáttur launa á Íslandi þróast á þessu tímabili:
         
    
    kaupmáttur dagvinnulauna, sundurliðaður eftir helstu atvinnustéttum,
         
    
    kaupmáttur ráðstöfunartekna, sundurliðaður eftir helstu atvinnustéttum,
         
    
    kaupmáttur atvinnuleysisbóta,
         
    
    kaupmáttur elli- og örorkulífeyris, sbr. lög um almannatryggingar, nr. 117/1993,
         
    
    kaupmáttur elli- og örorkulífeyris að viðbættri tekjutryggingu og uppbótum, sbr. lög um almannatryggingar, nr. 117/1993?
    Hvaða breytingar hafa orðið á lífskjörum aldraðra, öryrkja og sjúklinga með breytingum á lögum, reglugerðum, lyfjakostnaði og þjónustugjöldum á fyrrnefndu tímabili?
    Hvaða breytingar hafa orðið á skuldastöðu heimilanna á fyrrnefndu tímabili?
    Hver er fjöldi nauðungaruppboða á húseignum einstaklinga og fjöldi gjaldþrota á þessum árum?
    Hver er fjöldi nýbyggðra íbúða þessi ár?
    Hver hafa vanskil hjá Húsnæðisstofnun ríkisins verið á þessum árum?
    Hvaða breytingar voru gerðar á barnabótum, vaxtabótum og tekjuskattslögum á árunum 1991–96?
    Þess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu þegar henni hefur verið dreift meðal þingmanna og enn fremur að skýrslubeiðnin verði prentuð með skýrslunni er hún birtist.