Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 205 . mál.


510. Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Hallvarðssonar um fasteignir í eigu banka og sparisjóða.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hve margar fasteignir eru í eigu banka og sparisjóða sem yfirteknar hafa verið til að tryggja fullnustukröfur og hvert er verðmæti þeirra? Óskað er sundurliðunar á fjölda fasteigna eftir iðnaðar-, verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhúsnæði, svo og húsnæði tengdu landbúnaði og sjávarútvegi.

    Ráðuneytið aflaði upplýsinga um þau atriði sem fram koma í fyrirspurninni frá viðskiptabönkunum þremur og sex stærstu sparisjóðunum. Til samans eiga þessar lánastofnanir um 95% af eignum bankakerfisins.
    Fasteignir í eigu banka og sparisjóða eru 374 og er áætlað verðmæti þeirra 5,2 milljarðar kr. Þær skiptast þannig að um 70% eru íbúðarhúsnæði og 30% atvinnuhúsnæði. Um 70% af verðmæti fasteignanna eru hins vegar fólgin í atvinnuhúsnæði en um 30% í íbúðarhúsnæði.
    Landsbankinn og Búnaðarbankinn gáfu upp skiptingu atvinnuhúsnæðis eftir einstökum atvinnugreinum:

Fjöldi

Verðmæti


(m.kr.)



Verslunar- og skrifstofuhúsnæði     
25
1.923
Iðnaðarhúsnæði     
17
726
Húsnæði tengt sjávarútvegi     
8
101
Húsnæði tengt landbúnaði     
7
10
Samtals     
57
2.760