Ráðstefna á vegum fjögurra ráðuneyta

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 15:11:21 (5785)

1998-04-28 15:11:21# 122. lþ. 113.92 fundur 322#B ráðstefna á vegum fjögurra ráðuneyta# (aths. um störf þingsins), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 122. lþ.

[15:11]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það þarf nú engin hrútshorn á mig. Hér hafa greinilega orðið nokkur mistök. Hér virðist mér að verið sé að setja saman ráðstefnu utan um það að útlendur gestur, fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, eigi leið hér um. Ég sé ekki á þessari dagskrá að neinn alþingismaður sé þar bundinn sem frummælandi eða þátttakandi.

Ég get sagt það hér og nú að ég geri mér alveg fyllilega ljósar þingskyldur mínar. Ég vænti þess að aðrir ráðherrar geri það líka. Þó að starfsmenn ráðuneytanna eigi fund þá sé ég ekki að það eigi að þurfa að trufla störf Alþingis. Reglulegur fundur Alþingis er að sjálfsögðu miklu mikilvægari en einhver ráðstefna sem kann að verða sett upp úti í bæ. (SJS: Til hvers er verið að senda fundarboð til þingmanna?) Nú skal ég ekki svara því. Best er að spyrja skipuleggjanda ráðstefnunnar sem mér sýnist á þessu blaði að sé Sigríður Snævarr sendiherra í utanrrh. Annað hef ég ekki um þetta að segja. Ég ætla ekki á þessa ráðstefnu. Ég ætla að vera á þingfundi.