Ferill 266. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 334 – 266. mál.
                             


Tillaga til þingsályktunar



um eflingu sauðfjárbúskapar í jaðarbyggðum.

Flm.: Einar Oddur Kristjánsson, Stefán Guðmundsson.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til að gera tillögu um hvernig megi efla sauðfjárbúskap í jaðarbyggðum þar sem beitilönd eru vannýtt.
    

Greinargerð.


    Gríðarlegur samdráttur hefur orðið í sauðfjárbúskap hér á landi á síðustu árum og lætur nærri að fé hafi fækkað um helming frá því sem það var flest árið 1978. Með setningu búvöru laganna 1985 var mörkuð sú stefna að afnema útflutningsbætur á landbúnaðarafurðir og á grundvelli þeirra var tekin upp framleiðslustýring sem miðaði að því að draga úr framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Með búvörusamningi bænda og ríkisvaldsins í mars 1991 var síðan samþykkt að afleggja útflutningsbætur í einni atrennu og taka upp beinar greiðslur til bænda í stað niðurgreiðslna á heildsölustigi. Jafnframt var samið um lækkun á verði dilkakjöts og ríkið lagði fram fé til að greiða bændum fyrir að hætta framleiðslu.
    Frá 1991 til 1996 dróst framleiðsla kindakjöts saman um 1.178 tonn, afurðaverð til sauð fjárbænda lækkaði að raungildi um 11,2% og tekjusamdráttur framleiðenda nam alls u.þ.b. 1,5 milljörðum kr. Framleiðendum fækkaði ekki að sama skapi og afkoman hrundi. Reiknað á föstu verðlagi féll hagnaður fyrir laun eigenda á sauðfjárbúum um 46,4% frá 1991 til 1996 samkvæmt uppgjöri Hagþjónustu landbúnaðarins.
    Sá mikli samdráttur í framleiðslu sem orðinn er og afkomuhrun sauðfjárbænda bitnar harðast á jaðarbyggðum sem mest eiga undir sauðfjárbúskap og hafa litla möguleika á annarri atvinnusköpun. Þessar byggðir voru margar veikar fyrir og sums staðar blasir við hrun ef ekki verður að gert. Slíkt hefur keðjuverkandi áhrif og veikir jafnframt þorp og þéttbýliskjarna á viðkomandi svæðum þar sem atvinnulíf er yfirleitt einhæft og á mörkunum að unnt sé að halda uppi nauðsynlegri þjónustu.
    Víðast í umræddum jaðarbyggðum eru gjöful beitilönd sem ekki eru fullnýtt, margar jarðir eru vel upp byggðar með vannýtta aðstöðu, bæði hvað varðar útihús og ræktað land, með öðrum orðum umtalsvert svigrúm er til að stækka sauðfjárbúin án nýrra fjárfestinga og síðast en ekki síst er verkþekkingin til staðar.
    Með samningi um sauðfjárframleiðslu sem gerður var í október 1995 og lagasetningu í kjölfarið varð grundvallarbreyting á starfsumhverfi sauðfjárbænda. Tengsl voru rofin milli beingreiðslustuðnings og framleiðslu þannig að ekki er lengur kvótastýring á framleiðslunni, heldur taka allir sauðfjárbændur hlutfallslega jafnan þátt í útflutningi á því dilkakjöti sem ekki selst innan lands og er það hlutfall nú 13%. Á árinu 1996 tókst að koma jafnvægi á birgðir kindakjöts þannig að nú eru engar umframbirgðir í landinu. Samtímis hófst öflug markaðs setning dilkakjöts erlendis og margvísleg hagræðing er nú gerð í sláturhúsum, m.a. með stuðningi af hagræðingarfé sem var liður í sauðfjársamningnum. Þá hafa Byggðastofnun og Framleiðnisjóður landbúnaðarins stutt við þessa hagræðingu og endurbætur á kjötvinnslu stöðvum til að þær öðlist útflutningsleyfi. Þetta starf hefur á mjög skömmum tíma skilað árangri og mun áreiðanlega skila enn meiri árangri á næstu árum. Sláturkostnaður fer lækkandi og áætlað er að skilaverð til bænda fyrir útflutt dilkakjöt frá þessu hausti muni nema 170–180 kr. á kíló.
    Útflutningsverðið er enn of lágt til að skila arði þótt færa megi að því rök að vel rekin bú geti bætt afkomu sína með aukinni framleiðslu á þessum forsendum. Það er skoðun flutnings manna að þessi útflutningur eigi sér mikla möguleika ef rétt er á málum haldið. Öllu máli skiptir að styrkja framleiðendurna sjálfa. Á næstu árum mun á það reyna hvernig til tekst. Í þessu samhengi þarf að hafa í huga að jaðarsvæðin þarf að skilgreina vel og taka sérstaklega mið af ástandi beitilanda, hlutdeild sauðfjárræktar í atvinnulífi viðkomandi sveita og möguleikum fólksins á annarri atvinnusókn. Flutningsmenn eru þess einnig fullvissir að fátt sé þýðingarmeira í baráttunni gegn byggðaröskun en að koma jaðarbyggðinni til hjálpar. Sauðfjárræktin er grundvallaratvinnugrein á jaðarsvæðunum.


Fylgiskjal I.


Fjöldi sauðfjár.





1990


1996
1996 sem % af 1990
Gullbringu- og Kjósarsýsla
7.327 5.125 69,9
Borgarfjarðar- og Mýrasýsla
47.544 42.466 89,3
Snæfellsnessýsla
24.703 16.660 67,4
Dalasýsla
30.903 25.756 83,3
Barðastrandarsýsla
15.529 13.035 83,9
Ísafjarðarsýsla
18.939 13.230 69,9
Strandasýsla
23.991 20.065 83,6
Vestur-Húnavatnssýsla
33.081 28.178 85,2
Austur-Húnavatnssýsla
30.128 25.216 83,7
Skagafjarðarsýsla
39.387 34.901 88,6
Eyjafjarðarsýsla
21.567 16.367 75,9
Suður-Þingeyjarsýsla
41.308 32.423 78,5
Norður-Þingeyjarsýsla
24.795 22.207 89,6
Norður-Múlasýsla
26.371 36.919 140,0
Suður-Múlasýsla
18.535 20.640 111,4
Austur-Skaftafellssýsla
20.182 16.646 82,5
Vestur-Skaftafellssýsla
33.480 26.760 79,9
Rangárvallasýsla
47.269 35.472 75,0
Árnessýsla
43.262 33.663 77,8
Kaupstaðir
6.481 7.691 118,7
ALLS
554.782 473.420 85,3

Framleiðsla kindakjöts, tonn (dilkakjöt).




1990

1996
Gullbringu- og Kjósarsýsla
98,02 62,85
Borgarfjarðarsýsla
378,07 280,48
Mýrasýsla
369,71 285,06
Snæfellsnessýsla
372,31 303,79
Dalasýsla
578,91 478,80
Austur-Barðastrandarsýsla
185,11 148,53
Vestur-Barðastrandarsýsla
90,19 76,62
Vestur-Ísafjarðarsýsla
176,65 132,11
Norður-Ísafjarðarsýsla
159,10 113,50
Strandasýsla
456,54 427,44
Vestur-Húnavatnssýsla
624,87 544,46
Austur-Húnavatnssýsla
492,78 439,25
Skagafjarðarsýsla
645,35 538,34
Eyjafjarðarsýsla
410,93 307,28
Suður-Þingeyjarsýsla
770,31 657,17
Norður-Þingeyjarsýsla
453,59 446,19
Norður-Múlasýsla
649,28 796,04
Suður-Múlasýsla
277,45 434,58
Austur-Skaftafellssýsla
310,26 272,30
Vestur-Skaftafellssýsla
532,05 437,17
Rangárvallasýsla
751,41 480,88
Árnessýsla
669,72 471,87



Fylgiskjal II.


Byggðastofnun,
þróunarsvið:


Úr skýrslu um stöðu sauðfjárræktar og áhrif á byggðaþróun.


(September 1997.)



Innanlandssala og útflutningur kindakjöts í tonnum 1978–96.





(Súlurit --- myndað.)














Fylgiskjal III.


Hagþjónusta landbúnaðarins:

Úr skýrslu um þróun sauðfjárbúskapar á Íslandi tímabilið 1991–96.


(September 1997.)



     Upplýsingar úr rekstri sauðfjárbúa fyrir tímabilið 1991–96.


(Fjárhæðir í þús. kr. á verðlagi ársins 1996.)




(Tafla 5.10)

Meðalafkoma á sauðfjárbúum tímabilið 1991–96.


(Fjárhæðir í þús. kr. á verðlagi ársins 1996.)




(Tafla 5.7.)