Ferill 594. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 594 . mál.


1338. Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um tekjutryggingu lífeyrisþega.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir lífeyrisþegar hafa fengið skerta tekjutryggingu vegna tekna maka síns árin 1994, 1995, 1996 og 1997, sundurliðað eftir árum:
         
    
    ellilífeyrisþegar,
         
    
    öryrkjar?
    Hversu margir lífeyrisþegar fengu ekki tekjutryggingu vegna tekna maka síns árin 1994, 1995, 1996 og 1997, sundurliðað eftir árum:
         
    
    ellilífeyrisþegar,
         
    
    öryrkjar?


    Lesin var greiðsluskrá Tryggva. Ekki var hægt að lesa alla greiðsluskrána vegna þess hversu stór hún er og útreikningar þungir og tímafrekir. Til glöggvunar má hafa til hliðsjónar að fjöldi bótaþega sem fengu tekjutryggingu saamkvæmt greiðslutegundum 010201 og 010202 (tekjutrygging einstaklings og hjóna vegna ellilífeyris) var samkvæmt greiðsluskrá 21.039 í maí 1997 (12.186 og 8.853). Sjá síðustu töfluna í svarinu.
    Eftirfarandi greiðslutegundir voru skoðaðar:
    010201 og 010202 Tekjutrygging einstaklings og hjóna vegna ellilífeyris.
    020201 og 020202 Tekjutrygging einstaklings og hjóna vegna ellilífeyris sjómanna.
    030201 og 030202 Tekjutrygging einstaklings og hjóna vegna örorkulífeyris.
    040201 og 040202 Tekjutrygging einstaklings og hjóna vegna endurhæfingarlífeyris.
    050201 og 050202 Tekjutrygging einstaklings og hjóna vegna slysaörorku.
    Greiðslur til bótaþega sem fengu greiðslur vegna einhverra framangreindra greiðslutegunda í maímánuði voru athugaðar. Í dálki 1 er fjöldi bótaþega sem fengu greiðslu í maí. Í dálki 2 er fjöldi bótaþega sem var með viðmiðunartekjur sem voru hærri en frítekjumark fyrir þá greiðslutegund. Reiknaðar voru viðmiðunartekjur fyrir hvern bótaþega (samkvæmt tekjuyfirlýsingu/framtali), annars vegar á venjulegan hátt (í stórum dráttum þannig að tekjur beggja eru lagðar saman og deilt með tveimur í summuna) og hins vegar þannig að ekki var tekið tillit til tekna maka (en þá óskiptar tekjur bótaþega). Þessar tölur eru í dálki 3 og 4. Í dálki 5 er sá fjöldi sem fékk skerta tekjutryggingu (þ.e. reiknuð greiðsla var lægri en taxti). Í dálki 6 er sá fjöldi sem er skráður giftur eða í sambúð og í dálki 7 er fjöldi bótaþega með gamla tekjuyfirlýsingu þar sem búið er að leggja tekjur maka við og reikna viðmiðunartekjur og þar af leiðandi ekki hægt að sjá hvaða áhrif tekjur maka hafa.
    Fjöldi bótaþega sem fengu greidda tekjutryggingu samkvæmt greiðsluskrá Tryggva.
    Fjöldi bótaþega með viðmiðunartekjur yfir frítekjumörkum samkvæmt greiðsluskrá.
    Fjöldi bótaþega með viðmiðunartekjur yfir frítekjumörkum (reiknað með tekjum maka).
    Fjöldi bótaþega með viðmiðunartekjur yfir frítekjumörkum (ekki reiknað með tekum maka).
    Fjöldi bótaþega með skerta tekjutryggingu.
    Fjöldi bótaþega með skráðan maka.
    Fjöldi bótaþega með gamla tekjuyfirlýsingu (reiknaðar viðmiðunartekjur).

Maí 1997 1 2 3 4 5 6 7
Ellilífeyrir 5.446 2.852 2.850 3.322 2.847 2.700 4
Ellilífeyrir sjómanna 27 24 24 24 24 19 0
Örorkulífeyrir 1.809 955 956 896 957 668 1
Endurhæfingarlífeyrir 67 36 36 36 36 27 0
Slysaörorka 3 2 2 2 2 1 0
Maí 1996 1 2 3 4 5 6 7
Ellilífeyrir 5.356 2.524 2.468 3.058 2.546 2.445 38
Ellilífeyrir sjómanna 29 25 25 27 26 22 0
Örorkulífeyrir 1.822 931 976 909 942 651 4
Endurhæfingarlífeyrir 64 28 36 37 30 22 0
Slysaörorka 2 1 1 1 1 1 0
Maí 1995 1 2 3 4 5 6 7
Ellilífeyrir 5.240 2.325 2.479 2.494 2.359 2.161 3.590
Ellilífeyrir sjómanna 38 35 37 37 35 26 18
Örorkulífeyrir 1.702 777 938 872 832 577 848
Endurhæfingarlífeyrir 43 9 29 28 23 12 8
Slysaörorka 1 0 0 0 0 0 0
Maí 1994 1 2 3 4 5 6 7
Ellilífeyrir 4.870 23 2.344 2.709 1.951 1.801 1
Ellilífeyrir sjómanna 38 2 33 34 30 24 0
Örorkulífeyrir 1.384 9 745 699 569 418 0
Endurhæfingarlífeyrir 14 0 11 10 7 2 0
Slysaörorka 0 0 0 0 0 0 0
Annað 1 2 3 4 5 6 7
Ellilífeyrir 4.681 2 2.225 2.545 1.820 1.501 0
Ellilífeyrir sjómanna 40 1 31 32 24 22 0
Örorkulífeyrir 1.255 1 692 658 507 351 0
Endurhæfingarlífeyrir 18 0 15 15 5 6 0
Slysaörorka


    Einnig voru greiðslur til bótaþega sem fengu greiðslur vegna sömu greiðslutegunda í nóvembermánuði athugaðar. Úrtakið er stærra en í maí, en tölur að sjálfsögðu ekki til fyrir 1997. Sömu skýringar við dálka og áður.

Nóvember 1996 1 2 3 4 5 6 7
Ellilífeyrir 15.901 8.127 7.725 9.535 8.160 7.572 9
Ellilífeyrir sjómanna 89 78 78 81 78 55 0
Örorkulífeyrir 5.288 2.766 2.734 2.589 2.798 1.866 1
Endurhæfingarlífeyrir 240 144 148 112 151 108 0
Slysaörorka 14 9 9 8 9 7 0
Nóvember 1995 1 2 3 4 5 6 7
Ellilífeyrir 15.592 7.233 6.913 8.717 7.296 6.755 128
Ellilífeyrir sjómanna 109 93 92 101 94 63 1
Örorkulífeyrir 5.040 2.595 2.608 2.450 2.621 1.719 19
Endurhæfingarlífeyrir 140 82 91 79 84 42 0
Slysaörorka 4 3 3 2 3 2 0
Nóvember 1994 1 2 3 4 5 6 7
Ellilífeyrir 14.502 112 6.652 8.016 5.895 5.557 3
Ellilífeyrir sjómanna 98 3 85 88 75 53 0
Örorkulífeyrir 4.158 73 2.182 2.057 1.758 1.281 0
Endurhæfingarlífeyrir 48 0 39 38 14 9 0
Slysaörorka 1 1 1 1 1 1 0
Annað 1 2 3 4 5 6 7
Ellilífeyrir 13.886 13 6.049 7.408 5.372 4.623 0
Ellilífeyrir sjómanna 101 1 88 88 66 51 0
Örorkulífeyrir 3.756 7 1.887 1.806 1.483 1.088 0
Endurhæfingarlífeyrir 43 0 33 29 13 17 0
Slysaörorka

    Hér á eftir eru eingöngu skoðaðar greiðslur í maí 1997. Tekjutryggingu er skipt nánar í greiðslutegundir. Gerður er greinarmunur á tekjutryggingu einstaklings (endar á 01) og tekjutryggingu hjóna (endar á 02.
    Tekjutrygging í maí 1997:

1 2 3 4 5 6
010201 12.186 5.482 5.428 19.769 307.537
010202 8.853 5.658 5.649 18.831 312.563
020201 79 70 70 11.098 643.293
020202 20 16 16 16.252 365.414
030201 6.060 3.035 2.996 19.294 334.941
030202 914 625 622 19.660 292.380
040201 230 120 119 17.706 384.762
040202 15 10 10 17.859 343.927
050201 20 14 14 12.404 596.874
050202 0 0 0 0 0

Skýringar:
Dálkur 1:    Greiðslutegund.
Dálkur 2:    Fjöldi með greiðslutegund.
Dálkur 3:    Fjöldi með skertar greiðslur.
Dálkur 4:    Fjöldi með tekjur yfir frítekjumarki.
Dálkur 5:    Meðalgreiðsla (taxti ellilífeyrir 25.097 og 25.800 annað).
Dálkur 6:    Meðaltekjur (reiknaðar viðmiðunartekjur). Frítekjumark er 221.013 kr. fyrir einstakling og 154.709 fyrir hjón.

    Erfitt er að lesa úr þessum upplýsingum hvaða áhrif það hefur ef ekki er tekið tillit til tekna maka við útreikning á tekjutryggingu. Margt spilar inn í þann útreikning, t.d. frítekjumark, lífeyrisgreiðslur maka (sem eru að hluta með í viðmiðunartekjunum), hvort maki fær greiddan lífeyri o.fl.
    Sökum þess hver kerfið er flókið og margslungið reyndist ekki unnt að svara fyrirspurninni beint á þeim tíma sem til stefnu var. Að sögn starfsmanna SKÝRR má hugsa sér að nálgast svarið nákvæmar með því t.d. að skoða skilgreinda afmarkaða hópa.
    Ef skoðaðar eru upplýsingar úr nóvemberúrtökum er meginniðurstaðan þó sú að viðmiðunartekjur ellilífeyrisþega lækka þegar tekið er tillit til tekna maka og njóta því rúmlega 1.800 ellilífeyrisþegar hærri tekjutryggingar fyrir vikið en ef þeirra eigin tekjur væru eina viðmiðið. Þessu er síðan öfugt farið með örorkulífeyrisþega, þótt í miklu minni mæli sé, þar sem u.þ.b. 150 örorkulífeyrisþegar fá lægri tekjutryggingu vegna þess að tekjur maka hækka viðmiðunartekjur þeirra.